Einn áhugaverðasti bardagi ársins fyrir framan 50.000 áhorfendur í Ástralíu Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. október 2019 08:00 UFC 243 fer fram um helgina á sunnudagsmorgni í Ástralíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Robert Whittaker og Israel Adesanya í einum mest spennandi bardaga ársins. Það verða rúmlega 50.000 manns á Marvel leikvanginum í Melbourne, Ástralíu, þegar UFC 243 fer fram. Aðalbardagi kvöldsins verður sá stærsti sem Eyjaálfa hefur séð en þar mætast Ástralinn Robert Whittaker og Ný-Sjálendingurinn Israel Adesanya. Whittaker er ríkjandi millivigtarmeistari en langt er liðið síðan hann sást síðast í búrinu. Í millitíðinni hefur Israel Adesanya sankað að sér sigrunum og tryggði sér bráðabirgðartitilinn í apríl með sigri á Kelvin Gastelum í besta bardaga ársins hingað til. Robert Whittaker mætti Yoel Romero í júní 2018 og sigraði eftir magnaðan bardaga. Síðan þá hefur óheppnin elt hann. Whittaker braut á sér höndina í bardaganum og var lengi frá. Þegar hann var búinn að jafna sig á meiðslunum fékk hann slæma sýkingu og hlaupabólu sem hélt honum lengi frá búrinu. Þegar Whittaker var loksins búinn að jafna sig átti hann að mæta Kelvin Gastelum í febrúar. Sama dag og bardaginn átti að fara fram reyndist Whittaker vera með slæmt kviðslit og var hann strax sendur í uppskurð. Rétt fyrir aðgerðina reyndi Whittaker að sannfæra læknana um að leyfa sér að berjast en hafði ekki erindi sem erfiði. Whittaker hefur því aðeins barist tvisvar síðan í júlí 2017 en í bæði skiptin mætti hann Yoel Romero í gríðarlega erfiðum bardögum. Þó Whittaker sé bara 28 ára er spurning í hvernig ásigkomulagi Whittaker er í dag. Hann var 50 mínútur í búrinu með Yoel Romero og voru það 10 harðar lotur sem tóku sinn toll á Whittaker. Auk þess hefur hann glímt við mikil meiðsli og spurning hvort Whittaker sé ennþá sami bardagamaður. Israel Adesanya ætlar svo sannarlega að reyna að svara þeirri spurningu. Á meðan Whittaker hefur verið fjarverandi hefur Adesanya barist sex bardaga í UFC og unnið sig upp meðal þeirra bestu. Adesanya sýndi að hann er miklu meira en bara skemmtilegur bardagamaður með stæla þegar hann sigraði Kelvin Gastelum í apríl. Bardaginn var virkilega jafn og þurfti Adesanya að vaða í gegnum eld og brennistein til að innsigla sigur í 5. lotu. Bardaginn er einn sá áhugaverðasti í UFC um þessar mundir. Whittaker hefur unnið níu bardaga í röð og Adesanya sex en þetta eru tvær lengstu sigurgöngurnar í millivigtinni þessa stundina. Þetta eru því án nokkurs vafa tveir af þeim bestu í millivigtinni og tveir menn sem eru þekktir fyrir að vera í skemmtilegum bardögum. UFC 243 fer fram í sömu höll og þegar Holly Holm rotaði Rondu Rousey á UFC 193. Þá sáu 56.214 manns sögulegan sigur Holm og nú er spurning hvort álika söguleg stund eigi sér stað á UFC 243. UFC 243 fer fram á laugardaginn (aðfaranótt sunnudags) en bein útsending hefst kl. 2:00 á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Sjá meira
UFC 243 fer fram um helgina á sunnudagsmorgni í Ástralíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Robert Whittaker og Israel Adesanya í einum mest spennandi bardaga ársins. Það verða rúmlega 50.000 manns á Marvel leikvanginum í Melbourne, Ástralíu, þegar UFC 243 fer fram. Aðalbardagi kvöldsins verður sá stærsti sem Eyjaálfa hefur séð en þar mætast Ástralinn Robert Whittaker og Ný-Sjálendingurinn Israel Adesanya. Whittaker er ríkjandi millivigtarmeistari en langt er liðið síðan hann sást síðast í búrinu. Í millitíðinni hefur Israel Adesanya sankað að sér sigrunum og tryggði sér bráðabirgðartitilinn í apríl með sigri á Kelvin Gastelum í besta bardaga ársins hingað til. Robert Whittaker mætti Yoel Romero í júní 2018 og sigraði eftir magnaðan bardaga. Síðan þá hefur óheppnin elt hann. Whittaker braut á sér höndina í bardaganum og var lengi frá. Þegar hann var búinn að jafna sig á meiðslunum fékk hann slæma sýkingu og hlaupabólu sem hélt honum lengi frá búrinu. Þegar Whittaker var loksins búinn að jafna sig átti hann að mæta Kelvin Gastelum í febrúar. Sama dag og bardaginn átti að fara fram reyndist Whittaker vera með slæmt kviðslit og var hann strax sendur í uppskurð. Rétt fyrir aðgerðina reyndi Whittaker að sannfæra læknana um að leyfa sér að berjast en hafði ekki erindi sem erfiði. Whittaker hefur því aðeins barist tvisvar síðan í júlí 2017 en í bæði skiptin mætti hann Yoel Romero í gríðarlega erfiðum bardögum. Þó Whittaker sé bara 28 ára er spurning í hvernig ásigkomulagi Whittaker er í dag. Hann var 50 mínútur í búrinu með Yoel Romero og voru það 10 harðar lotur sem tóku sinn toll á Whittaker. Auk þess hefur hann glímt við mikil meiðsli og spurning hvort Whittaker sé ennþá sami bardagamaður. Israel Adesanya ætlar svo sannarlega að reyna að svara þeirri spurningu. Á meðan Whittaker hefur verið fjarverandi hefur Adesanya barist sex bardaga í UFC og unnið sig upp meðal þeirra bestu. Adesanya sýndi að hann er miklu meira en bara skemmtilegur bardagamaður með stæla þegar hann sigraði Kelvin Gastelum í apríl. Bardaginn var virkilega jafn og þurfti Adesanya að vaða í gegnum eld og brennistein til að innsigla sigur í 5. lotu. Bardaginn er einn sá áhugaverðasti í UFC um þessar mundir. Whittaker hefur unnið níu bardaga í röð og Adesanya sex en þetta eru tvær lengstu sigurgöngurnar í millivigtinni þessa stundina. Þetta eru því án nokkurs vafa tveir af þeim bestu í millivigtinni og tveir menn sem eru þekktir fyrir að vera í skemmtilegum bardögum. UFC 243 fer fram í sömu höll og þegar Holly Holm rotaði Rondu Rousey á UFC 193. Þá sáu 56.214 manns sögulegan sigur Holm og nú er spurning hvort álika söguleg stund eigi sér stað á UFC 243. UFC 243 fer fram á laugardaginn (aðfaranótt sunnudags) en bein útsending hefst kl. 2:00 á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn