Í bleiku á bíósýningu Downton Abbey Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. október 2019 06:00 Halla Þorvaldsdóttir. Sala á Bleiku slaufunni hófst í gær en átakið hófst formlega með sérstakri hátíðarsýningu á bíómyndinni Downton Abbey. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins hvetur alla karlmenn til að vera kjarkaða og bera slaufuna. „Hugmyndin að þessu kviknaði nú bara á góðum teymisfundi í Skógarhlíðinni. Við höfum oft haldið bleik boð og vorum að velta fyrir okkur hvað við gætum gert skemmtilegt sem höfðaði til kvenna,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. Árvekni- og fjáröflunarátak félagsins, Bleika slaufan, hófst formlega í gær. Í ár er slagorð átaksins „Þú ert ekki ein“ en áhersla er lögð á mikilvægi stuðnings og vináttu þegar konur greinast með krabbamein. Því var ákveðið að átakinu yrði hleypt af stokkunum á sérstakri bleikri sýningu á bíómyndinni Downton Abbey. Uppselt var á sýninguna í gærkvöldi en um 900 miðar seldust. Fyrir sýninguna sagðist Halla búast við mikilli og góðri orku í salnum. Hún viðurkenndi að vera mjög spennt fyrir myndinni og það yrði frábært að sjá hana í þessum góða hópi. Í ár verður aðeins breytt út af vananum og í stað nælu er Bleika slaufan hálsmen. „Þetta er tólfta árið sem við erum með sérhannaða slaufu og það var aðeins farið að ræða það hvort það væri ekki tímabært að vera með eitthvað annað en nælu,“ segir Halla. Það er Guðbjörg Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í Aurum, sem hannar Bleiku slaufuna í ár. „Við höfum verið mjög heppin með slaufurnar sem hafa verið hannaðar fyrir okkur en við erum alveg sérstaklega ánægð með þessa. Við erum sannfærð um að hún verði til þess að slaufan verði meira sýnileg en áður og fleiri gangi með hana,“ segir Halla. Hún viðurkennir að karlar hafi verið pínu feimnir við slaufuna þar sem hún sé hálsmen. „En við hvetjum þá til að vera svolítið kjarkaðir og setja slaufuna upp. Handlagnir geta líka breytt hálsmeninu í nælu með mjög lítilli fyrirhöfn.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Heilbrigðismál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Sala á Bleiku slaufunni hófst í gær en átakið hófst formlega með sérstakri hátíðarsýningu á bíómyndinni Downton Abbey. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins hvetur alla karlmenn til að vera kjarkaða og bera slaufuna. „Hugmyndin að þessu kviknaði nú bara á góðum teymisfundi í Skógarhlíðinni. Við höfum oft haldið bleik boð og vorum að velta fyrir okkur hvað við gætum gert skemmtilegt sem höfðaði til kvenna,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. Árvekni- og fjáröflunarátak félagsins, Bleika slaufan, hófst formlega í gær. Í ár er slagorð átaksins „Þú ert ekki ein“ en áhersla er lögð á mikilvægi stuðnings og vináttu þegar konur greinast með krabbamein. Því var ákveðið að átakinu yrði hleypt af stokkunum á sérstakri bleikri sýningu á bíómyndinni Downton Abbey. Uppselt var á sýninguna í gærkvöldi en um 900 miðar seldust. Fyrir sýninguna sagðist Halla búast við mikilli og góðri orku í salnum. Hún viðurkenndi að vera mjög spennt fyrir myndinni og það yrði frábært að sjá hana í þessum góða hópi. Í ár verður aðeins breytt út af vananum og í stað nælu er Bleika slaufan hálsmen. „Þetta er tólfta árið sem við erum með sérhannaða slaufu og það var aðeins farið að ræða það hvort það væri ekki tímabært að vera með eitthvað annað en nælu,“ segir Halla. Það er Guðbjörg Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í Aurum, sem hannar Bleiku slaufuna í ár. „Við höfum verið mjög heppin með slaufurnar sem hafa verið hannaðar fyrir okkur en við erum alveg sérstaklega ánægð með þessa. Við erum sannfærð um að hún verði til þess að slaufan verði meira sýnileg en áður og fleiri gangi með hana,“ segir Halla. Hún viðurkennir að karlar hafi verið pínu feimnir við slaufuna þar sem hún sé hálsmen. „En við hvetjum þá til að vera svolítið kjarkaðir og setja slaufuna upp. Handlagnir geta líka breytt hálsmeninu í nælu með mjög lítilli fyrirhöfn.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Heilbrigðismál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira