Vill sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. október 2019 17:41 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi. Fréttablaðið/anton brink „Ég lagði hérna fram tillögu til fyrirspurnar fyrir þá sem voru hér í panel hvort í þessum sameiningarhugmyndum ætti að horfa fyrst til höfuðborgarsvæðisins, þar sem að sex sveitarfélög eru hér á afar takmörkuðu landsvæði,“ sagði Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Ég er í fullri alvöru að tala fyrir þessari hugmynd því það er náttúrulega galið að við skulum vera að reka sex sveitarfélög á þessu litla landsvæði og bera af því sexfaldan kostnað fyrir útsvarsgreiðendur. Þá er ég nú líka fyrst og fremst að hugsa um þann gríðarlega sparnað sem myndi nást með því, þó að við myndum ekki sameina nema helminginn.“ Vigdís segir að það væri hægt að fækka þessu niður í tvö eða þrjú öflug sveitarfélög. „Úr sex bæjarstjórum þá væri farið niður í tvo eða þrjá og svo framvegis, sex formenn bæjarráða, sex formenn skipulags- og samgöngusviða og svo framvegis. Svo við tölum nú ekki um fækkun bæjarfulltrúa og borgarfulltrúa. Ég er á því að það sé algjörlega galið að við borgarfulltrúar séum 23, þeim var fjölgað á síðasta kjörtímabili úr 15 í 23.“ Hún segir að kjörnir fulltrúar séu einfaldlega allt of margir og það sé of mikið að reka sex stofnanir af því sama á svona litlu svæði. Vigdís hefur mikla trú á þessari hugmynd.„Mér finnst þetta besta sparnaðartillagan sem hefur komið fram lengi og ég kem til með að tala fyrir henni áfram.“Sóun á ríkisfé Vigdís ætlar að koma þeim skilningi inn á höfuðborgarsvæðinu öllu, að ef að fólk er á móti sameiningum hér á það að hafa smá skilning á sjónarmiðum þeirra sem búa úti á landi. „Að þeir séu jafnframt á móti sameiningu hjá sér.“ Hún segir að tillagan um sameiningar minni sveitarfélaga virðist vera „við og þið“ tillaga, þar sem þvingaðar sameiningar eigi aðeins að gerast á landsbyggðinni.Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag, væri hægt að ná fram hagræðingu sem nemur allt að fimm milljörðum á ári með því að miða lágmarksíbúafjölda sveitarfélags við þúsund íbúa. Mestu munar um hagræðingu vegna kostnaðar í yfirstjórn segir höfundur nýrrar skýrslu. Þessi hagræðing gæti nýst vel til að bæta þjónustu við íbúa og greiða niður skuldir sveitarfélaga. Vigdís segir að á ráðstefnunni í dag hafi líka verið að fara yfir fjármál sveitafélaganna. „Sum eru verr stödd en önnur og er mjög ósátt við að þessum sameiningartillögum sem er verið að leggja hér til fylgi gjafapakki frá ríkinu upp á fimmtán milljarða, sem að sveitarfélögin fá við það eitt að sameinast.“ Vigdís segir að þetta sé rosaleg sóun á fé frá ríkinu.Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira
„Ég lagði hérna fram tillögu til fyrirspurnar fyrir þá sem voru hér í panel hvort í þessum sameiningarhugmyndum ætti að horfa fyrst til höfuðborgarsvæðisins, þar sem að sex sveitarfélög eru hér á afar takmörkuðu landsvæði,“ sagði Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Ég er í fullri alvöru að tala fyrir þessari hugmynd því það er náttúrulega galið að við skulum vera að reka sex sveitarfélög á þessu litla landsvæði og bera af því sexfaldan kostnað fyrir útsvarsgreiðendur. Þá er ég nú líka fyrst og fremst að hugsa um þann gríðarlega sparnað sem myndi nást með því, þó að við myndum ekki sameina nema helminginn.“ Vigdís segir að það væri hægt að fækka þessu niður í tvö eða þrjú öflug sveitarfélög. „Úr sex bæjarstjórum þá væri farið niður í tvo eða þrjá og svo framvegis, sex formenn bæjarráða, sex formenn skipulags- og samgöngusviða og svo framvegis. Svo við tölum nú ekki um fækkun bæjarfulltrúa og borgarfulltrúa. Ég er á því að það sé algjörlega galið að við borgarfulltrúar séum 23, þeim var fjölgað á síðasta kjörtímabili úr 15 í 23.“ Hún segir að kjörnir fulltrúar séu einfaldlega allt of margir og það sé of mikið að reka sex stofnanir af því sama á svona litlu svæði. Vigdís hefur mikla trú á þessari hugmynd.„Mér finnst þetta besta sparnaðartillagan sem hefur komið fram lengi og ég kem til með að tala fyrir henni áfram.“Sóun á ríkisfé Vigdís ætlar að koma þeim skilningi inn á höfuðborgarsvæðinu öllu, að ef að fólk er á móti sameiningum hér á það að hafa smá skilning á sjónarmiðum þeirra sem búa úti á landi. „Að þeir séu jafnframt á móti sameiningu hjá sér.“ Hún segir að tillagan um sameiningar minni sveitarfélaga virðist vera „við og þið“ tillaga, þar sem þvingaðar sameiningar eigi aðeins að gerast á landsbyggðinni.Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag, væri hægt að ná fram hagræðingu sem nemur allt að fimm milljörðum á ári með því að miða lágmarksíbúafjölda sveitarfélags við þúsund íbúa. Mestu munar um hagræðingu vegna kostnaðar í yfirstjórn segir höfundur nýrrar skýrslu. Þessi hagræðing gæti nýst vel til að bæta þjónustu við íbúa og greiða niður skuldir sveitarfélaga. Vigdís segir að á ráðstefnunni í dag hafi líka verið að fara yfir fjármál sveitafélaganna. „Sum eru verr stödd en önnur og er mjög ósátt við að þessum sameiningartillögum sem er verið að leggja hér til fylgi gjafapakki frá ríkinu upp á fimmtán milljarða, sem að sveitarfélögin fá við það eitt að sameinast.“ Vigdís segir að þetta sé rosaleg sóun á fé frá ríkinu.Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira