Depurð íslenskra ungmenna aukist um þriðjung Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. október 2019 18:45 Depurð hefur aukist um þriðjung meðal íslenskra ungmenna á ríflega áratug. Þetta sýnir ný íslensk rannsókn og jafnframt að það sem skýri þetta séu líklegast auknir svefnörðugleikar barnanna. Frá árinu 2006 hafa heilsa og lífskjör skólabarna á Íslandi verið markvisst rannsökuð hjá börnum í 6., 8. og 10. bekk. Niðurstöðurnar sýna að börnum sem finna mjög oft fyrir depurð hefur fjölgað frá árinu 2006 til ársins 2018 úr 5,8% í 7,6%. „Það eru svona sirka hundrað, hundrað og tuttugu fleiri krakkar í hverjum árgangi sem að segjast finna fyrir depurð á hverjum einasta degi. Þannig að það finnst okkur vera svolítið sláandi tölur. Þó að prósenturnar séu í sjálfu sér ekki stórar að þá er aukningin, hlutfallslega aukningin er mikil,“ segir Ársæll Már Arnarsson, prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Ársæll segir fylgjast þurfi vel með þróuninni. „Langvarandi geðlægð getur verið undanfari viðvarandi kvíða, þunglyndis, sjálfsvígshugsana, meiri vímuefnaneyslu þannig að við höfum verulegar áhyggjur af þessu,“ segir Ársæll. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á föstudaginn á Menntakviku. Það er ráðstefna sem menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir á sviði uppeldismála og menntavísinda. Ársæll segir ýmsa þætti hafa fylgni við depurð ungmenna. „Krakkar sem að finna fyrir mjög oft fyrir svefnörðugleikum þau eru 25 sinnum líklegri til að finna fyrir depurð daglega og krakkar frá mjög efnalitlum heimilum þau eru sömuleiðis 25 sinnum líklegri til þess að finna fyrir daglegri depurð,“ segir Ársæll. Ársæll segir aukna skjánotkun ungmenna að hluta til skýra svefnörðugleika þeirra. „Við ættum að geta náð góðum árangri ef að foreldrar taka betur á svefni barnanna sinna. Fylgjast betur með því hvort að þau séu sofandi, hvort að þau séu með tækin uppi í rúmi. Ég held að góður svefn geti leyst ótrúlega mikinn vanda bæði hjá börnum og fullorðnum,“ segir Ársæll. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Depurð hefur aukist um þriðjung meðal íslenskra ungmenna á ríflega áratug. Þetta sýnir ný íslensk rannsókn og jafnframt að það sem skýri þetta séu líklegast auknir svefnörðugleikar barnanna. Frá árinu 2006 hafa heilsa og lífskjör skólabarna á Íslandi verið markvisst rannsökuð hjá börnum í 6., 8. og 10. bekk. Niðurstöðurnar sýna að börnum sem finna mjög oft fyrir depurð hefur fjölgað frá árinu 2006 til ársins 2018 úr 5,8% í 7,6%. „Það eru svona sirka hundrað, hundrað og tuttugu fleiri krakkar í hverjum árgangi sem að segjast finna fyrir depurð á hverjum einasta degi. Þannig að það finnst okkur vera svolítið sláandi tölur. Þó að prósenturnar séu í sjálfu sér ekki stórar að þá er aukningin, hlutfallslega aukningin er mikil,“ segir Ársæll Már Arnarsson, prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Ársæll segir fylgjast þurfi vel með þróuninni. „Langvarandi geðlægð getur verið undanfari viðvarandi kvíða, þunglyndis, sjálfsvígshugsana, meiri vímuefnaneyslu þannig að við höfum verulegar áhyggjur af þessu,“ segir Ársæll. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á föstudaginn á Menntakviku. Það er ráðstefna sem menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir á sviði uppeldismála og menntavísinda. Ársæll segir ýmsa þætti hafa fylgni við depurð ungmenna. „Krakkar sem að finna fyrir mjög oft fyrir svefnörðugleikum þau eru 25 sinnum líklegri til að finna fyrir depurð daglega og krakkar frá mjög efnalitlum heimilum þau eru sömuleiðis 25 sinnum líklegri til þess að finna fyrir daglegri depurð,“ segir Ársæll. Ársæll segir aukna skjánotkun ungmenna að hluta til skýra svefnörðugleika þeirra. „Við ættum að geta náð góðum árangri ef að foreldrar taka betur á svefni barnanna sinna. Fylgjast betur með því hvort að þau séu sofandi, hvort að þau séu með tækin uppi í rúmi. Ég held að góður svefn geti leyst ótrúlega mikinn vanda bæði hjá börnum og fullorðnum,“ segir Ársæll.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira