Þingeyingar vilja rök fyrir tilnefningu sveitarfélaga í fiskeldisnefnd Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. október 2019 07:00 Sjókvíaeldi í Súgandafirði. Nordicphotos/Getty Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar vill skýringar frá stjórn Sambands sveitarfélaga á tilnefningum hennar í samráðsnefnd sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. Stjórn Sambands sveitarfélaga samþykkti 30. ágúst síðastliðinn að tilnefna Sigríði Ólöfu Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, eða Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóra í Fjarðabyggð, sem fulltrúa sambandsins í samráðsnefndina. Lætur stjórnin ráðherra það eftir að ákveða hvort þeirra verður fyrir valinu og að það þeirra sem ráðherra velur ekki sem aðalmann verði þá varamaður hins. Þau Sigríður Ólöf og Karl Óttar eru bæði úr sjókvíaeldishéruðum. Vestfjarðastofa hefur unnið að framgangi sjókvíaeldis. „Þar sem ekki verður séð á ályktunum Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga undanfarin ár að afstaða hafi verið tekin með laxeldi í sjókvíum við Ísland óskar sveitarstjórn eftir rökstuðningi stjórnar sambandsins fyrir því af hverju viðkomandi fulltrúar voru tilnefndir í samráðsnefnd um fiskeldi fyrir hönd sambandsins,“ segir í bókun sveitarstjórnar Þingeyinga. „Hagsmunir sveitarfélaga í þessu máli eru mismunandi og því mikilvægt að hlutleysis sé gætt,“ undirstrikar sveitarstjórnin. „Veiðar á villtum laxi er mikilvægur atvinnuvegur í Þingeyjarsveit og fleiri sveitarfélögum. Það er að mati sveitarstjórnar ekki hægt að sjá að í þeim áformum sem fyrir liggja um laxeldi í sjó við Ísland muni villtir laxastofnar njóta vafans með nógu óyggjandi hætti.“ Aðrir sem sem eiga fulltrúa í samráðsnefndinni eru sjávarútvegsráðherra sjálfur, sem skipar formann, Hafrannsóknastofnun, Samtök fiskeldisfyrirtækja, Landssamband veiðifélaga og umhverfis- og auðlindaráðherra. Hlutverk nefndarinnar er að vera ráðherra til ráðgjafar, meðal annars varðandi áhættumat erfðablöndunar. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Sveitarstjórnarmál Þingeyjarsveit Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar vill skýringar frá stjórn Sambands sveitarfélaga á tilnefningum hennar í samráðsnefnd sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. Stjórn Sambands sveitarfélaga samþykkti 30. ágúst síðastliðinn að tilnefna Sigríði Ólöfu Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, eða Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóra í Fjarðabyggð, sem fulltrúa sambandsins í samráðsnefndina. Lætur stjórnin ráðherra það eftir að ákveða hvort þeirra verður fyrir valinu og að það þeirra sem ráðherra velur ekki sem aðalmann verði þá varamaður hins. Þau Sigríður Ólöf og Karl Óttar eru bæði úr sjókvíaeldishéruðum. Vestfjarðastofa hefur unnið að framgangi sjókvíaeldis. „Þar sem ekki verður séð á ályktunum Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga undanfarin ár að afstaða hafi verið tekin með laxeldi í sjókvíum við Ísland óskar sveitarstjórn eftir rökstuðningi stjórnar sambandsins fyrir því af hverju viðkomandi fulltrúar voru tilnefndir í samráðsnefnd um fiskeldi fyrir hönd sambandsins,“ segir í bókun sveitarstjórnar Þingeyinga. „Hagsmunir sveitarfélaga í þessu máli eru mismunandi og því mikilvægt að hlutleysis sé gætt,“ undirstrikar sveitarstjórnin. „Veiðar á villtum laxi er mikilvægur atvinnuvegur í Þingeyjarsveit og fleiri sveitarfélögum. Það er að mati sveitarstjórnar ekki hægt að sjá að í þeim áformum sem fyrir liggja um laxeldi í sjó við Ísland muni villtir laxastofnar njóta vafans með nógu óyggjandi hætti.“ Aðrir sem sem eiga fulltrúa í samráðsnefndinni eru sjávarútvegsráðherra sjálfur, sem skipar formann, Hafrannsóknastofnun, Samtök fiskeldisfyrirtækja, Landssamband veiðifélaga og umhverfis- og auðlindaráðherra. Hlutverk nefndarinnar er að vera ráðherra til ráðgjafar, meðal annars varðandi áhættumat erfðablöndunar.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Sveitarstjórnarmál Þingeyjarsveit Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira