Segir tíma til kominn að félagshyggjuflokkar hætti að lauma sér í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2019 11:45 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. aðsend/Sóllilja Baltasarsdóttir Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag í Austurbæ en þar verða loftslagsmál í forgrunni, hugað verður að framtíðinni og hvernig Samfylkingin getur orðið leiðandi afl í næstu ríkisstjórn. Þetta segir í fréttatilkynningu. Meðal annars verða pallborðsumræður sem Sævar Helgi Bragason, vísindamaður, mun stýra um aðgerðir í umhverfismálum þar sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, munu taka til máls ásamt Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, hagfræðingi, og Brynhildi Pétursdóttur, framkvæmdarstjóra Neytendasamtakanna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hélt ræðu á fundinum þar sem hann einblíndi einnig á loftslagsmál, félagsmál og breytt landslag stjórnmálanna. „Nú er runninn upp sá tími í íslenskum stjórnmálum, og ég vona að vinir okkar sem halda nú landsfund á Grand hótel, heyri þetta vel og skilji, nú er runninn upp sá tíma að íslensk stjórnmál hætti að snúast um hvaða félagshyggjuflokkur það er hverju sinni sem hleypst undan merkjum og laumar sér í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Logi og vísaði í landsfund VG sem fer fram um helgina.Segir ríkisstjórn ekki treysta sér til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Hann sagði að hvorki væri óhjákvæmilegt né réttlætanlegt að barn sem fæddist með varanlega fötlun sé dæmt til fátæktar út lífið eða að eldri hjón sem stritað hefðu allt sitt líf þyrftu að neita sér um læknisþjónustu. Þá væri óásættanlegt að ungt fólk hefði ekki aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og flosnaði upp úr námi vegna skilyrða Lánasjóðsins. Hann sagði mikilvægt að Samfylkingin væri leiðandi í málum framtíðarinnar og að flokkurinn þyrfti að rísa undir þeirri ábyrgð. Heimurinn tæki stöðugum breytingum og að móta þyrfti skýr markmið og leiðir til að vinna úr þeim vandamálum sem upp kæmu. „Stjórnin er of svifasein og metnaðarlítil í loftslagsmálum enda er einum stjórnmálaflokkanna nokkuð sama um þau og virðist ekki hafa aðra stefnu en þvælast sem allra mest fyrir og aðhafast sem minnst.“ Þá sagði hann ríkisstjórnina ekki treysta sér til að lýsa yfir neyðarástandi vegna hamfarahlýnunar eða að lögbinda markmið um kolefnishlutleysi sem myndi skuldbinda hana til aðgerða. Þrátt fyrir þetta ríkti svo sannarlega neyðarástand í loftslagsmálum. Hann benti þá á að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar kæmi fram að draga eigi úr framlögum til menntamála. Skref væri tekið afturábak en ekki áfram, fjölskylduvænt samfélag væri ekki við sjóndeildarhringinn og ekki stæði til að semja við opinbera starfsmenn og háskólafólk um styttri vinnuviku. „Það er ekki svona sem við búum í haginn fyrir unga fólkið okkar á 21. öldinni; þessari skammsýni og minnimáttarkennd í alþjóðamálum verður að linna. Við eigum að stefna í þveröfuga átt.“ Alþingi Loftslagsmál Samfylkingin Umhverfismál Tengdar fréttir Bein útsending frá ræðu Loga á flokksfundi Samfylkingarinnar Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og hófst hann klukkan 10 í morgun og mun honum ljúka klukkan 17:00. 19. október 2019 10:46 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag í Austurbæ en þar verða loftslagsmál í forgrunni, hugað verður að framtíðinni og hvernig Samfylkingin getur orðið leiðandi afl í næstu ríkisstjórn. Þetta segir í fréttatilkynningu. Meðal annars verða pallborðsumræður sem Sævar Helgi Bragason, vísindamaður, mun stýra um aðgerðir í umhverfismálum þar sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, munu taka til máls ásamt Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, hagfræðingi, og Brynhildi Pétursdóttur, framkvæmdarstjóra Neytendasamtakanna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hélt ræðu á fundinum þar sem hann einblíndi einnig á loftslagsmál, félagsmál og breytt landslag stjórnmálanna. „Nú er runninn upp sá tími í íslenskum stjórnmálum, og ég vona að vinir okkar sem halda nú landsfund á Grand hótel, heyri þetta vel og skilji, nú er runninn upp sá tíma að íslensk stjórnmál hætti að snúast um hvaða félagshyggjuflokkur það er hverju sinni sem hleypst undan merkjum og laumar sér í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Logi og vísaði í landsfund VG sem fer fram um helgina.Segir ríkisstjórn ekki treysta sér til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Hann sagði að hvorki væri óhjákvæmilegt né réttlætanlegt að barn sem fæddist með varanlega fötlun sé dæmt til fátæktar út lífið eða að eldri hjón sem stritað hefðu allt sitt líf þyrftu að neita sér um læknisþjónustu. Þá væri óásættanlegt að ungt fólk hefði ekki aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og flosnaði upp úr námi vegna skilyrða Lánasjóðsins. Hann sagði mikilvægt að Samfylkingin væri leiðandi í málum framtíðarinnar og að flokkurinn þyrfti að rísa undir þeirri ábyrgð. Heimurinn tæki stöðugum breytingum og að móta þyrfti skýr markmið og leiðir til að vinna úr þeim vandamálum sem upp kæmu. „Stjórnin er of svifasein og metnaðarlítil í loftslagsmálum enda er einum stjórnmálaflokkanna nokkuð sama um þau og virðist ekki hafa aðra stefnu en þvælast sem allra mest fyrir og aðhafast sem minnst.“ Þá sagði hann ríkisstjórnina ekki treysta sér til að lýsa yfir neyðarástandi vegna hamfarahlýnunar eða að lögbinda markmið um kolefnishlutleysi sem myndi skuldbinda hana til aðgerða. Þrátt fyrir þetta ríkti svo sannarlega neyðarástand í loftslagsmálum. Hann benti þá á að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar kæmi fram að draga eigi úr framlögum til menntamála. Skref væri tekið afturábak en ekki áfram, fjölskylduvænt samfélag væri ekki við sjóndeildarhringinn og ekki stæði til að semja við opinbera starfsmenn og háskólafólk um styttri vinnuviku. „Það er ekki svona sem við búum í haginn fyrir unga fólkið okkar á 21. öldinni; þessari skammsýni og minnimáttarkennd í alþjóðamálum verður að linna. Við eigum að stefna í þveröfuga átt.“
Alþingi Loftslagsmál Samfylkingin Umhverfismál Tengdar fréttir Bein útsending frá ræðu Loga á flokksfundi Samfylkingarinnar Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og hófst hann klukkan 10 í morgun og mun honum ljúka klukkan 17:00. 19. október 2019 10:46 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Bein útsending frá ræðu Loga á flokksfundi Samfylkingarinnar Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og hófst hann klukkan 10 í morgun og mun honum ljúka klukkan 17:00. 19. október 2019 10:46