Eiga ekkert annað en stoltið Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2019 19:15 Fátækir eru farnir að leita fyrr til hjálparsamtaka, sem er til marks um að róður þeirra sé að þyngjast að mati talsmanns slíkra samtaka. Einstæðum mæðrum á örorku og öldruðum hafi fjölgað hratt í hópi fátækra, sem þurfi að kyngja stoltinu til að leita sér aðstoðar. Oft hafi því verið þörf til að grípa til aðgerða, en nú sé nauðsyn. Umsóknum í sárafátæktarsjóð Rauða krossins fer stöðugt fjölgandi og er það mat samtakanna að neyð fátækra á Íslandi sé að aukast. Fjölgunin kemur Ástu Þórdísi Skjalddal Guðjónsdóttur ekki á óvart. Samtök fólks í fátækt á Íslandi hafi fundið vel fyrir þessari þróun. „Það eru fleiri sem vilja koma og fá mat hjá okkur og það eru fleiri sem þurfa á því að halda. Ég sé að það er orðið æ algengara að fyrstu beiðnir berist fljótlega eftir mánaðamót. Það byrjar fyrir og því virðist vera sem róðurinn sé að þyngjast,“ segir Ásta Þórdís hjá Pepp á Íslandi.Sjá einnig: 120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Hún segir að neyðin sé einna mest meðal tveggja þjóðfélagshópa. „Við vitum að sá hópur sem hefur það verst eru einstæðar mæður á örorkulífeyri. Það hafa það langverst,“ segir Ásta. Í þeim hópi er Helga Hákonardóttir, sem sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Niðurlægjandi að leita sér aðstoðar Ásta segir að það sé jafnframt að fjölga í hópi aldraðra, sem þyki niðurlægjandi að leita sér aðstoðar. „Því að áður en þú ferð og biður um aðstoð þá þarftu að kyngja stoltinu. Stundum er fólk komið á þeim stað að það á ekkert annað en stoltið og þá er ennþá erfiðara að kyngja því.“ Ásta hvetur stjórnvöld til að mæta þörfum fátækra. „Það eru til margar leiðir til þess að nálgast þennan hóp og bæta um betur. Öll gögn sýna fram á að oft hafi verið þörf en að nú sé brýn nauðsyn.“ Félagsmál Tengdar fréttir 120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Öryrki og móðir fatlaðs barns hefur glímt við svo mikla fátækt að hún neyddist til að borða popp í heila viku. Neyðin virðist mikil en rúmlega 120 manns hafa sótt um styrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. 4. október 2019 19:15 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Fátækir eru farnir að leita fyrr til hjálparsamtaka, sem er til marks um að róður þeirra sé að þyngjast að mati talsmanns slíkra samtaka. Einstæðum mæðrum á örorku og öldruðum hafi fjölgað hratt í hópi fátækra, sem þurfi að kyngja stoltinu til að leita sér aðstoðar. Oft hafi því verið þörf til að grípa til aðgerða, en nú sé nauðsyn. Umsóknum í sárafátæktarsjóð Rauða krossins fer stöðugt fjölgandi og er það mat samtakanna að neyð fátækra á Íslandi sé að aukast. Fjölgunin kemur Ástu Þórdísi Skjalddal Guðjónsdóttur ekki á óvart. Samtök fólks í fátækt á Íslandi hafi fundið vel fyrir þessari þróun. „Það eru fleiri sem vilja koma og fá mat hjá okkur og það eru fleiri sem þurfa á því að halda. Ég sé að það er orðið æ algengara að fyrstu beiðnir berist fljótlega eftir mánaðamót. Það byrjar fyrir og því virðist vera sem róðurinn sé að þyngjast,“ segir Ásta Þórdís hjá Pepp á Íslandi.Sjá einnig: 120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Hún segir að neyðin sé einna mest meðal tveggja þjóðfélagshópa. „Við vitum að sá hópur sem hefur það verst eru einstæðar mæður á örorkulífeyri. Það hafa það langverst,“ segir Ásta. Í þeim hópi er Helga Hákonardóttir, sem sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Niðurlægjandi að leita sér aðstoðar Ásta segir að það sé jafnframt að fjölga í hópi aldraðra, sem þyki niðurlægjandi að leita sér aðstoðar. „Því að áður en þú ferð og biður um aðstoð þá þarftu að kyngja stoltinu. Stundum er fólk komið á þeim stað að það á ekkert annað en stoltið og þá er ennþá erfiðara að kyngja því.“ Ásta hvetur stjórnvöld til að mæta þörfum fátækra. „Það eru til margar leiðir til þess að nálgast þennan hóp og bæta um betur. Öll gögn sýna fram á að oft hafi verið þörf en að nú sé brýn nauðsyn.“
Félagsmál Tengdar fréttir 120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Öryrki og móðir fatlaðs barns hefur glímt við svo mikla fátækt að hún neyddist til að borða popp í heila viku. Neyðin virðist mikil en rúmlega 120 manns hafa sótt um styrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. 4. október 2019 19:15 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Öryrki og móðir fatlaðs barns hefur glímt við svo mikla fátækt að hún neyddist til að borða popp í heila viku. Neyðin virðist mikil en rúmlega 120 manns hafa sótt um styrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. 4. október 2019 19:15