Depurð íslenskra ungmenna aukist um þriðjung Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. október 2019 18:45 Depurð hefur aukist um þriðjung meðal íslenskra ungmenna á ríflega áratug. Þetta sýnir ný íslensk rannsókn og jafnframt að það sem skýri þetta séu líklegast auknir svefnörðugleikar barnanna. Frá árinu 2006 hafa heilsa og lífskjör skólabarna á Íslandi verið markvisst rannsökuð hjá börnum í 6., 8. og 10. bekk. Niðurstöðurnar sýna að börnum sem finna mjög oft fyrir depurð hefur fjölgað frá árinu 2006 til ársins 2018 úr 5,8% í 7,6%. „Það eru svona sirka hundrað, hundrað og tuttugu fleiri krakkar í hverjum árgangi sem að segjast finna fyrir depurð á hverjum einasta degi. Þannig að það finnst okkur vera svolítið sláandi tölur. Þó að prósenturnar séu í sjálfu sér ekki stórar að þá er aukningin, hlutfallslega aukningin er mikil,“ segir Ársæll Már Arnarsson, prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Ársæll segir fylgjast þurfi vel með þróuninni. „Langvarandi geðlægð getur verið undanfari viðvarandi kvíða, þunglyndis, sjálfsvígshugsana, meiri vímuefnaneyslu þannig að við höfum verulegar áhyggjur af þessu,“ segir Ársæll. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á föstudaginn á Menntakviku. Það er ráðstefna sem menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir á sviði uppeldismála og menntavísinda. Ársæll segir ýmsa þætti hafa fylgni við depurð ungmenna. „Krakkar sem að finna fyrir mjög oft fyrir svefnörðugleikum þau eru 25 sinnum líklegri til að finna fyrir depurð daglega og krakkar frá mjög efnalitlum heimilum þau eru sömuleiðis 25 sinnum líklegri til þess að finna fyrir daglegri depurð,“ segir Ársæll. Ársæll segir aukna skjánotkun ungmenna að hluta til skýra svefnörðugleika þeirra. „Við ættum að geta náð góðum árangri ef að foreldrar taka betur á svefni barnanna sinna. Fylgjast betur með því hvort að þau séu sofandi, hvort að þau séu með tækin uppi í rúmi. Ég held að góður svefn geti leyst ótrúlega mikinn vanda bæði hjá börnum og fullorðnum,“ segir Ársæll. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Depurð hefur aukist um þriðjung meðal íslenskra ungmenna á ríflega áratug. Þetta sýnir ný íslensk rannsókn og jafnframt að það sem skýri þetta séu líklegast auknir svefnörðugleikar barnanna. Frá árinu 2006 hafa heilsa og lífskjör skólabarna á Íslandi verið markvisst rannsökuð hjá börnum í 6., 8. og 10. bekk. Niðurstöðurnar sýna að börnum sem finna mjög oft fyrir depurð hefur fjölgað frá árinu 2006 til ársins 2018 úr 5,8% í 7,6%. „Það eru svona sirka hundrað, hundrað og tuttugu fleiri krakkar í hverjum árgangi sem að segjast finna fyrir depurð á hverjum einasta degi. Þannig að það finnst okkur vera svolítið sláandi tölur. Þó að prósenturnar séu í sjálfu sér ekki stórar að þá er aukningin, hlutfallslega aukningin er mikil,“ segir Ársæll Már Arnarsson, prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Ársæll segir fylgjast þurfi vel með þróuninni. „Langvarandi geðlægð getur verið undanfari viðvarandi kvíða, þunglyndis, sjálfsvígshugsana, meiri vímuefnaneyslu þannig að við höfum verulegar áhyggjur af þessu,“ segir Ársæll. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á föstudaginn á Menntakviku. Það er ráðstefna sem menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir á sviði uppeldismála og menntavísinda. Ársæll segir ýmsa þætti hafa fylgni við depurð ungmenna. „Krakkar sem að finna fyrir mjög oft fyrir svefnörðugleikum þau eru 25 sinnum líklegri til að finna fyrir depurð daglega og krakkar frá mjög efnalitlum heimilum þau eru sömuleiðis 25 sinnum líklegri til þess að finna fyrir daglegri depurð,“ segir Ársæll. Ársæll segir aukna skjánotkun ungmenna að hluta til skýra svefnörðugleika þeirra. „Við ættum að geta náð góðum árangri ef að foreldrar taka betur á svefni barnanna sinna. Fylgjast betur með því hvort að þau séu sofandi, hvort að þau séu með tækin uppi í rúmi. Ég held að góður svefn geti leyst ótrúlega mikinn vanda bæði hjá börnum og fullorðnum,“ segir Ársæll.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira