Handbolti

ÍR með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir: Fjórði sigurleikurinn á síðustu leiktíð kom 17. desember

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarni Fritzson er þjálfari ÍR.
Bjarni Fritzson er þjálfari ÍR. vísir/vilhelm
ÍR hefur byrjað af miklum krafti í Olís-deild karla en Breiðhyltingar eru með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir.

ÍR fór norður yfir heiðar og vann góðan útisigur á KA í KA-heimilinu, 33-27, en ÍR var einu marki undir er flautað var til leikhlés.

Bjarni Fritzon og lærisveinar hafa því unnið Fjölni, Selfoss, HK og KA í fyrstu fjórum leikjunum en ef litið er til síðasta tímabils er afrekið nokkuð merkilegt.

ÍR þurfti nefnilega að bíða allt þangað til í 13. umferð eftir fjórða sigrinum í fyrra en hann fór fram 17. desember.

Þeir voru því 78 dögum fljótari að vinna fjóra leiki þetta tímabilið. Þeir voru einungis með tvö stig á síðustu leiktíð eftir fjóra leiki og tímabilið þar á undan með sex stig.

ÍR mætir Stjörnunni á mánudaginn en Stjarnan er hins vegar bara með eitt stig eftir fyrstu leikina fjóra.

Fyrstu fjórir leikir síðustu þrjú tímabil hjá ÍR:

2019-20 4 sigrar (8 stig, +22) - 1. sæti

2018-19 1 sigur (2 stig, -9) - 11. sæti

2017-18 3 sigrar (6 stig, +32) - 4. sæti




Fleiri fréttir

Sjá meira


×