Umfjöllun og viðtöl: HK - KA 24-28| Tvö rauð spjöld í enn einu tapi HK Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 6. október 2019 18:30 vísir/daníel KA vann góðan þriggja marka sigur á HK í kvöld, 24-28. Gestirnir náðu góðri forystu í upphafi leiks og gáfu hana ekki frá sér, KA leiddi í hálfleik, einnig með fjórum mörkum, 12-18. KA var sterkari aðilinn á vellinum frá fyrstu mínútu, líkt og í síðustu leikjum þeirra þá byrjuðu þeir leikinn af mikilli ákvef og spiluðu ógna sterka vörn. HK átti í miklum erfiðleikum með uppstilltan sóknarleik gegn þessari þéttu vörn KA og eltu allan fyrri hálfleikinn. Davíð Svansson, markvörður HK, sá til þess að munurinn var ekki stærri í hálfleik, enn hann varði 9 bolta á meðan hans menn voru með 8 tapaða bolta í sókninni. Munurinn var þó ekki nema fjögur mörk að fyrri hálfleik loknum, 12-16. Það dró til tíðinda þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik, Elías Már Halldórsson, þjáfari HK, fékk þá beint rautt spjald. Elías sagði eitthvað, að því er virðis, við Stefán Árnason, þjálfara KA, sem eftirlitsmanni leiksins mislíkaði og kallaði því eftir rauðu spjaldi. HK var þá fimm mörkum undir, 14-19. Aðeins fjórum mínútum síðar sáu heimamenn annað rautt spjald, þegar Kristján Ottó Hjálmsson var rekinn af velli fyrir að slá leikmann KA í andlitið. Enn voru fimm mörk sem skyldu liðin að, 15-20. HK steig upp á loka mínútum leiksins og minnkaði forskot gestanna niður í tvö mörk, lengra komust þeir þó ekki og fögnuðu gestirnir að lokum fjögurra marka sigri, 24-28Af hverju vann KA? Þeir höfðu undirtökin á leiknum allan tímann og eftir að hafa komist í góða forystu þá misstu þeir hana ekki frá sér. Þeir áttu inni fyrir þeim áhlaupum sem komu frá HK og sakaði þá ekki. KA spilaði þéttann varnarleik sem gerði HK erfitt fyrir sóknarlega. Hverjir stóðu upp úr?Tarik Kasumovic var markahæstur í liði KA með 8 mörk, hann fékk nægt pláss fyrir utan hjá HK og nýtti sér það vel. Hjá HK var Pétur Árni Hauksson atkvæðamestur, bæði í vörn og sókn. Hann átti fínan leik í dag en hann hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu síðan hann kom í HK. Hvað gekk illa? Það vantar enn töluvert uppá leik HK manna. Þeir eru undir í öllum aðgerðum í dag, eru óagaðir í sókninni og tapa töluvert af boltum. Þeir áttu sérstaklega erfitt með uppstilltan sóknarleik og virtust eiga fá svör á meðan þeirra besti leikmaður, Blær Hinriksson, fann sig ekki. Hvað er framundan? Það verður fróðlegur leikur í Garðabænum í næstu umferð þegar Stjarnan tekur á móti HK, bæði lið hafa byrjað mótið illa. KA fær alvöru próf er þeir mæta Íslandsmeisturunum á Selfossi. Elías Már eftir að hafa skrifað undir samninginn við HKmynd/hkElías Már: Velti því fyrir hvort það hefði ekki þurft sterkara dómarapar á þennan leikElías Már Halldórsson, þjálfari HK, fékk beint rautt spjald í leik HK og KA í kvöld. Eftirlitsdómari leiksins kallaði eftir því að Elíasi yrði vísað uppí stúku. „Við vorum sjálfum okkur verstir í dag, klikkuðum á alltof mörgum dauðafærum og fórum ekki eftir planinu. Við vorum að gera alltof mikið af klaufa mistökum sem kostuðu okkur leikinn“ „Það var hátt spennustig í þessum leik og það framkallar töluvert meira af mistökum en það sem gengur og gerist, enn það er alveg klárt mál að þetta er alltof mikið af mistökum ef við ætlum að vinna einhverja leiki í þessari deild“ sagði Elías Már, en liðið er enn á stiga í deildinni Elías fékk beint rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks. Dómarar leiksins höfðu fyrr í leiknum haft afskipti af Elíasi og hans mönnum þar sem þeir stóðu of margir og létu í sér heyra á hliðarlínunni. Elías benti síðan eftirlitsdómara á að fylgjast með KA bekknum líka „Ég sagði ekkert við hann, dómarinn hefði síendurtekið komið að bekknum hjá okkur svo þegar ég benti honum á KA bekkinn þá hristi hann bara hausinn. Ég sagði Stebba þjálfara bara að hugsa um sjálfan sig, hann var alltaf að garga og góla eitthvað yfir á mig. Ég veit ekki hvort þetta sé hans hlutverk en þetta er eitthvað sem honum fannst of mikið“ „Stebbi var búinn að vera gólandi allan leikinn, ég veit ekki af hverju hann kemst upp með það enn ekki ég“ sagði Elías um rauða spjaldið en hann gat ekki tjáð sig um seinna rauða spjald leiksins „Nei ég sá það brot ekki en þegar ég hvað ósáttastur er þegar þeir dæma ruðning hérna megin en ekki hér, svo sleppa þér bakhrindingu sem er mjög augljós. Í staðinn fyrir að lesa leikinn þá fannst mér eftirlitsdómarinn og allir fylgja með, ég velti því bara fyrir mér hvort það hefði ekki þurft að setja sterkara dómarapar á þennan leik. Ekki það að þeir hafi farið með leikinn, þeir dæmdu hjá okkur síðasta leik og gerðu það vel, en þeir voru mjög slakir í dag.“ sagði Elías Már um dómara leiksins, þá Bóas Börk Bóasson og Hörð Aðalsteinsson. Þjálfarateymi KA, Stefán Árnason og Jónatan Magnússonvísir/báraStebbi Árna: Leikurinn varð stjórnlaus í seinni hálfleik„Fyrstu viðbrögð hjá mér eru að við erum á lífi“ sagði Stefán Árnason, þjálfari KA „Það er jákvæðast að sjá hvernig mínir menn mættu í leikinn eftir að hafa lent illa í því þegar við vorum flengdir á heimavelli í síðasta leik, en við mættum í dag og sýndum hvað í okkur býr“ „Við vorum búnir að koma okkur í mjög góða stöðu en þessi leikur var eiginlega orðin stjórnlaus í seinni hálfleik. Það voru rauð spjöld og tvær mínútur alveg á báða bóga, hvorugt liðið var fullskipað og það var erfitt að halda kúlinu“ „Við gerðum það vel á köflum en við getum lært svolítið af þessum leik hvernig við unnum úr þessari stöðu. Við gátum gert útum leikinn fyrr og það var óþarfi að hleypa þeim svona nálægt okkur.“ sagði Stefán KA hefur unnið tvo leiki af fimm, gegn Fjölni og HK, sem eru nýliðarnir í deildinni. Stefán segir að þeir geti vel unnið liðin fyrir ofan þá í deildinni, hann tekur margt gott með sér, til að byggja á, úr þessum erfiðu leikjum og sterku sigrum gegn nýliðunum „Það er planið að vinna fleiri en bara nýliðana, en við getum líka verið ánægðir með þessa sigra því þetta voru erfiðir leikir“ sagði Stefán að lokum Olís-deild karla
KA vann góðan þriggja marka sigur á HK í kvöld, 24-28. Gestirnir náðu góðri forystu í upphafi leiks og gáfu hana ekki frá sér, KA leiddi í hálfleik, einnig með fjórum mörkum, 12-18. KA var sterkari aðilinn á vellinum frá fyrstu mínútu, líkt og í síðustu leikjum þeirra þá byrjuðu þeir leikinn af mikilli ákvef og spiluðu ógna sterka vörn. HK átti í miklum erfiðleikum með uppstilltan sóknarleik gegn þessari þéttu vörn KA og eltu allan fyrri hálfleikinn. Davíð Svansson, markvörður HK, sá til þess að munurinn var ekki stærri í hálfleik, enn hann varði 9 bolta á meðan hans menn voru með 8 tapaða bolta í sókninni. Munurinn var þó ekki nema fjögur mörk að fyrri hálfleik loknum, 12-16. Það dró til tíðinda þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik, Elías Már Halldórsson, þjáfari HK, fékk þá beint rautt spjald. Elías sagði eitthvað, að því er virðis, við Stefán Árnason, þjálfara KA, sem eftirlitsmanni leiksins mislíkaði og kallaði því eftir rauðu spjaldi. HK var þá fimm mörkum undir, 14-19. Aðeins fjórum mínútum síðar sáu heimamenn annað rautt spjald, þegar Kristján Ottó Hjálmsson var rekinn af velli fyrir að slá leikmann KA í andlitið. Enn voru fimm mörk sem skyldu liðin að, 15-20. HK steig upp á loka mínútum leiksins og minnkaði forskot gestanna niður í tvö mörk, lengra komust þeir þó ekki og fögnuðu gestirnir að lokum fjögurra marka sigri, 24-28Af hverju vann KA? Þeir höfðu undirtökin á leiknum allan tímann og eftir að hafa komist í góða forystu þá misstu þeir hana ekki frá sér. Þeir áttu inni fyrir þeim áhlaupum sem komu frá HK og sakaði þá ekki. KA spilaði þéttann varnarleik sem gerði HK erfitt fyrir sóknarlega. Hverjir stóðu upp úr?Tarik Kasumovic var markahæstur í liði KA með 8 mörk, hann fékk nægt pláss fyrir utan hjá HK og nýtti sér það vel. Hjá HK var Pétur Árni Hauksson atkvæðamestur, bæði í vörn og sókn. Hann átti fínan leik í dag en hann hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu síðan hann kom í HK. Hvað gekk illa? Það vantar enn töluvert uppá leik HK manna. Þeir eru undir í öllum aðgerðum í dag, eru óagaðir í sókninni og tapa töluvert af boltum. Þeir áttu sérstaklega erfitt með uppstilltan sóknarleik og virtust eiga fá svör á meðan þeirra besti leikmaður, Blær Hinriksson, fann sig ekki. Hvað er framundan? Það verður fróðlegur leikur í Garðabænum í næstu umferð þegar Stjarnan tekur á móti HK, bæði lið hafa byrjað mótið illa. KA fær alvöru próf er þeir mæta Íslandsmeisturunum á Selfossi. Elías Már eftir að hafa skrifað undir samninginn við HKmynd/hkElías Már: Velti því fyrir hvort það hefði ekki þurft sterkara dómarapar á þennan leikElías Már Halldórsson, þjálfari HK, fékk beint rautt spjald í leik HK og KA í kvöld. Eftirlitsdómari leiksins kallaði eftir því að Elíasi yrði vísað uppí stúku. „Við vorum sjálfum okkur verstir í dag, klikkuðum á alltof mörgum dauðafærum og fórum ekki eftir planinu. Við vorum að gera alltof mikið af klaufa mistökum sem kostuðu okkur leikinn“ „Það var hátt spennustig í þessum leik og það framkallar töluvert meira af mistökum en það sem gengur og gerist, enn það er alveg klárt mál að þetta er alltof mikið af mistökum ef við ætlum að vinna einhverja leiki í þessari deild“ sagði Elías Már, en liðið er enn á stiga í deildinni Elías fékk beint rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks. Dómarar leiksins höfðu fyrr í leiknum haft afskipti af Elíasi og hans mönnum þar sem þeir stóðu of margir og létu í sér heyra á hliðarlínunni. Elías benti síðan eftirlitsdómara á að fylgjast með KA bekknum líka „Ég sagði ekkert við hann, dómarinn hefði síendurtekið komið að bekknum hjá okkur svo þegar ég benti honum á KA bekkinn þá hristi hann bara hausinn. Ég sagði Stebba þjálfara bara að hugsa um sjálfan sig, hann var alltaf að garga og góla eitthvað yfir á mig. Ég veit ekki hvort þetta sé hans hlutverk en þetta er eitthvað sem honum fannst of mikið“ „Stebbi var búinn að vera gólandi allan leikinn, ég veit ekki af hverju hann kemst upp með það enn ekki ég“ sagði Elías um rauða spjaldið en hann gat ekki tjáð sig um seinna rauða spjald leiksins „Nei ég sá það brot ekki en þegar ég hvað ósáttastur er þegar þeir dæma ruðning hérna megin en ekki hér, svo sleppa þér bakhrindingu sem er mjög augljós. Í staðinn fyrir að lesa leikinn þá fannst mér eftirlitsdómarinn og allir fylgja með, ég velti því bara fyrir mér hvort það hefði ekki þurft að setja sterkara dómarapar á þennan leik. Ekki það að þeir hafi farið með leikinn, þeir dæmdu hjá okkur síðasta leik og gerðu það vel, en þeir voru mjög slakir í dag.“ sagði Elías Már um dómara leiksins, þá Bóas Börk Bóasson og Hörð Aðalsteinsson. Þjálfarateymi KA, Stefán Árnason og Jónatan Magnússonvísir/báraStebbi Árna: Leikurinn varð stjórnlaus í seinni hálfleik„Fyrstu viðbrögð hjá mér eru að við erum á lífi“ sagði Stefán Árnason, þjálfari KA „Það er jákvæðast að sjá hvernig mínir menn mættu í leikinn eftir að hafa lent illa í því þegar við vorum flengdir á heimavelli í síðasta leik, en við mættum í dag og sýndum hvað í okkur býr“ „Við vorum búnir að koma okkur í mjög góða stöðu en þessi leikur var eiginlega orðin stjórnlaus í seinni hálfleik. Það voru rauð spjöld og tvær mínútur alveg á báða bóga, hvorugt liðið var fullskipað og það var erfitt að halda kúlinu“ „Við gerðum það vel á köflum en við getum lært svolítið af þessum leik hvernig við unnum úr þessari stöðu. Við gátum gert útum leikinn fyrr og það var óþarfi að hleypa þeim svona nálægt okkur.“ sagði Stefán KA hefur unnið tvo leiki af fimm, gegn Fjölni og HK, sem eru nýliðarnir í deildinni. Stefán segir að þeir geti vel unnið liðin fyrir ofan þá í deildinni, hann tekur margt gott með sér, til að byggja á, úr þessum erfiðu leikjum og sterku sigrum gegn nýliðunum „Það er planið að vinna fleiri en bara nýliðana, en við getum líka verið ánægðir með þessa sigra því þetta voru erfiðir leikir“ sagði Stefán að lokum