Sjáum hversu langt við erum komin Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. október 2019 15:00 Jón Þór ræðir við Hlín og Söru eftir leik Íslands í haust. Fréttablaðið/Valli Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í knattspyrnu mæta Frakklandi í æfingaleik ytra í dag. Þjálfarinn á von á erfiðum leik gegn einu af sterkustu liðum heims og gerir ráð fyrir að dreifa álaginu vel enda aðeins þrír dagar í keppnisleik gegn Lettlandi í Ríga. Íslenska kvennalandsliðið mætir einu af sterkustu liðum heims í kvöld þegar Stelpurnar okkar mæta Frökkum í æfingaleik í Nimes. Leikurinn er hluti af undirbúningi Íslands fyrir leik gegn Lettlandi í undankeppni EM 2021 og flýgur íslenska liðið yfir til Lettlands strax morguninn eftir leik. Franska landsliðið komst í átta liða úrslitin á HM í sumar og féll þar úr leik gegn verðandi sigurvegurunum í bandaríska landsliðinu. Þetta verður ellefta viðureign liðanna og hefur Ísland, til þessa, unnið einn leik. Það var fyrir tólf árum þar sem Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eina mark leiksins. Síðan þá hafa liðin mæst fimm sinnum og Frakkar unnið alla leikina, þar á meðal 1-0 sigur í lokakeppni EM 2017. Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins, segist hafa úr öllum leikmannahópnum að velja en Dagný Brynjarsdóttir þarf að spila með grímu ef hún kemur við sögu eftir að hafa nefbrotnað í leik Portland Thorns um síðustu helgi. „Dagný spilar með grímu eftir að hafa nefbrotnað í leiknum um helgina. Hún hefur verið að máta grímuna á æfingum og verður klár í slaginn.“ Jón Þór tók undir að það væru ólíkir andstæðingar sem Ísland væri að fara að mæta. Franska liðið er í 3. sæti á styrkleikalista FIFA en Lettland í 92. sæti. „Þetta eru tveir mjög ólíkir andstæðingar og við þurfum að huga að því í kvöld, dreifa álaginu vel því leikmenn fá rétt nokkra tíma í endurhæfingu áður en haldið er til Lettlands. Við erum með sex skiptingar á morgun en í hreinskilni sagt væri ég gjarnan til í fleiri.“ Aðspurður sagði Jón Þór að það væri spennandi að mæta jafn sterku liði og Frakklandi. „Það er ekkert leyndarmál að franska liðið er eitt af þeim bestu í heiminum. Það er jákvætt fyrir okkur að fá að kljást við þessi bestu lið heimsins og máta okkur við þau. Við finnum að það er hugur í leikmönnunum að gera vel í kvöld,“ sagði Jón Þór. „Við teljum okkur hafa fundið veika bletti á franska liðinu og það er okkar að sækja á þá. Það eru líka margir styrkleikar sem við þurfum að kljást við og stöðva en við reynum að einbeita okkur að okkur, halda áfram okkar vegferð og sjá hversu langt við erum komin.“ Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í knattspyrnu mæta Frakklandi í æfingaleik ytra í dag. Þjálfarinn á von á erfiðum leik gegn einu af sterkustu liðum heims og gerir ráð fyrir að dreifa álaginu vel enda aðeins þrír dagar í keppnisleik gegn Lettlandi í Ríga. Íslenska kvennalandsliðið mætir einu af sterkustu liðum heims í kvöld þegar Stelpurnar okkar mæta Frökkum í æfingaleik í Nimes. Leikurinn er hluti af undirbúningi Íslands fyrir leik gegn Lettlandi í undankeppni EM 2021 og flýgur íslenska liðið yfir til Lettlands strax morguninn eftir leik. Franska landsliðið komst í átta liða úrslitin á HM í sumar og féll þar úr leik gegn verðandi sigurvegurunum í bandaríska landsliðinu. Þetta verður ellefta viðureign liðanna og hefur Ísland, til þessa, unnið einn leik. Það var fyrir tólf árum þar sem Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eina mark leiksins. Síðan þá hafa liðin mæst fimm sinnum og Frakkar unnið alla leikina, þar á meðal 1-0 sigur í lokakeppni EM 2017. Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins, segist hafa úr öllum leikmannahópnum að velja en Dagný Brynjarsdóttir þarf að spila með grímu ef hún kemur við sögu eftir að hafa nefbrotnað í leik Portland Thorns um síðustu helgi. „Dagný spilar með grímu eftir að hafa nefbrotnað í leiknum um helgina. Hún hefur verið að máta grímuna á æfingum og verður klár í slaginn.“ Jón Þór tók undir að það væru ólíkir andstæðingar sem Ísland væri að fara að mæta. Franska liðið er í 3. sæti á styrkleikalista FIFA en Lettland í 92. sæti. „Þetta eru tveir mjög ólíkir andstæðingar og við þurfum að huga að því í kvöld, dreifa álaginu vel því leikmenn fá rétt nokkra tíma í endurhæfingu áður en haldið er til Lettlands. Við erum með sex skiptingar á morgun en í hreinskilni sagt væri ég gjarnan til í fleiri.“ Aðspurður sagði Jón Þór að það væri spennandi að mæta jafn sterku liði og Frakklandi. „Það er ekkert leyndarmál að franska liðið er eitt af þeim bestu í heiminum. Það er jákvætt fyrir okkur að fá að kljást við þessi bestu lið heimsins og máta okkur við þau. Við finnum að það er hugur í leikmönnunum að gera vel í kvöld,“ sagði Jón Þór. „Við teljum okkur hafa fundið veika bletti á franska liðinu og það er okkar að sækja á þá. Það eru líka margir styrkleikar sem við þurfum að kljást við og stöðva en við reynum að einbeita okkur að okkur, halda áfram okkar vegferð og sjá hversu langt við erum komin.“
Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Sjá meira