Miðborgir allt um kring Hildur Björnsdóttir skrifar 2. október 2019 08:00 Varanlegar göngugötur eru fyrirhugaðar í miðborg Reykjavíkur. Ágreiningur um fyrirkomulagið hefur staðið yfir um áratugaskeið. Rekstraraðilar hafa verið andvígir göngugötum, en íbúar fylgjandi. Hefðbundin verslun á undir högg að sækja hérlendis sem erlendis. Nýlegar fregnir herma að fyrstu sex mánuði ársins hafi 2.868 verslanir lagt upp laupana í Bretlandi. Mestan vöxt má finna í netverslun. Sams konar þróun má greina meðal annarra verslunarþjóða. Reynslan sýnir að hefðbundin verslun verði að bjóða jákvæða og nýstárlega upplifun, ætli hún að halda velli. Fjöldi evrópskra borga hefur skipulagt verslunargötur sem taka mið af gangandi umferð. Upplifunin hefur verið jákvæð fyrir neytandann og mætt nýjum áskorunum í verslun. Kaupmannahöfn, Stokkhólmur, Helsinki og Ósló eru nærtæk dæmi. Áform um göngugötur í borgunum mættu andstöðu í upphafi. Reynslan sýndi þó að mannlíf batnaði, verslun jókst og ánægja óx. Barselónaborg innleiddi árið 2016 nýtt skipulag sem miðar að því að hólfa borgina niður í bíllaus svæði. Bílaumferð ferðast þannig umhverfis svæðin, en innan þeirra tekur allt skipulag mið af mannvænu umhverfi. Skipulagið mætti talsverðri andstöðu í fyrstu en mælingar sýna nú mikla ánægju meðal íbúa. Áhrif á loftgæði og lýðheilsu eru jákvæð auk þess sem verslun í nærumhverfi hefur aukist um þriðjung. Með sama hætti hafa borgir á borð við París, Madríd og London þróað bíllausar verslunargötur. Berlínarborg vinnur að sams konar áformum. Borgarstjóri Lundúnaborgar hefur kynnt áform um 800 metra bíllausan kafla á Oxford-stræti. Þróunin á sér stað allt um kring. Rekstraraðilar þurfa engu að kvíða. Mælingar sýna mikla jákvæðni íbúa gagnvart breytingunum – það gildir einu hvaða borgarhluti eða aldurshópur er skoðaður – alls staðar er jákvæðnin í fyrirrúmi. Af tölunum má jafnvel spá fyrir um fjölgun heimsókna í miðborg eftir breytingar. Í síbreytilegu markaðsumhverfi ræður viðskiptavinurinn að lokum örlögum verslunar. Tölurnar sýna glöggt með hvaða hætti borgarbúar vilja þróa miðborgina – í átt að iðandi mannlífi og lifandi miðborg.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Varanlegar göngugötur eru fyrirhugaðar í miðborg Reykjavíkur. Ágreiningur um fyrirkomulagið hefur staðið yfir um áratugaskeið. Rekstraraðilar hafa verið andvígir göngugötum, en íbúar fylgjandi. Hefðbundin verslun á undir högg að sækja hérlendis sem erlendis. Nýlegar fregnir herma að fyrstu sex mánuði ársins hafi 2.868 verslanir lagt upp laupana í Bretlandi. Mestan vöxt má finna í netverslun. Sams konar þróun má greina meðal annarra verslunarþjóða. Reynslan sýnir að hefðbundin verslun verði að bjóða jákvæða og nýstárlega upplifun, ætli hún að halda velli. Fjöldi evrópskra borga hefur skipulagt verslunargötur sem taka mið af gangandi umferð. Upplifunin hefur verið jákvæð fyrir neytandann og mætt nýjum áskorunum í verslun. Kaupmannahöfn, Stokkhólmur, Helsinki og Ósló eru nærtæk dæmi. Áform um göngugötur í borgunum mættu andstöðu í upphafi. Reynslan sýndi þó að mannlíf batnaði, verslun jókst og ánægja óx. Barselónaborg innleiddi árið 2016 nýtt skipulag sem miðar að því að hólfa borgina niður í bíllaus svæði. Bílaumferð ferðast þannig umhverfis svæðin, en innan þeirra tekur allt skipulag mið af mannvænu umhverfi. Skipulagið mætti talsverðri andstöðu í fyrstu en mælingar sýna nú mikla ánægju meðal íbúa. Áhrif á loftgæði og lýðheilsu eru jákvæð auk þess sem verslun í nærumhverfi hefur aukist um þriðjung. Með sama hætti hafa borgir á borð við París, Madríd og London þróað bíllausar verslunargötur. Berlínarborg vinnur að sams konar áformum. Borgarstjóri Lundúnaborgar hefur kynnt áform um 800 metra bíllausan kafla á Oxford-stræti. Þróunin á sér stað allt um kring. Rekstraraðilar þurfa engu að kvíða. Mælingar sýna mikla jákvæðni íbúa gagnvart breytingunum – það gildir einu hvaða borgarhluti eða aldurshópur er skoðaður – alls staðar er jákvæðnin í fyrirrúmi. Af tölunum má jafnvel spá fyrir um fjölgun heimsókna í miðborg eftir breytingar. Í síbreytilegu markaðsumhverfi ræður viðskiptavinurinn að lokum örlögum verslunar. Tölurnar sýna glöggt með hvaða hætti borgarbúar vilja þróa miðborgina – í átt að iðandi mannlífi og lifandi miðborg.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun