Sameinast öll sveitarfélög í Árnessýslu? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. október 2019 19:15 Mikill áhugi er hjá Helga Sigurði Haraldssyni, forseta bæjarstjórnar í Árborg að sameina öll sveitarfélög í Árnessýslu í eitt. Fram að þessu hefur ekki verið mikill áhugi hjá sveitarfélögunum á svæðinu að sameinast Árborg en Helgi gerir ráð fyrir að nú verði sent erindi til þeirra á næstunni til að kanna áhuga á sameiningu. Bæjarfulltrúar í meirihlutanum í Sveitarfélaginu Árborg og formenn nefnda hittust á vinnufundi í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka í gær til skrafs og ráðagerða um málefni líðandi stundar hjá Árborg, auk þess að hlusta á erindi frá lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Eitt af þeim málum, sem er mikið í umræðunni þessa dagana hjá sveitarfélögum landsins er sameining sveitarfélaga en í nýrri þingsályktunartillögu samgöngu og sveitarstjórnaráðherra er gert ráð fyrir því að lágmarksíbúafjöldi íbúa sveitarfélaga verði þúsund manns árið 2026. Forseti bæjarstjórnar vill sjá öll sveitarfélög í Árnessýslu sameinast í eitt sveitarfélag. „Af því að ég tel bara að það verði svo flott og sterkt sveitarfélag. Við eigum að taka stór skref í sameiningu, ekki að vera sameina einhver sveitarfélög núna til að skríða yfir þetta þúsund íbúa lágmark“, segir Helgi og bætir við. „Fyrst og fremst snýst þetta um að menn séu tilbúnir að taka samtalið og skoða kosti og galla og ræða síðan við íbúana. Það að fara í samtalið er ekki það sama og að sameina“. Frá vinnufundi meirihluta bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar og formanna nefnda á Stað á Eyrarbakka í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En eru menn ekki til í samtalið?„Menn hafa ekki verið það fram að þessu en það má alveg velta því fyrir sér að kanna stöðuna núna eftir að þetta frumvarp kemur fram og búið að samþykkja það á auka aðalfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga að styðja þetta. Þannig að ég á alveg eins von á því að Sveitarfélagið Árborg eigi frumkvæðið að því að senda öðrum sveitarfélögum í Árnessýslu erindi og spyrja hvort þau vilja taka samtalið.“ Þau sveitarfélög sem Helgi er að tala um að sameinist er Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Árborg, Flóahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur. Einhverjir gárungar eru meira að segja komnir með nafn á nýtt sveitarfélag, Árnesþing.Hvenær sérðu fyrir þér ef allt gengur upp að Árnessýsla gæti orðið eitt sveitarfélag?„Ég myndi telja að þetta gæti orðið tveggja ára prósess þangað til að það verði hægt að kjósa um þetta.“En það myndu margir missa vinnuna við sameiningu, sveitarstjórar og bæjarstjórar. Hvað segir Helgi um það? „Í svona umræðu á ekki að vera að horfa á það, það snýst ekki um það.“ Helgi segir að Árborg munu væntanlega hafa frumkvæði að því á næstunni og senda sveitarfélögum erindi í Árnessýslu til að kanna hug þeirra með sameiningaviðræður. Myndin er frá fundinum á Eyrarbakka.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Árborg Bláskógabyggð Flóahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Hrunamannahreppur Hveragerði Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarstjórnarmál Ölfus Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Mikill áhugi er hjá Helga Sigurði Haraldssyni, forseta bæjarstjórnar í Árborg að sameina öll sveitarfélög í Árnessýslu í eitt. Fram að þessu hefur ekki verið mikill áhugi hjá sveitarfélögunum á svæðinu að sameinast Árborg en Helgi gerir ráð fyrir að nú verði sent erindi til þeirra á næstunni til að kanna áhuga á sameiningu. Bæjarfulltrúar í meirihlutanum í Sveitarfélaginu Árborg og formenn nefnda hittust á vinnufundi í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka í gær til skrafs og ráðagerða um málefni líðandi stundar hjá Árborg, auk þess að hlusta á erindi frá lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Eitt af þeim málum, sem er mikið í umræðunni þessa dagana hjá sveitarfélögum landsins er sameining sveitarfélaga en í nýrri þingsályktunartillögu samgöngu og sveitarstjórnaráðherra er gert ráð fyrir því að lágmarksíbúafjöldi íbúa sveitarfélaga verði þúsund manns árið 2026. Forseti bæjarstjórnar vill sjá öll sveitarfélög í Árnessýslu sameinast í eitt sveitarfélag. „Af því að ég tel bara að það verði svo flott og sterkt sveitarfélag. Við eigum að taka stór skref í sameiningu, ekki að vera sameina einhver sveitarfélög núna til að skríða yfir þetta þúsund íbúa lágmark“, segir Helgi og bætir við. „Fyrst og fremst snýst þetta um að menn séu tilbúnir að taka samtalið og skoða kosti og galla og ræða síðan við íbúana. Það að fara í samtalið er ekki það sama og að sameina“. Frá vinnufundi meirihluta bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar og formanna nefnda á Stað á Eyrarbakka í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En eru menn ekki til í samtalið?„Menn hafa ekki verið það fram að þessu en það má alveg velta því fyrir sér að kanna stöðuna núna eftir að þetta frumvarp kemur fram og búið að samþykkja það á auka aðalfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga að styðja þetta. Þannig að ég á alveg eins von á því að Sveitarfélagið Árborg eigi frumkvæðið að því að senda öðrum sveitarfélögum í Árnessýslu erindi og spyrja hvort þau vilja taka samtalið.“ Þau sveitarfélög sem Helgi er að tala um að sameinist er Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Árborg, Flóahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur. Einhverjir gárungar eru meira að segja komnir með nafn á nýtt sveitarfélag, Árnesþing.Hvenær sérðu fyrir þér ef allt gengur upp að Árnessýsla gæti orðið eitt sveitarfélag?„Ég myndi telja að þetta gæti orðið tveggja ára prósess þangað til að það verði hægt að kjósa um þetta.“En það myndu margir missa vinnuna við sameiningu, sveitarstjórar og bæjarstjórar. Hvað segir Helgi um það? „Í svona umræðu á ekki að vera að horfa á það, það snýst ekki um það.“ Helgi segir að Árborg munu væntanlega hafa frumkvæði að því á næstunni og senda sveitarfélögum erindi í Árnessýslu til að kanna hug þeirra með sameiningaviðræður. Myndin er frá fundinum á Eyrarbakka.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Árborg Bláskógabyggð Flóahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Hrunamannahreppur Hveragerði Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarstjórnarmál Ölfus Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira