Vill rannsókn vegna niðurfærslu gengis hjá sjóðum Gamma Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. október 2019 18:30 Fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, tapa tæpum þremur milljörðum króna vegna niðurfærslu á gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma. Þá hefur þetta neikvæð áhrif á afkomu tryggingafélaga. Nýir stjórnendur Gamma segja ástæðuna meðal annars vera endurmat eigna og hærri byggingakostnað. Formaður VR vill að fram fari rannsókn. Kvika banki undirritaði samning um kaup á Gamma í nóvember á síðasta ári. Forstjóri Kviku sagði félagið öflugt sjóðstýringafélag og forstjóri Gamma lofaði félagið fyrir árangurinn. Kaupin fóru síðan í gegn í mars á þessu ári. Í gær sendi bankinn frá sér tilkynningu um að staða tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma þ.e. Gamma:Novus og Gamma:Anglia væri umtalsvert verri en gert hefði verið ráð fyrir. Gamma:Novus heldur utan um fasteignafélagið Upphaf sem er í eigu lífeyrissjóða og fagfjárfesta.Og þar hefur staðan hefur versnað svo um munar en í skuldabréfaútboði sem fór fram í vor kom fram að gengi félagsins væri metið 183,7 og virðið 3,7 milljarðar. Í gær var það fært niður í tvo og virðið í 40 milljónir króna: Gengi Gamma:Anglia var áður metið 105 og virðið um 17 milljónir punda eða um 2,6 milljarðar miðað við gengi dagsins en var í gær fært niður í 55 og virðið fór í tæpa einn komma fimm milljarða króna. Félagið hefur fjárfest í fasteignaþróun á Bretlandi. Fagfjárfestar hafa því tapað um þremur milljörðum króna á niðurfærslu Gamma:Novus og Gamma:Anglia. Tvö Tryggingafélög sem eru að stórum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða sendu frá sér afkomuviðvaranir í Kauphöll í gær vegna niðurfærslu Gamma Novus en þau tóku bæði þátt í skuldabréfaútboði félagsins í vor. Í tilkynningu TM kom fram að færa þyrfti niður fjáfestingartekjur vegna gengi Gamma Novus og hjá Sjóvá kom það sama fram. Nýir stjórnendur tóku við hjá Gamma í gær og samkvæmt upplýsingum þaðan er ástæðan fyrir niðurfærslunni meðal annars sú byggingaverkefni eru komin skemur á veg en fram hafði komið og verð á eignum sjóðsins hefur lækkað.Iðgjöld tryggingafélaga gætu hækkað Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að málið geti haft áhrif víða. „Þarna eru gríðarlega miklir hagsmunir undir, lífeyrissjóðanna, sjóðsfélaga og viðskiptavina tryggingafélaganna. En það hefur komið í ljós þegar slæmt árferði hefur verið í fjárfestingum tryggingafélaganna þá hafa þau hækkað iðgjöld og þar að leiðandi hefur það áhrif á félagsmenn okkar og þar eru nú eitt stykki lífskjarasamningar undir,“ segir Ragnar. Hann telur að lífeyrissjóðirnir geti tapað umtalsverðum fjármunum á fjárfestingu í Gamma:Novus og Gamma:Anglia. „Það virðist vera svipuð rakspýralykt af þessum málum og mörgum eftirhrunsmálum sem voru til rannsóknar þar sem voru teknir ýmsir snúningar. Það verður fróðlegt að vita hvað var í gangi þarna inni. Það er eitthvað meira en lítið að þarna og það kallar á rannsókn ef ekki lögreglurannsókn. Ég tel að stjórnendur Tryggingafélaganna eigi að fara fram á slíkt ef ekki þá er spurning hvort að Lífeyrissjóður verslunarmanna taki við keflinu en ég hef óskað eftir því að þetta mál verði tekið fyrir á vettvangi sjóðsins,“ segir Ragnar. GAMMA Lífeyrissjóðir Tryggingar Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, tapa tæpum þremur milljörðum króna vegna niðurfærslu á gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma. Þá hefur þetta neikvæð áhrif á afkomu tryggingafélaga. Nýir stjórnendur Gamma segja ástæðuna meðal annars vera endurmat eigna og hærri byggingakostnað. Formaður VR vill að fram fari rannsókn. Kvika banki undirritaði samning um kaup á Gamma í nóvember á síðasta ári. Forstjóri Kviku sagði félagið öflugt sjóðstýringafélag og forstjóri Gamma lofaði félagið fyrir árangurinn. Kaupin fóru síðan í gegn í mars á þessu ári. Í gær sendi bankinn frá sér tilkynningu um að staða tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma þ.e. Gamma:Novus og Gamma:Anglia væri umtalsvert verri en gert hefði verið ráð fyrir. Gamma:Novus heldur utan um fasteignafélagið Upphaf sem er í eigu lífeyrissjóða og fagfjárfesta.Og þar hefur staðan hefur versnað svo um munar en í skuldabréfaútboði sem fór fram í vor kom fram að gengi félagsins væri metið 183,7 og virðið 3,7 milljarðar. Í gær var það fært niður í tvo og virðið í 40 milljónir króna: Gengi Gamma:Anglia var áður metið 105 og virðið um 17 milljónir punda eða um 2,6 milljarðar miðað við gengi dagsins en var í gær fært niður í 55 og virðið fór í tæpa einn komma fimm milljarða króna. Félagið hefur fjárfest í fasteignaþróun á Bretlandi. Fagfjárfestar hafa því tapað um þremur milljörðum króna á niðurfærslu Gamma:Novus og Gamma:Anglia. Tvö Tryggingafélög sem eru að stórum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða sendu frá sér afkomuviðvaranir í Kauphöll í gær vegna niðurfærslu Gamma Novus en þau tóku bæði þátt í skuldabréfaútboði félagsins í vor. Í tilkynningu TM kom fram að færa þyrfti niður fjáfestingartekjur vegna gengi Gamma Novus og hjá Sjóvá kom það sama fram. Nýir stjórnendur tóku við hjá Gamma í gær og samkvæmt upplýsingum þaðan er ástæðan fyrir niðurfærslunni meðal annars sú byggingaverkefni eru komin skemur á veg en fram hafði komið og verð á eignum sjóðsins hefur lækkað.Iðgjöld tryggingafélaga gætu hækkað Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að málið geti haft áhrif víða. „Þarna eru gríðarlega miklir hagsmunir undir, lífeyrissjóðanna, sjóðsfélaga og viðskiptavina tryggingafélaganna. En það hefur komið í ljós þegar slæmt árferði hefur verið í fjárfestingum tryggingafélaganna þá hafa þau hækkað iðgjöld og þar að leiðandi hefur það áhrif á félagsmenn okkar og þar eru nú eitt stykki lífskjarasamningar undir,“ segir Ragnar. Hann telur að lífeyrissjóðirnir geti tapað umtalsverðum fjármunum á fjárfestingu í Gamma:Novus og Gamma:Anglia. „Það virðist vera svipuð rakspýralykt af þessum málum og mörgum eftirhrunsmálum sem voru til rannsóknar þar sem voru teknir ýmsir snúningar. Það verður fróðlegt að vita hvað var í gangi þarna inni. Það er eitthvað meira en lítið að þarna og það kallar á rannsókn ef ekki lögreglurannsókn. Ég tel að stjórnendur Tryggingafélaganna eigi að fara fram á slíkt ef ekki þá er spurning hvort að Lífeyrissjóður verslunarmanna taki við keflinu en ég hef óskað eftir því að þetta mál verði tekið fyrir á vettvangi sjóðsins,“ segir Ragnar.
GAMMA Lífeyrissjóðir Tryggingar Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira