Hvort Píratar eða VG hafi betri stefnu í hryðjuverkamálum Jakob Bjarnar skrifar 3. október 2019 14:57 Félagsvísindastofnun spyr meðal annars um það hvaða stjórnmálaflokkur hafi bestu stefnuna í vörnum gegn hryðjuverkum. AP/Sam Clack Í þessu eldhúsi er verið að kokka einhvern ógeðisdrykk, segir dyggur lesandi Vísis. Hann hafði samband við ritstjórn og var ekki skemmt vegna skoðanakönnunar sem hann fékk í vikunni til úrlausnar frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Honum þótti spurningarnar hinar undarlegustu. Þar var honum meðal annars gert að taka afstöðu til spurningarinnar hvort hann myndi vilja bjarga mannslífi ef það kostaði 1,5 milljarð? Maðurinn sagðist hafa skrifað harðorða athugasemd til Félagsvísindastofnunar vegna þessa. Hann telur hugsanlegt að þarna sé einhver stjórnmálaflokkur eða samtök að fiska í gruggugum sjó því meðal þess sem spurt er um er hvaða stjórnmálaflokkur á Íslandi hann telji hafa bestu stefnu til að sporna við hryðjuverkum á Íslandi.Dæmi um úrlausnarefni fyrir þá sem tóku þátt í könnuninni.Svo eru þeir stjórnmálaflokkar sem eiga sæti á þingi taldir upp. Á almenningur, eins og málum er háttað, að hafa skoðun á því hvort VG eða Píratar hafi „betri“ stefnu í vörnum gegn hryðjuverkum? Spurði viðmælandi Vísis forviða. En, hann er í svokölluðum netpanel, rafrænu úrtaki, hópi fólks sem svarar reglulega skoðanakönnunum á netinu.Alþjóðleg könnun um afstöðu til hryðjuverka Vísir setti sig í samband við Félagsvísindastofnun og spurði hvað væri í pípunum? Fyrir svörum var sjálfur panelstjórinn Ævar Þórólfsson. Hann kannaðist við þessa tilteknu könnun en hafði hana þó ekki á sínum snærum. En, vissi þó að um var að ræða könnun sem tengdist alþjóðlegu samstarfi. Og úrtakið væri stórt eða um sex þúsund manns.Viðmælandi Vísis taldi að þarna væri heldur betur verið að fiska í gruggugum sjó.„Þetta er könnun um afstöðu fólks til hryðjuverka og allskonar mála tengdum hryðjuverkum. Ef ég man rétt er þetta lagt fyrir eins í mörgum löndum og þá fókuserað á Norðurlöndin. Þetta eru allskonar spurningar sumar sem manni finnst kannski skrítnar; hvernig á þetta við um íslenskt samfélag?“ segir Ævar. Og tekur undir með það að þessar tilteknu spurningar kunni að hljóma torkennilega í íslensk eyru.Félagsvísindastofnun framkvæmdaaðili Ævar bendir á að þegar svo háttar til, að um alþjóðlegt samstarf er að ræða þá hafi þau hjá Félagsvísindastofnuninni minni stjórn á því um hvað og hvernig væri spurt. „Við erum bara framkvæmdaaðili,“ segir Ævar sem telur víst að þessi tiltekni spurningavagn sé að til kominn vegna milligöngu einhvers kennara við Háskólann. Ævar segir að það sé mikið í gangi hjá Félagsvísindastofnun, þar séu fjórtán starfsmenn sem sinna meðal annars gerð og framkvæmd kannana sem séu tengd styrkjum sem kennarar hafi fengið, eða fyrir stofnanir og fyrirtæki. Öll verkefni eru útseld, stofnunin er ekki á fjárlögum en minna sé um það hjá Félagsvísindastofnun en öðrum fyrirtækjum á þessu sviði að stjórnmálaflokkar kaupi hjá þeim kannanir.* Uppfært 16:40Umrædd könnun tengist verkefni sem þrír fræðimenn við Félagssvið HÍ og norrænir samstarfsfélagar þeirra fengu styrk til að rannska, sem nemur 120 milljónum frá Nordforsk; áhrif hryðjuverkaógnar á borgara og einnig áhrif lagasetningar gegn hryðjuverkum á viðhorf fólks til lýðræðis og trausts á stjórnvöldum. Í tilkynningu frá Háskóla Íslands á sínum tíma kom fram að af heildarstyrk til verkefnisins komi 32,5 milljónir í hlut Háskóla Íslands, en meðal aðstandenda þess eru þau Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, Hulda Þórisdóttir, dósent í stjórnmálafræði og Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. Hryðjuverk í Evrópu Skóla - og menntamál Varnarmál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Í þessu eldhúsi er verið að kokka einhvern ógeðisdrykk, segir dyggur lesandi Vísis. Hann hafði samband við ritstjórn og var ekki skemmt vegna skoðanakönnunar sem hann fékk í vikunni til úrlausnar frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Honum þótti spurningarnar hinar undarlegustu. Þar var honum meðal annars gert að taka afstöðu til spurningarinnar hvort hann myndi vilja bjarga mannslífi ef það kostaði 1,5 milljarð? Maðurinn sagðist hafa skrifað harðorða athugasemd til Félagsvísindastofnunar vegna þessa. Hann telur hugsanlegt að þarna sé einhver stjórnmálaflokkur eða samtök að fiska í gruggugum sjó því meðal þess sem spurt er um er hvaða stjórnmálaflokkur á Íslandi hann telji hafa bestu stefnu til að sporna við hryðjuverkum á Íslandi.Dæmi um úrlausnarefni fyrir þá sem tóku þátt í könnuninni.Svo eru þeir stjórnmálaflokkar sem eiga sæti á þingi taldir upp. Á almenningur, eins og málum er háttað, að hafa skoðun á því hvort VG eða Píratar hafi „betri“ stefnu í vörnum gegn hryðjuverkum? Spurði viðmælandi Vísis forviða. En, hann er í svokölluðum netpanel, rafrænu úrtaki, hópi fólks sem svarar reglulega skoðanakönnunum á netinu.Alþjóðleg könnun um afstöðu til hryðjuverka Vísir setti sig í samband við Félagsvísindastofnun og spurði hvað væri í pípunum? Fyrir svörum var sjálfur panelstjórinn Ævar Þórólfsson. Hann kannaðist við þessa tilteknu könnun en hafði hana þó ekki á sínum snærum. En, vissi þó að um var að ræða könnun sem tengdist alþjóðlegu samstarfi. Og úrtakið væri stórt eða um sex þúsund manns.Viðmælandi Vísis taldi að þarna væri heldur betur verið að fiska í gruggugum sjó.„Þetta er könnun um afstöðu fólks til hryðjuverka og allskonar mála tengdum hryðjuverkum. Ef ég man rétt er þetta lagt fyrir eins í mörgum löndum og þá fókuserað á Norðurlöndin. Þetta eru allskonar spurningar sumar sem manni finnst kannski skrítnar; hvernig á þetta við um íslenskt samfélag?“ segir Ævar. Og tekur undir með það að þessar tilteknu spurningar kunni að hljóma torkennilega í íslensk eyru.Félagsvísindastofnun framkvæmdaaðili Ævar bendir á að þegar svo háttar til, að um alþjóðlegt samstarf er að ræða þá hafi þau hjá Félagsvísindastofnuninni minni stjórn á því um hvað og hvernig væri spurt. „Við erum bara framkvæmdaaðili,“ segir Ævar sem telur víst að þessi tiltekni spurningavagn sé að til kominn vegna milligöngu einhvers kennara við Háskólann. Ævar segir að það sé mikið í gangi hjá Félagsvísindastofnun, þar séu fjórtán starfsmenn sem sinna meðal annars gerð og framkvæmd kannana sem séu tengd styrkjum sem kennarar hafi fengið, eða fyrir stofnanir og fyrirtæki. Öll verkefni eru útseld, stofnunin er ekki á fjárlögum en minna sé um það hjá Félagsvísindastofnun en öðrum fyrirtækjum á þessu sviði að stjórnmálaflokkar kaupi hjá þeim kannanir.* Uppfært 16:40Umrædd könnun tengist verkefni sem þrír fræðimenn við Félagssvið HÍ og norrænir samstarfsfélagar þeirra fengu styrk til að rannska, sem nemur 120 milljónum frá Nordforsk; áhrif hryðjuverkaógnar á borgara og einnig áhrif lagasetningar gegn hryðjuverkum á viðhorf fólks til lýðræðis og trausts á stjórnvöldum. Í tilkynningu frá Háskóla Íslands á sínum tíma kom fram að af heildarstyrk til verkefnisins komi 32,5 milljónir í hlut Háskóla Íslands, en meðal aðstandenda þess eru þau Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, Hulda Þórisdóttir, dósent í stjórnmálafræði og Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði.
Hryðjuverk í Evrópu Skóla - og menntamál Varnarmál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira