Ábending um hvarf Geirfinns er enn til rannsóknar í Eyjum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. október 2019 06:00 Leitað var mjög víða að báðum mönnum, meðal annars í Hafnarfjarðarhrauni. Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Settur ríkissaksóknari vísaði ábendingu um afdrif Geirfinns Einarssonar til frekari rannsóknar og meðferðar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þar er málið enn og unnið að gagnaöflun. Teknar voru skýrslur af tveimur vitnum 2016 um meinta atburði í Vestmannaeyjum daginn eftir hvarf Geirfinns í Keflavík. Halla Bergþóra Björnsdóttir, settur ríkissaksóknari, sem falið var fyrr á árinu að taka afstöðu til rannsókna á tveimur ábendingum varðandi afdrif Guðmundar og Geirfinns Einarssona, hefur vísað ábendingu um hvarf Geirfinns til frekari rannsóknar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. „Málið er enn í rannsókn,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Rannsóknin sé tafsöm vegna þess hve gamalt málið er en gagnaöflun standi yfir. Hún vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Ábendingin kom frá manni sem bar að hafa séð þrjá menn koma á smábáti til hafnar í Vestmannaeyjum 20. nóvember 1974, daginn eftir að Geirfinnur hvarf í Keflavík. Tveir þeirra hafi leitt þann þriðja á milli sín sem hafi verið máttfarinn og virst rænulítill. Þeir hafi komið inn í verbúð þar sem sjónarvotturinn var staddur og dvalið þar dágóðan tíma í lokuðu herbergi með leyfi kokksins í mötuneyti fyrirtækisins, þar til þeir gengu aftur sömu leið til hafnar og um borð í trilluna. Nokkru síðar hafi trillan aftur komið að bryggju og mennirnir tveir stigið frá borði. Þann máttfarna hafi hann ekki séð aftur. Mennina tvo hafi hann ekki séð aftur fyrr en nærri tveimur áratugum síðar austur á landi þar sem annar þeirra hafi verið að vinna í tengslum við lagningu háspennulínu fyrir Landsvirkjun. Lögregla tók skýrslu af manninum og fyrrverandi sambýliskonu hans sem bar um líflátshótun sem þeim hefði borist símleiðis eftir umrædda atburði.Rannsókn á nýrri ábendingu um afdrif Guðmundar hætt Halla Bergþóra hefur haft með höndum athugun á ábendingum sem bárust lögreglu á árunum 2015 og 2016 um afdrif bæði Guðmundar og Geirfinns Einarssona. Vegna vensla við þáverandi rannsóknaraðila málsins lýsti Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sig vanhæfa til að taka afstöðu til ábendinganna og setti ráðherra Höllu Bergþóru til verksins fyrr á þessu ári.Halla Bergþóra Björnsdóttir, settur ríkissaksóknari.Það er mat Höllu Bergþóru að meðferð ábendingar sem barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu árið 2015 um hvarf Guðmundar hafi lokið á árinu 2016 og rannsókn verið hætt. Ábendingin sem telst nú fullrannsökuð varðar mann sem var handtekinn og yfirheyrður í júní 2016 í kjölfar framburðar vitnis sem gaf sig fram við lögreglu. Vitnið er fyrrverandi sambýliskona mannsins og skýrði hún frá því að hún hefði verið farþegi í bíl undir hans stjórn þegar ekið var á Guðmund Einarsson aðfaranótt 27. janúar 1974. Hún hafi setið í aftursæti og vinur sambýlismannsins frammi í. Eftir ákeyrsluna hafi Guðmundur verið tekinn upp í bílinn. Henni hafi verið ekið heim en mjög hafi verið dregið af Guðmundi þegar hún yfirgaf bílinn við heimili sitt. Maðurinn neitaði þessu staðfastlega í yfirheyrslu en aðspurður um samskipti við rannsóknarlögregluna á þessum tíma svaraði hann því til að hann hefði sífellt verið að ljúga í þá sögum á þessum tíma. Þetta var ekki í eina skiptið sem umræddur einstaklingur blandaði sér í Guðmundar- og Geirfinnsmál. Í úrskurði endurupptökunefndar er vísað til skýrslu frá vorinu 1978 þar sem hann segir lögreglunni á Selfossi og fulltrúa sýslumanns að bæði Guðmundur og Geirfinnur séu grafnir í húsagarði í Reykjavík, það hafi hann eftir Kristjáni Viðari sem hafi sýnt sér staðinn þegar þeir struku saman af Litla-Hrauni áður en Kristján Viðar var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna Guðmundarmálsins. Maðurinn benti á bakgarð við Grettisgötu. Í skýrslunni komi fram að upphaflega hefði hann ekki viljað skýra frá þessu nema hann fengi að vera viðstaddur uppgröftinn. Svo snerist honum hugur og hann neitaði að staðfesta vitneskju sína nema hann fengi reynslulausn. Í úrskurði endurupptökunefndar um endurupptöku Hæstaréttardómsins í málinu kemur fram að gögn sem lögð hafi verið fyrir nefndina bendi sérstaklega til að þessi sami maður og fyrrnefnd ábending lýtur að „hafi veitt lögreglu upplýsingar sem leiddu til þess að grunur beindist að dómfelldu um aðild að hvarfi Guðmundar. [Hann] hafði verið í afplánun refsidóms á Litla-Hrauni og hafði verið þar með dómfellda Kristjáni Viðari. Það hvernig staðið var að hléi á afplánun refsidóms [mannsins] og rannsókn nýs brots, sem hann gerði sig strax sekan um í kjölfarið og játaði að hafa framið, gefur sterklega til kynna að hann hafi veitt þessar upplýsingar í því skyni að sleppa betur frá sínum eigin afbrotum.“ Sem fyrr segir er niðurstaða setts saksóknara að rannsókn á þessum þætti hafi lokið hjá lögreglu 2016. „Komi fram einhverjar nýjar upp lýsingar í málinu síðar verður það mat lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og ríkissaksóknara hvort rannsókn verði opnuð að nýju,“ segir Halla Bergþóra, settur saksóknari. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Lögreglumál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00 Svimaði við lestur greinargerðar ríkislögmanns Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar segir ríkið ekki fylgja reglum hins siðaða samfélags í málsvörn sinni gagnvart kröfum Guðjóns um bætur vegna ólöglegrar frelsissviptingar hans í Geirfinnsmálinu. 20. september 2019 21:00 Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Settur ríkissaksóknari vísaði ábendingu um afdrif Geirfinns Einarssonar til frekari rannsóknar og meðferðar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þar er málið enn og unnið að gagnaöflun. Teknar voru skýrslur af tveimur vitnum 2016 um meinta atburði í Vestmannaeyjum daginn eftir hvarf Geirfinns í Keflavík. Halla Bergþóra Björnsdóttir, settur ríkissaksóknari, sem falið var fyrr á árinu að taka afstöðu til rannsókna á tveimur ábendingum varðandi afdrif Guðmundar og Geirfinns Einarssona, hefur vísað ábendingu um hvarf Geirfinns til frekari rannsóknar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. „Málið er enn í rannsókn,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Rannsóknin sé tafsöm vegna þess hve gamalt málið er en gagnaöflun standi yfir. Hún vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Ábendingin kom frá manni sem bar að hafa séð þrjá menn koma á smábáti til hafnar í Vestmannaeyjum 20. nóvember 1974, daginn eftir að Geirfinnur hvarf í Keflavík. Tveir þeirra hafi leitt þann þriðja á milli sín sem hafi verið máttfarinn og virst rænulítill. Þeir hafi komið inn í verbúð þar sem sjónarvotturinn var staddur og dvalið þar dágóðan tíma í lokuðu herbergi með leyfi kokksins í mötuneyti fyrirtækisins, þar til þeir gengu aftur sömu leið til hafnar og um borð í trilluna. Nokkru síðar hafi trillan aftur komið að bryggju og mennirnir tveir stigið frá borði. Þann máttfarna hafi hann ekki séð aftur. Mennina tvo hafi hann ekki séð aftur fyrr en nærri tveimur áratugum síðar austur á landi þar sem annar þeirra hafi verið að vinna í tengslum við lagningu háspennulínu fyrir Landsvirkjun. Lögregla tók skýrslu af manninum og fyrrverandi sambýliskonu hans sem bar um líflátshótun sem þeim hefði borist símleiðis eftir umrædda atburði.Rannsókn á nýrri ábendingu um afdrif Guðmundar hætt Halla Bergþóra hefur haft með höndum athugun á ábendingum sem bárust lögreglu á árunum 2015 og 2016 um afdrif bæði Guðmundar og Geirfinns Einarssona. Vegna vensla við þáverandi rannsóknaraðila málsins lýsti Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sig vanhæfa til að taka afstöðu til ábendinganna og setti ráðherra Höllu Bergþóru til verksins fyrr á þessu ári.Halla Bergþóra Björnsdóttir, settur ríkissaksóknari.Það er mat Höllu Bergþóru að meðferð ábendingar sem barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu árið 2015 um hvarf Guðmundar hafi lokið á árinu 2016 og rannsókn verið hætt. Ábendingin sem telst nú fullrannsökuð varðar mann sem var handtekinn og yfirheyrður í júní 2016 í kjölfar framburðar vitnis sem gaf sig fram við lögreglu. Vitnið er fyrrverandi sambýliskona mannsins og skýrði hún frá því að hún hefði verið farþegi í bíl undir hans stjórn þegar ekið var á Guðmund Einarsson aðfaranótt 27. janúar 1974. Hún hafi setið í aftursæti og vinur sambýlismannsins frammi í. Eftir ákeyrsluna hafi Guðmundur verið tekinn upp í bílinn. Henni hafi verið ekið heim en mjög hafi verið dregið af Guðmundi þegar hún yfirgaf bílinn við heimili sitt. Maðurinn neitaði þessu staðfastlega í yfirheyrslu en aðspurður um samskipti við rannsóknarlögregluna á þessum tíma svaraði hann því til að hann hefði sífellt verið að ljúga í þá sögum á þessum tíma. Þetta var ekki í eina skiptið sem umræddur einstaklingur blandaði sér í Guðmundar- og Geirfinnsmál. Í úrskurði endurupptökunefndar er vísað til skýrslu frá vorinu 1978 þar sem hann segir lögreglunni á Selfossi og fulltrúa sýslumanns að bæði Guðmundur og Geirfinnur séu grafnir í húsagarði í Reykjavík, það hafi hann eftir Kristjáni Viðari sem hafi sýnt sér staðinn þegar þeir struku saman af Litla-Hrauni áður en Kristján Viðar var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna Guðmundarmálsins. Maðurinn benti á bakgarð við Grettisgötu. Í skýrslunni komi fram að upphaflega hefði hann ekki viljað skýra frá þessu nema hann fengi að vera viðstaddur uppgröftinn. Svo snerist honum hugur og hann neitaði að staðfesta vitneskju sína nema hann fengi reynslulausn. Í úrskurði endurupptökunefndar um endurupptöku Hæstaréttardómsins í málinu kemur fram að gögn sem lögð hafi verið fyrir nefndina bendi sérstaklega til að þessi sami maður og fyrrnefnd ábending lýtur að „hafi veitt lögreglu upplýsingar sem leiddu til þess að grunur beindist að dómfelldu um aðild að hvarfi Guðmundar. [Hann] hafði verið í afplánun refsidóms á Litla-Hrauni og hafði verið þar með dómfellda Kristjáni Viðari. Það hvernig staðið var að hléi á afplánun refsidóms [mannsins] og rannsókn nýs brots, sem hann gerði sig strax sekan um í kjölfarið og játaði að hafa framið, gefur sterklega til kynna að hann hafi veitt þessar upplýsingar í því skyni að sleppa betur frá sínum eigin afbrotum.“ Sem fyrr segir er niðurstaða setts saksóknara að rannsókn á þessum þætti hafi lokið hjá lögreglu 2016. „Komi fram einhverjar nýjar upp lýsingar í málinu síðar verður það mat lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og ríkissaksóknara hvort rannsókn verði opnuð að nýju,“ segir Halla Bergþóra, settur saksóknari.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Lögreglumál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00 Svimaði við lestur greinargerðar ríkislögmanns Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar segir ríkið ekki fylgja reglum hins siðaða samfélags í málsvörn sinni gagnvart kröfum Guðjóns um bætur vegna ólöglegrar frelsissviptingar hans í Geirfinnsmálinu. 20. september 2019 21:00 Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00
Svimaði við lestur greinargerðar ríkislögmanns Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar segir ríkið ekki fylgja reglum hins siðaða samfélags í málsvörn sinni gagnvart kröfum Guðjóns um bætur vegna ólöglegrar frelsissviptingar hans í Geirfinnsmálinu. 20. september 2019 21:00
Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent