Tíu ára fangelsi fyrir að skjóta mann á heimili hans Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2019 22:09 Allison Jean, móðir Botham, fyrir utan dómsal í Dallas í síðustu viku. Sonur hennar var 26 ára gamall og átti sér einskis ills von þegar hann var skotinn til bana í eigin íbúð. AP/Tom Fox Lögreglukona í Dallas í Bandaríkjunum var í dag dæmd í tíu ára fangelsi fyrir að hafa skotið óvopnaðan nágranna sinn til bana þegar hún fór íbúðarvillt. Kviðdómur sakfelldi konuna fyrir morð þrátt fyrir að verjendur hennar hefðu byggt á að hún hafi skotið hann í sjálfsvörn þar sem hún hafi talið sig vera í sinni eigin íbúð. Atvikið átti sér stað í september í fyrra þegar lögreglukonan Amber Guyger var á leið heim úr vinnu. Hún segist hafa farið íbúðarvillt þegar hún fór inn í íbúð á hæð beint fyrir ofan hennar eigin. Þar skaut hún Botham Jean, 26 ára gamlan endurskoðanda, til bana. Jean var óvopnaður og var að horfa á sjónvarpið þegar Guyger skaut hann. Guyger hefur sagt að hún hafi talið að Jean væri innbrotsþjófur í íbúðinni hennar. Lögmenn hennar reyndu því að byggja vörn hennar á að hún hafi verið í neyðarrétti að verja heimili sitt. Kviðdómendur höfnuðu því en ákváðu engu að síður refsingu hennar neðarlega í refsiramma sem náði í allt að 99 ár, að sögn Washington Post. Drápið á Jean varð kveikjan að mótmælum í Bandaríkjunum. Jean var svartur en Guyger hvít og kom atvikið í kjölfar hrinu tilfella þar sem hvítir lögregluþjónar skutu óvopnaða blökkumenn til bana. Bandaríkin Tengdar fréttir Lögreglukonan sem fór íbúðarvillt sakfelld fyrir morð Verjendur lögreglukonunnar byggðu meðal annars á neyðarrétti konunnar vegna þess að hún taldi sig vera í sinni eigin íbúð þegar hún skaut húsráðanda til bana. 1. október 2019 17:41 Mest lesið Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Sjá meira
Lögreglukona í Dallas í Bandaríkjunum var í dag dæmd í tíu ára fangelsi fyrir að hafa skotið óvopnaðan nágranna sinn til bana þegar hún fór íbúðarvillt. Kviðdómur sakfelldi konuna fyrir morð þrátt fyrir að verjendur hennar hefðu byggt á að hún hafi skotið hann í sjálfsvörn þar sem hún hafi talið sig vera í sinni eigin íbúð. Atvikið átti sér stað í september í fyrra þegar lögreglukonan Amber Guyger var á leið heim úr vinnu. Hún segist hafa farið íbúðarvillt þegar hún fór inn í íbúð á hæð beint fyrir ofan hennar eigin. Þar skaut hún Botham Jean, 26 ára gamlan endurskoðanda, til bana. Jean var óvopnaður og var að horfa á sjónvarpið þegar Guyger skaut hann. Guyger hefur sagt að hún hafi talið að Jean væri innbrotsþjófur í íbúðinni hennar. Lögmenn hennar reyndu því að byggja vörn hennar á að hún hafi verið í neyðarrétti að verja heimili sitt. Kviðdómendur höfnuðu því en ákváðu engu að síður refsingu hennar neðarlega í refsiramma sem náði í allt að 99 ár, að sögn Washington Post. Drápið á Jean varð kveikjan að mótmælum í Bandaríkjunum. Jean var svartur en Guyger hvít og kom atvikið í kjölfar hrinu tilfella þar sem hvítir lögregluþjónar skutu óvopnaða blökkumenn til bana.
Bandaríkin Tengdar fréttir Lögreglukonan sem fór íbúðarvillt sakfelld fyrir morð Verjendur lögreglukonunnar byggðu meðal annars á neyðarrétti konunnar vegna þess að hún taldi sig vera í sinni eigin íbúð þegar hún skaut húsráðanda til bana. 1. október 2019 17:41 Mest lesið Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Sjá meira
Lögreglukonan sem fór íbúðarvillt sakfelld fyrir morð Verjendur lögreglukonunnar byggðu meðal annars á neyðarrétti konunnar vegna þess að hún taldi sig vera í sinni eigin íbúð þegar hún skaut húsráðanda til bana. 1. október 2019 17:41