Búið að koma öllum farþegum úr vélunum Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2019 21:54 Örtröð hefur verið á Keflavíkurflugvelli í dag vegna þess að ferðum hefur verið aflýst og ekki hefur verið hægt að afferma vélar. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Lokið var við að afferma þær flugvélar sem enn biðu við Keflavíkurflugvöll á tíunda tímanum í kvöld. Ekki hefur verið hægt að nota landgöngubrýr vegna veðurs en þegar mest lét síðdegis má áætla að á annað þúsund farþega hafi setið föst úti í flugvélum. Samkvæmt upplýsingum frá Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, var lokið við að koma farþegum síðustu vélanna frá borði skömmu eftir klukkan níu í kvöld. Um klukkan 17:00 hafi fleiri en tíu vélar beðið þess að geta hleypt farþegum frá borði. Icelandair og fleiri flugfélögum aflýstu öllum flugferðum síðdegis og í kvöld vegna hvassviðris sem gengur yfir suðvesturhorn landsins. Ásdís segir að nú sé unnið að skipulagningu á hvenær hægt verði að byrja að fljúga aftur. Sumir farþegar biðu í fleiri klukkustundir í dag eftir að komast frá borði. Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikar, sagði Vísi í kvöld að hann hefði beðið í þrjár klukkustundir og fjörutíu mínútur eftir að vera hleypt frá borði. Hann átti að stíga á svið í Borgarleikhúsinu klukkan 20:00 í kvöld en komst ekki út úr vélinni fyrr en eftir klukkan 19:30. Tvær vélar Wizz air lentu á Egilsstöðum vegna veðurs. Jórunn Edda Helgadóttir, einn farþeganna um borð, sagði Vísi að farþegunum hafi verið boðið að fljúga með vélinni aftur til Krakár í Póllandi. Annars þyrftu farþegarnir að bjarga sér sjálfir yfirgæfu þeir vélina. Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Enn bíður fólk eftir að komast úr flugvélum við Keflavíkuflugvöll. Ekki er hægt að nota landgöngubrýr vegna hvassviðris. 4. október 2019 19:01 Guðmundur Ingi sat fastur í flugvél: Í loftköstum að reyna að ná sýningu í Borgarleikhúsinu Leikarinn sat fastur í flugvél við Keflavíkurflugvöll í á fjórðu klukkustund. Hann losnaði ekki þaðan út fyrr en að innan við klukkustund var í sýningu í Reykjavík. 4. október 2019 20:01 Aflýsa öllum flugferðum Icelandair vegna veðurs Sú ákvörðun hefur verið tekin hjá Icelandair að aflýsa svo öllum brottförum flugvéla Icelandair frá Keflavíkurflugvelli seinni partinn í dag vegna veðurs. 4. október 2019 15:15 Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegar í vél Wizz air sem kom frá Kraká en lenti á Egilsstöðum var boðið að fljúg aftur til Póllands. Ef þeir færu út þyrftu þeir að bjarga sér upp á eigin spýtur. 4. október 2019 20:31 Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Lokið var við að afferma þær flugvélar sem enn biðu við Keflavíkurflugvöll á tíunda tímanum í kvöld. Ekki hefur verið hægt að nota landgöngubrýr vegna veðurs en þegar mest lét síðdegis má áætla að á annað þúsund farþega hafi setið föst úti í flugvélum. Samkvæmt upplýsingum frá Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, var lokið við að koma farþegum síðustu vélanna frá borði skömmu eftir klukkan níu í kvöld. Um klukkan 17:00 hafi fleiri en tíu vélar beðið þess að geta hleypt farþegum frá borði. Icelandair og fleiri flugfélögum aflýstu öllum flugferðum síðdegis og í kvöld vegna hvassviðris sem gengur yfir suðvesturhorn landsins. Ásdís segir að nú sé unnið að skipulagningu á hvenær hægt verði að byrja að fljúga aftur. Sumir farþegar biðu í fleiri klukkustundir í dag eftir að komast frá borði. Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikar, sagði Vísi í kvöld að hann hefði beðið í þrjár klukkustundir og fjörutíu mínútur eftir að vera hleypt frá borði. Hann átti að stíga á svið í Borgarleikhúsinu klukkan 20:00 í kvöld en komst ekki út úr vélinni fyrr en eftir klukkan 19:30. Tvær vélar Wizz air lentu á Egilsstöðum vegna veðurs. Jórunn Edda Helgadóttir, einn farþeganna um borð, sagði Vísi að farþegunum hafi verið boðið að fljúga með vélinni aftur til Krakár í Póllandi. Annars þyrftu farþegarnir að bjarga sér sjálfir yfirgæfu þeir vélina.
Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Enn bíður fólk eftir að komast úr flugvélum við Keflavíkuflugvöll. Ekki er hægt að nota landgöngubrýr vegna hvassviðris. 4. október 2019 19:01 Guðmundur Ingi sat fastur í flugvél: Í loftköstum að reyna að ná sýningu í Borgarleikhúsinu Leikarinn sat fastur í flugvél við Keflavíkurflugvöll í á fjórðu klukkustund. Hann losnaði ekki þaðan út fyrr en að innan við klukkustund var í sýningu í Reykjavík. 4. október 2019 20:01 Aflýsa öllum flugferðum Icelandair vegna veðurs Sú ákvörðun hefur verið tekin hjá Icelandair að aflýsa svo öllum brottförum flugvéla Icelandair frá Keflavíkurflugvelli seinni partinn í dag vegna veðurs. 4. október 2019 15:15 Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegar í vél Wizz air sem kom frá Kraká en lenti á Egilsstöðum var boðið að fljúg aftur til Póllands. Ef þeir færu út þyrftu þeir að bjarga sér upp á eigin spýtur. 4. október 2019 20:31 Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Enn bíður fólk eftir að komast úr flugvélum við Keflavíkuflugvöll. Ekki er hægt að nota landgöngubrýr vegna hvassviðris. 4. október 2019 19:01
Guðmundur Ingi sat fastur í flugvél: Í loftköstum að reyna að ná sýningu í Borgarleikhúsinu Leikarinn sat fastur í flugvél við Keflavíkurflugvöll í á fjórðu klukkustund. Hann losnaði ekki þaðan út fyrr en að innan við klukkustund var í sýningu í Reykjavík. 4. október 2019 20:01
Aflýsa öllum flugferðum Icelandair vegna veðurs Sú ákvörðun hefur verið tekin hjá Icelandair að aflýsa svo öllum brottförum flugvéla Icelandair frá Keflavíkurflugvelli seinni partinn í dag vegna veðurs. 4. október 2019 15:15
Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Farþegar í vél Wizz air sem kom frá Kraká en lenti á Egilsstöðum var boðið að fljúg aftur til Póllands. Ef þeir færu út þyrftu þeir að bjarga sér upp á eigin spýtur. 4. október 2019 20:31
Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27