Þingeyingar vilja rök fyrir tilnefningu sveitarfélaga í fiskeldisnefnd Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. október 2019 07:00 Sjókvíaeldi í Súgandafirði. Nordicphotos/Getty Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar vill skýringar frá stjórn Sambands sveitarfélaga á tilnefningum hennar í samráðsnefnd sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. Stjórn Sambands sveitarfélaga samþykkti 30. ágúst síðastliðinn að tilnefna Sigríði Ólöfu Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, eða Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóra í Fjarðabyggð, sem fulltrúa sambandsins í samráðsnefndina. Lætur stjórnin ráðherra það eftir að ákveða hvort þeirra verður fyrir valinu og að það þeirra sem ráðherra velur ekki sem aðalmann verði þá varamaður hins. Þau Sigríður Ólöf og Karl Óttar eru bæði úr sjókvíaeldishéruðum. Vestfjarðastofa hefur unnið að framgangi sjókvíaeldis. „Þar sem ekki verður séð á ályktunum Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga undanfarin ár að afstaða hafi verið tekin með laxeldi í sjókvíum við Ísland óskar sveitarstjórn eftir rökstuðningi stjórnar sambandsins fyrir því af hverju viðkomandi fulltrúar voru tilnefndir í samráðsnefnd um fiskeldi fyrir hönd sambandsins,“ segir í bókun sveitarstjórnar Þingeyinga. „Hagsmunir sveitarfélaga í þessu máli eru mismunandi og því mikilvægt að hlutleysis sé gætt,“ undirstrikar sveitarstjórnin. „Veiðar á villtum laxi er mikilvægur atvinnuvegur í Þingeyjarsveit og fleiri sveitarfélögum. Það er að mati sveitarstjórnar ekki hægt að sjá að í þeim áformum sem fyrir liggja um laxeldi í sjó við Ísland muni villtir laxastofnar njóta vafans með nógu óyggjandi hætti.“ Aðrir sem sem eiga fulltrúa í samráðsnefndinni eru sjávarútvegsráðherra sjálfur, sem skipar formann, Hafrannsóknastofnun, Samtök fiskeldisfyrirtækja, Landssamband veiðifélaga og umhverfis- og auðlindaráðherra. Hlutverk nefndarinnar er að vera ráðherra til ráðgjafar, meðal annars varðandi áhættumat erfðablöndunar. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Sveitarstjórnarmál Þingeyjarsveit Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar vill skýringar frá stjórn Sambands sveitarfélaga á tilnefningum hennar í samráðsnefnd sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. Stjórn Sambands sveitarfélaga samþykkti 30. ágúst síðastliðinn að tilnefna Sigríði Ólöfu Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, eða Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóra í Fjarðabyggð, sem fulltrúa sambandsins í samráðsnefndina. Lætur stjórnin ráðherra það eftir að ákveða hvort þeirra verður fyrir valinu og að það þeirra sem ráðherra velur ekki sem aðalmann verði þá varamaður hins. Þau Sigríður Ólöf og Karl Óttar eru bæði úr sjókvíaeldishéruðum. Vestfjarðastofa hefur unnið að framgangi sjókvíaeldis. „Þar sem ekki verður séð á ályktunum Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga undanfarin ár að afstaða hafi verið tekin með laxeldi í sjókvíum við Ísland óskar sveitarstjórn eftir rökstuðningi stjórnar sambandsins fyrir því af hverju viðkomandi fulltrúar voru tilnefndir í samráðsnefnd um fiskeldi fyrir hönd sambandsins,“ segir í bókun sveitarstjórnar Þingeyinga. „Hagsmunir sveitarfélaga í þessu máli eru mismunandi og því mikilvægt að hlutleysis sé gætt,“ undirstrikar sveitarstjórnin. „Veiðar á villtum laxi er mikilvægur atvinnuvegur í Þingeyjarsveit og fleiri sveitarfélögum. Það er að mati sveitarstjórnar ekki hægt að sjá að í þeim áformum sem fyrir liggja um laxeldi í sjó við Ísland muni villtir laxastofnar njóta vafans með nógu óyggjandi hætti.“ Aðrir sem sem eiga fulltrúa í samráðsnefndinni eru sjávarútvegsráðherra sjálfur, sem skipar formann, Hafrannsóknastofnun, Samtök fiskeldisfyrirtækja, Landssamband veiðifélaga og umhverfis- og auðlindaráðherra. Hlutverk nefndarinnar er að vera ráðherra til ráðgjafar, meðal annars varðandi áhættumat erfðablöndunar.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Sveitarstjórnarmál Þingeyjarsveit Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira