Handbolti

Seinni bylgjan: Leikmennirnir sem eiga mest inni og hvaða lið er draumaliðið að þjálfa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þríeykið í þætti gærkvöldsins.
Þríeykið í þætti gærkvöldsins. vísir/skjáskot
Lokaskotið var á sínum stað í þætti Seinni bylgjunnar í gærkvöldi er Henry Birgir Gunnarsson og spekingar hans gerðu upp 4. umferðina í Olís-deild karla.

Að venju voru spekingarnir spurðir þriggja spurninga og þeir fengu fyrst spurninguna um hvort að HK eða Fram yrði fyrr til þess að vinna leiki.

Bæði eru þau án stiga en Guðlaugur sagði að það yrði Fram en Jóhann Gunnar sagði að þau myndu bæði vinna í næstu umferð. Næst voru spjótin beind að þeim sem hafa valdið vonbrigðum á leiktíðinni.

„Mér finnst Ari Magnús eiga helling inni, Anton Rúnarsson er að tapa of mörgum boltum, Ólafur Ægir á helling inni. Þetta er fyrsta sem mér dettur í hug og svo eru rosalega margir í Stjörnunni,“ sagði Jóhann Gunnar.

„Það er erfitt að koma inn á eftir Jóa því hann talar svo mikið. Þetta er ekki í fyrsta sinn í kvöld sem hann talar bara í þrjár mínútur og ég þarf að loka á fimmtán sekúndum,“ sagði Guðlaugur Arnarsson og brosti við tönn.

Þriðja og síðasta spurningin var svo hvaða lið væri draumaliðið til þess að þjálfa á þessari leiktíð í Olís-deildinni og Guðlaugur tók við þeim bolta.

„Ef þú horfir út frá gæðum leikmanna þá er FH-liðið sé það lið sem er gaman að þjálfa. Ég hef reynslu að þjálfa Val sem er virkilega skemmtilegur og krefjandi hópur.“

„FH-liðið er rosalega vel mannað og ég held að það sé gaman að reyna ná árangri með þetta lið. Ég hugsa að það sé skemmtilegast að þjálfa HK. Þeir eru hungraðastir og viljugastir. Þú getur mætt með hvaða æfingu sem er og það eru mikil átök og vilji.“

Innslagið má sjá hér að neðan.



Klippa: Seinni bylgjan: Lokaskotið

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×