Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2019 20:31 Tveimur vélum Wizz air var lent á Egilsstöðum í dag vegna veðurs í Keflavík. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Getty/SOPA Images Farþegum í flugvél Wizz Air sem lenti á Egilsstöðum vegna veðurs var boðið að fljúga aftur til Krakár í Póllandi í kvöld. Þeim var sagt að yfirgæfu þeir vélina þyrftu þeir að bjarga sér sjálfir. Íslenskir farþegi sem ákvað að fara frá borði segir að meirihluti farþeganna hafi ákveðið að verða eftir á Egilsstöðum. Jórunn Edda Helgadóttir var enn inni í flugvélinni þegar Vísir náði tali af henni á áttunda tímanum í kvöld. Vél Wizz air frá Kraká hafði þá verið lent á Egilsstöðum sökum veðurs í Keflavík. Hún segir að farþegum hafi verið sagt yfir kallkerfið að þeir hefðu val um að fljúga aftur til Krakár, um fjögurra og hálfs tíma flugleið. Þar gætu þeir fengið hótelgistingu eina nótt og valið sér miða frá hvaða borg í Póllandi sem er næstu daga. Færu þeir úr vélinni hins vegar þyrftu þeir að sjá um sig sálfir. Sjálf gerði Jórunn ráðstafanir og ákvað að fara úr vélinni. Hún segir að flestir farþegarnir, sem hún áætlar að hafi verið rúmlega tvö hundruð, hafi hins vegar ekki verið íslenskir og því átt erfiðara með að finna út úr hlutunum en hún. Þá hafi þeir haft takmarkað ráðrúm til að gera upp hug sinn. „Það eru ekki góðir valmöguleikar í stöðunni,“ segir hún. Á meðan Jórunn ræddi við Vísi fór hún úr vélinni og sagði að stór hluti farþeganna hafi fylgt henni út. Samkvæmt upplýsingum Isavia fyrr í kvöld lentu tvær vélar Wizz Air á Egilsstöðum. Fjöldi farþega sat fastur í vélum á Keflavík þar sem landgöngubrýr eru ekki í notkun vegna veðurs. Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Sjá meira
Farþegum í flugvél Wizz Air sem lenti á Egilsstöðum vegna veðurs var boðið að fljúga aftur til Krakár í Póllandi í kvöld. Þeim var sagt að yfirgæfu þeir vélina þyrftu þeir að bjarga sér sjálfir. Íslenskir farþegi sem ákvað að fara frá borði segir að meirihluti farþeganna hafi ákveðið að verða eftir á Egilsstöðum. Jórunn Edda Helgadóttir var enn inni í flugvélinni þegar Vísir náði tali af henni á áttunda tímanum í kvöld. Vél Wizz air frá Kraká hafði þá verið lent á Egilsstöðum sökum veðurs í Keflavík. Hún segir að farþegum hafi verið sagt yfir kallkerfið að þeir hefðu val um að fljúga aftur til Krakár, um fjögurra og hálfs tíma flugleið. Þar gætu þeir fengið hótelgistingu eina nótt og valið sér miða frá hvaða borg í Póllandi sem er næstu daga. Færu þeir úr vélinni hins vegar þyrftu þeir að sjá um sig sálfir. Sjálf gerði Jórunn ráðstafanir og ákvað að fara úr vélinni. Hún segir að flestir farþegarnir, sem hún áætlar að hafi verið rúmlega tvö hundruð, hafi hins vegar ekki verið íslenskir og því átt erfiðara með að finna út úr hlutunum en hún. Þá hafi þeir haft takmarkað ráðrúm til að gera upp hug sinn. „Það eru ekki góðir valmöguleikar í stöðunni,“ segir hún. Á meðan Jórunn ræddi við Vísi fór hún úr vélinni og sagði að stór hluti farþeganna hafi fylgt henni út. Samkvæmt upplýsingum Isavia fyrr í kvöld lentu tvær vélar Wizz Air á Egilsstöðum. Fjöldi farþega sat fastur í vélum á Keflavík þar sem landgöngubrýr eru ekki í notkun vegna veðurs.
Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Sjá meira