Frábær árangur í hjartalokuaðgerðum hér á landi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. október 2019 21:15 Árangur lokaskiptaaðgerða vegna ósæðarloku þrengsla hér á landi hefur batnað mikið hér á landi undanfarin 15 ár. Í nýrri rannsókn sem birtist í virtu bandarísku vísindatímariti kemur meðal annars fram að fylgikvillum aðgerðanna hafi stórfækkað og lífslíkur sjúklinga batnað. Yfirlæknir á hjartadeild segir þetta afar góð tíðindi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. Ósæðarlokuskipti eru önnur algengasta hjartaaðgerðin sem framkvæmd er á Vesturlöndum og árlega eru gerðar hátt í 60 slíkar aðgerðir hér á landi. Um er ræða umfangsmikla aðgerð sem tekur 4-5 klst. en þá erkölkuð ósæðarlokan fjarlægð og nýrri loku komið fyrir sem í flestum tilvikum er loka úr kálfi eða svíni. Án meðferðar eru horfur sjúklinga verri en í tilvikum margra krabbameina en á hinn bóginn skila fáar skurðaðgerðir jafnmikilli bót á lífsgæðum og bættum lífshorfum,. Sindri A. Viktorsson læknir gerði rannsókn sem tekur til 600 sjúklinga á 15 ára tímabili um hvernig aðgerðin hefur gengið hér á landi og niðurstöðurnar eru afar jákvæðar. Rannsóknin er einstök að því leyti að hún náði náði allra sjúklinga sem gengust undir aðgerðina hjá heilli þjóð á þessu tímabili og var hægt að fylgja öllum sjúklingunum ítarlega eftir sem er sjaldgæft í sambærilegum rannsóknum erlendis. Tómas Guðbjartsson yfirlæknir á hjarta-og lungnadeild Landspítalans var leiðbeinandi Sindra. „Árangurinn hefur mikid batnad síðustu 15 ár. Þá hefur fylgikvillum á borð við bráða nýrnabilun, hjartsláttaróreglu og miklar blæðingar fækkað umtalsvert. Alvarlegir fylgikvillar eins og sýking eða gallar í ígræddu lokunni eru líka afar sjaldgæfir. Rannsóknin hefur nú birst í bandaríska vísindatímaritinu Journal of Cardiac Surgery. Tómas segir þetta afa ánægjuleg tíðindi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. „Þetta er stór aðgerð og sjúklingar eru oft í slæmu ástandi þegar þeir koma í hana. Árangurinn er frábær en um 96% sjúklinga lifir aðgerðina af og það þykir mjög gott í alþjóðlegum samanburði. Í þessari rannsókn og fleiri rannsóknum sem við höfum gert höfum við séð að þessir sjúklingar lifa næstum jafn lengi og aðrir Íslendingar af sama kyni og aldri sem eru frábærar fréttir,“ segir Tómas Guðbjartsson. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Árangur lokaskiptaaðgerða vegna ósæðarloku þrengsla hér á landi hefur batnað mikið hér á landi undanfarin 15 ár. Í nýrri rannsókn sem birtist í virtu bandarísku vísindatímariti kemur meðal annars fram að fylgikvillum aðgerðanna hafi stórfækkað og lífslíkur sjúklinga batnað. Yfirlæknir á hjartadeild segir þetta afar góð tíðindi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. Ósæðarlokuskipti eru önnur algengasta hjartaaðgerðin sem framkvæmd er á Vesturlöndum og árlega eru gerðar hátt í 60 slíkar aðgerðir hér á landi. Um er ræða umfangsmikla aðgerð sem tekur 4-5 klst. en þá erkölkuð ósæðarlokan fjarlægð og nýrri loku komið fyrir sem í flestum tilvikum er loka úr kálfi eða svíni. Án meðferðar eru horfur sjúklinga verri en í tilvikum margra krabbameina en á hinn bóginn skila fáar skurðaðgerðir jafnmikilli bót á lífsgæðum og bættum lífshorfum,. Sindri A. Viktorsson læknir gerði rannsókn sem tekur til 600 sjúklinga á 15 ára tímabili um hvernig aðgerðin hefur gengið hér á landi og niðurstöðurnar eru afar jákvæðar. Rannsóknin er einstök að því leyti að hún náði náði allra sjúklinga sem gengust undir aðgerðina hjá heilli þjóð á þessu tímabili og var hægt að fylgja öllum sjúklingunum ítarlega eftir sem er sjaldgæft í sambærilegum rannsóknum erlendis. Tómas Guðbjartsson yfirlæknir á hjarta-og lungnadeild Landspítalans var leiðbeinandi Sindra. „Árangurinn hefur mikid batnad síðustu 15 ár. Þá hefur fylgikvillum á borð við bráða nýrnabilun, hjartsláttaróreglu og miklar blæðingar fækkað umtalsvert. Alvarlegir fylgikvillar eins og sýking eða gallar í ígræddu lokunni eru líka afar sjaldgæfir. Rannsóknin hefur nú birst í bandaríska vísindatímaritinu Journal of Cardiac Surgery. Tómas segir þetta afa ánægjuleg tíðindi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. „Þetta er stór aðgerð og sjúklingar eru oft í slæmu ástandi þegar þeir koma í hana. Árangurinn er frábær en um 96% sjúklinga lifir aðgerðina af og það þykir mjög gott í alþjóðlegum samanburði. Í þessari rannsókn og fleiri rannsóknum sem við höfum gert höfum við séð að þessir sjúklingar lifa næstum jafn lengi og aðrir Íslendingar af sama kyni og aldri sem eru frábærar fréttir,“ segir Tómas Guðbjartsson.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira