Í bleiku á bíósýningu Downton Abbey Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. október 2019 06:00 Halla Þorvaldsdóttir. Sala á Bleiku slaufunni hófst í gær en átakið hófst formlega með sérstakri hátíðarsýningu á bíómyndinni Downton Abbey. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins hvetur alla karlmenn til að vera kjarkaða og bera slaufuna. „Hugmyndin að þessu kviknaði nú bara á góðum teymisfundi í Skógarhlíðinni. Við höfum oft haldið bleik boð og vorum að velta fyrir okkur hvað við gætum gert skemmtilegt sem höfðaði til kvenna,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. Árvekni- og fjáröflunarátak félagsins, Bleika slaufan, hófst formlega í gær. Í ár er slagorð átaksins „Þú ert ekki ein“ en áhersla er lögð á mikilvægi stuðnings og vináttu þegar konur greinast með krabbamein. Því var ákveðið að átakinu yrði hleypt af stokkunum á sérstakri bleikri sýningu á bíómyndinni Downton Abbey. Uppselt var á sýninguna í gærkvöldi en um 900 miðar seldust. Fyrir sýninguna sagðist Halla búast við mikilli og góðri orku í salnum. Hún viðurkenndi að vera mjög spennt fyrir myndinni og það yrði frábært að sjá hana í þessum góða hópi. Í ár verður aðeins breytt út af vananum og í stað nælu er Bleika slaufan hálsmen. „Þetta er tólfta árið sem við erum með sérhannaða slaufu og það var aðeins farið að ræða það hvort það væri ekki tímabært að vera með eitthvað annað en nælu,“ segir Halla. Það er Guðbjörg Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í Aurum, sem hannar Bleiku slaufuna í ár. „Við höfum verið mjög heppin með slaufurnar sem hafa verið hannaðar fyrir okkur en við erum alveg sérstaklega ánægð með þessa. Við erum sannfærð um að hún verði til þess að slaufan verði meira sýnileg en áður og fleiri gangi með hana,“ segir Halla. Hún viðurkennir að karlar hafi verið pínu feimnir við slaufuna þar sem hún sé hálsmen. „En við hvetjum þá til að vera svolítið kjarkaðir og setja slaufuna upp. Handlagnir geta líka breytt hálsmeninu í nælu með mjög lítilli fyrirhöfn.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Sjá meira
Sala á Bleiku slaufunni hófst í gær en átakið hófst formlega með sérstakri hátíðarsýningu á bíómyndinni Downton Abbey. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins hvetur alla karlmenn til að vera kjarkaða og bera slaufuna. „Hugmyndin að þessu kviknaði nú bara á góðum teymisfundi í Skógarhlíðinni. Við höfum oft haldið bleik boð og vorum að velta fyrir okkur hvað við gætum gert skemmtilegt sem höfðaði til kvenna,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. Árvekni- og fjáröflunarátak félagsins, Bleika slaufan, hófst formlega í gær. Í ár er slagorð átaksins „Þú ert ekki ein“ en áhersla er lögð á mikilvægi stuðnings og vináttu þegar konur greinast með krabbamein. Því var ákveðið að átakinu yrði hleypt af stokkunum á sérstakri bleikri sýningu á bíómyndinni Downton Abbey. Uppselt var á sýninguna í gærkvöldi en um 900 miðar seldust. Fyrir sýninguna sagðist Halla búast við mikilli og góðri orku í salnum. Hún viðurkenndi að vera mjög spennt fyrir myndinni og það yrði frábært að sjá hana í þessum góða hópi. Í ár verður aðeins breytt út af vananum og í stað nælu er Bleika slaufan hálsmen. „Þetta er tólfta árið sem við erum með sérhannaða slaufu og það var aðeins farið að ræða það hvort það væri ekki tímabært að vera með eitthvað annað en nælu,“ segir Halla. Það er Guðbjörg Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í Aurum, sem hannar Bleiku slaufuna í ár. „Við höfum verið mjög heppin með slaufurnar sem hafa verið hannaðar fyrir okkur en við erum alveg sérstaklega ánægð með þessa. Við erum sannfærð um að hún verði til þess að slaufan verði meira sýnileg en áður og fleiri gangi með hana,“ segir Halla. Hún viðurkennir að karlar hafi verið pínu feimnir við slaufuna þar sem hún sé hálsmen. „En við hvetjum þá til að vera svolítið kjarkaðir og setja slaufuna upp. Handlagnir geta líka breytt hálsmeninu í nælu með mjög lítilli fyrirhöfn.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Sjá meira