Munar 371 þúsund krónum á launum varaborgarfulltrúa Björn Þorfinnsson skrifar 4. október 2019 08:00 Borgarfulltrúum fjölgaði úr 15 í 23 í síðustu kosningum. Fyrstu varaborgarfulltrúar eru átta. fréttablaðið/Stefán Fjórir af átta fyrstu varaborgafulltrúum Reykjavíkur sinna öðrum launuðum störfum með fram störfum sínum sem kjörnir fulltrúar. Starfshlutfallið er misjafnt, frá 100% og niður í 15-20%. Laun varaborgarfulltrúa eru 534.683 krónur á mánuði auk þess sem flestir fá álagsgreiðslur ofan á laun sín sem og styrk vegna starfskostnaðar. Launahæstu varaborgarfulltrúarnir eru með 771 þúsund krónur á mánuði auk 55 þúsund króna starfskostnaðar. Starf varaborgarfulltrúa er metið sem 70% starf. Alls eru átta fyrstu varaborgarfulltrúarnir á föstum launum frá Reykjavíkurborg, einn fyrir hvern flokk sem á sæti í borgarstjórn. Upplýsingarnar um önnur launuð störf er að finna í fjárhagslegri hagsmunaskrá varaborgarfulltrúanna sem hluti þeirra hefur birt opinberlega á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Þeir varaborgarfulltrúar sem ekki hafa enn birt upplýsingarnar á heimasíðu borgarinnar hyggjast allir gera það innan tíðar samkvæmt svörum við fyrirspurn Fréttablaðsins. Samkvæmt nýlegum úrskurði Persónuverndar er borgarfulltrúum ekki skylt að gefa upplýsingarnar upp heldur er hverjum og einum það í sjálfsvald sett. Ólíkt alþingismönnum þá skortir heimild í lögum til þess að gera upplýsingagjöfina að skyldu.Tveir varaborgarfulltrúar sinna fullu starfi samhliða stjórnmálunum. Annar þeirra er Diljá Ámundadóttir Zoëga, varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Er hún í fullu starfi hjá Þetta reddast ehf. Frá Reykjavíkurborg fær hún alls 725 þúsund krónur auk 55 þúsund króna starfstyrks. Hinn varaborgarfulltrúinn er Jórunn Pála Jónasdóttir frá Sjálfstæðisflokknum sem starfar sem lögmaður hjá lögmannsstofunni Rétti. Jórunn er launalægst varaborgarfulltrúa. Laun hennar skerðast vegna þess að hún situr ekki í nægilega mörgum nefndum og ráðum. Ásgerður Jóna Flosadóttir, varaborgarfulltrúi Flokks fólksins, er einnig í launuðu starfi hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Hún hefur ekki enn skilað inn hagsmunaskránni en í svari til Fréttablaðsins sagði hún um starfshlutfall sitt þar að hún væri „alltaf á vaktinni“. Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, er launahæsti varaborgarfulltrúinn ásamt Daníel Erni Arnarssyni, fulltrúa Sósíalistaflokksins, og Elínu Oddnýju Sigurðardóttur frá Vinstri grænum. Auk grunnlauna fá þau öll 190 þúsund króna álag vegna þess að þau eru þingflokksformenn sinna borgarstjórnarflokka. Þá eru þau öll varamenn í borgarráði sem þýðir greiðslur upp á 45 þúsund krónur á mánuði. Baldur er sá eini af þremenningunum sem stundar aðra launaða vinnu utan borgarstjórnar. Hann starfar sem einkaþjálfari og metur starfshlutfall sitt þar um 15-20%. Alexandra Briem frá Pírötum og nýjasti varaborgarfulltrúinn, Sigríður Arndís Jóhannesdóttir frá Samfylkingunni, eru ekki í launuðum störfum samhliða borgarstjórnarskyldum sínum.Uppfært kl.9:15Diljá Ámundadóttir Zoega hætti sem starfsmaður CCP fyrir átta árum síðan. Á skrá yfir fjárhagslega hagsmuni hennar hjá Reykjavíkurborg stendur þó enn að hún sé í 100% starfi fyrir fyrirtækið. Það verður uppfært á næstunni. Hið rétta er að Diljá starfar sem almannatengill hjá fyrirtæki sínu Þetta reddast ehf.Uppfært 18:40 Jórunn Pála Jónasdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er í 50% starfi hjá Rétti en ekki 100% eins og segir í töflu sem fylgdi frétt Fréttablaðsins í dag. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Þórdís Lóa á toppnum með 1,7 milljónir og varaborgarfulltrúar fá hálfa milljón Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er með rúma 1,7 milljón króna í heildarlaun. Þá eru heildarlaun launahæstu varaborgarfulltrúa rúmar 800 þúsund krónur. 10. september 2019 14:15 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Fleygði sér svo niður stiga svo ekki væri hægt að flytja hann úr landi „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Sjá meira
Fjórir af átta fyrstu varaborgafulltrúum Reykjavíkur sinna öðrum launuðum störfum með fram störfum sínum sem kjörnir fulltrúar. Starfshlutfallið er misjafnt, frá 100% og niður í 15-20%. Laun varaborgarfulltrúa eru 534.683 krónur á mánuði auk þess sem flestir fá álagsgreiðslur ofan á laun sín sem og styrk vegna starfskostnaðar. Launahæstu varaborgarfulltrúarnir eru með 771 þúsund krónur á mánuði auk 55 þúsund króna starfskostnaðar. Starf varaborgarfulltrúa er metið sem 70% starf. Alls eru átta fyrstu varaborgarfulltrúarnir á föstum launum frá Reykjavíkurborg, einn fyrir hvern flokk sem á sæti í borgarstjórn. Upplýsingarnar um önnur launuð störf er að finna í fjárhagslegri hagsmunaskrá varaborgarfulltrúanna sem hluti þeirra hefur birt opinberlega á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Þeir varaborgarfulltrúar sem ekki hafa enn birt upplýsingarnar á heimasíðu borgarinnar hyggjast allir gera það innan tíðar samkvæmt svörum við fyrirspurn Fréttablaðsins. Samkvæmt nýlegum úrskurði Persónuverndar er borgarfulltrúum ekki skylt að gefa upplýsingarnar upp heldur er hverjum og einum það í sjálfsvald sett. Ólíkt alþingismönnum þá skortir heimild í lögum til þess að gera upplýsingagjöfina að skyldu.Tveir varaborgarfulltrúar sinna fullu starfi samhliða stjórnmálunum. Annar þeirra er Diljá Ámundadóttir Zoëga, varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Er hún í fullu starfi hjá Þetta reddast ehf. Frá Reykjavíkurborg fær hún alls 725 þúsund krónur auk 55 þúsund króna starfstyrks. Hinn varaborgarfulltrúinn er Jórunn Pála Jónasdóttir frá Sjálfstæðisflokknum sem starfar sem lögmaður hjá lögmannsstofunni Rétti. Jórunn er launalægst varaborgarfulltrúa. Laun hennar skerðast vegna þess að hún situr ekki í nægilega mörgum nefndum og ráðum. Ásgerður Jóna Flosadóttir, varaborgarfulltrúi Flokks fólksins, er einnig í launuðu starfi hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Hún hefur ekki enn skilað inn hagsmunaskránni en í svari til Fréttablaðsins sagði hún um starfshlutfall sitt þar að hún væri „alltaf á vaktinni“. Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, er launahæsti varaborgarfulltrúinn ásamt Daníel Erni Arnarssyni, fulltrúa Sósíalistaflokksins, og Elínu Oddnýju Sigurðardóttur frá Vinstri grænum. Auk grunnlauna fá þau öll 190 þúsund króna álag vegna þess að þau eru þingflokksformenn sinna borgarstjórnarflokka. Þá eru þau öll varamenn í borgarráði sem þýðir greiðslur upp á 45 þúsund krónur á mánuði. Baldur er sá eini af þremenningunum sem stundar aðra launaða vinnu utan borgarstjórnar. Hann starfar sem einkaþjálfari og metur starfshlutfall sitt þar um 15-20%. Alexandra Briem frá Pírötum og nýjasti varaborgarfulltrúinn, Sigríður Arndís Jóhannesdóttir frá Samfylkingunni, eru ekki í launuðum störfum samhliða borgarstjórnarskyldum sínum.Uppfært kl.9:15Diljá Ámundadóttir Zoega hætti sem starfsmaður CCP fyrir átta árum síðan. Á skrá yfir fjárhagslega hagsmuni hennar hjá Reykjavíkurborg stendur þó enn að hún sé í 100% starfi fyrir fyrirtækið. Það verður uppfært á næstunni. Hið rétta er að Diljá starfar sem almannatengill hjá fyrirtæki sínu Þetta reddast ehf.Uppfært 18:40 Jórunn Pála Jónasdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er í 50% starfi hjá Rétti en ekki 100% eins og segir í töflu sem fylgdi frétt Fréttablaðsins í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Þórdís Lóa á toppnum með 1,7 milljónir og varaborgarfulltrúar fá hálfa milljón Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er með rúma 1,7 milljón króna í heildarlaun. Þá eru heildarlaun launahæstu varaborgarfulltrúa rúmar 800 þúsund krónur. 10. september 2019 14:15 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Fleygði sér svo niður stiga svo ekki væri hægt að flytja hann úr landi „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Sjá meira
Þórdís Lóa á toppnum með 1,7 milljónir og varaborgarfulltrúar fá hálfa milljón Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er með rúma 1,7 milljón króna í heildarlaun. Þá eru heildarlaun launahæstu varaborgarfulltrúa rúmar 800 þúsund krónur. 10. september 2019 14:15