Óskar: Tek þessari áskorun með útbreiddan faðminn Anton Ingi Leifsson skrifar 5. október 2019 21:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson var í dag ráðinn nýr þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla en undanfarin tvö ár hefur hann þjálfað Gróttu. Undir stjórn Óskars fór Grótta upp um tvær deildir en hann ákvað að skipta um vettvang og er tekinn við liði Breiðabliks. Óskar segir að það sé erfitt að fara af Nesinu þar sem hann náði mögnuðum árangri. „Það er mjög erfitt. Þetta eru yndislegir ungir menn sem eru nánast eins og synir manns. Það er frábært fólk sem hefur lagt sál og hjarta í Gróttu að búa til umgjörð sem hjálpaði til að búa til þetta skemmtilega ævintýri á Nesinu,“ sagði Óskar. „Að ég fari á þessum tímapunkti á líka að vera tækifæri fyrir þá að stíga upp og læra af nýjum mönnum og halda áfram á þeirri þroskabraut sem þeir hafa verið á síðustu tvö ár.“ Breiðablik hefur síðustu tvö sumur lent í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar „Það er mjög spennandi. Breiðablik er framúrskarandi öflugt félag og eitt það flottasta á landinu. Þeir eru með frábæran leikmannahóp, frábæra aðstöðu og mikið og sterkt starf í félaginu.“ „Þetta er eitt af betri liðum deildarinnar og það er klárlega gerð krafa um það að vera í toppbaráttu. Ég tek þeirri áskorun. Það er heiður að fá þetta tækifæri og tek þessari áskorun með útbreiddan faðminn.“ „Eins og ég sagði áðan er Breiðablik lið sem er þekkt fyrir að spila á sínum ungu leikmönnum. Lið sem er þekkt fyrir að vera í toppbaráttu og það er alveg klárt að ég, eins og aðrir þjálfarar í sama starfi, búi við þá kröfu að Breiðablik sé í toppbaráttu og spili fótbolta sem er gaman að horfa á.“ Viðtalið í heild má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson var í dag ráðinn nýr þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla en undanfarin tvö ár hefur hann þjálfað Gróttu. Undir stjórn Óskars fór Grótta upp um tvær deildir en hann ákvað að skipta um vettvang og er tekinn við liði Breiðabliks. Óskar segir að það sé erfitt að fara af Nesinu þar sem hann náði mögnuðum árangri. „Það er mjög erfitt. Þetta eru yndislegir ungir menn sem eru nánast eins og synir manns. Það er frábært fólk sem hefur lagt sál og hjarta í Gróttu að búa til umgjörð sem hjálpaði til að búa til þetta skemmtilega ævintýri á Nesinu,“ sagði Óskar. „Að ég fari á þessum tímapunkti á líka að vera tækifæri fyrir þá að stíga upp og læra af nýjum mönnum og halda áfram á þeirri þroskabraut sem þeir hafa verið á síðustu tvö ár.“ Breiðablik hefur síðustu tvö sumur lent í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar „Það er mjög spennandi. Breiðablik er framúrskarandi öflugt félag og eitt það flottasta á landinu. Þeir eru með frábæran leikmannahóp, frábæra aðstöðu og mikið og sterkt starf í félaginu.“ „Þetta er eitt af betri liðum deildarinnar og það er klárlega gerð krafa um það að vera í toppbaráttu. Ég tek þeirri áskorun. Það er heiður að fá þetta tækifæri og tek þessari áskorun með útbreiddan faðminn.“ „Eins og ég sagði áðan er Breiðablik lið sem er þekkt fyrir að spila á sínum ungu leikmönnum. Lið sem er þekkt fyrir að vera í toppbaráttu og það er alveg klárt að ég, eins og aðrir þjálfarar í sama starfi, búi við þá kröfu að Breiðablik sé í toppbaráttu og spili fótbolta sem er gaman að horfa á.“ Viðtalið í heild má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira