Prófessor telur ólíklegt að breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga nái fram fleiri sakfellingum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. október 2019 20:45 Ragnheiður Bragadóttir, prófessor í lögfræði, segir ólíklegt að breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga frá 2017 muni ná fram fleiri sakfellingum. Stöð 2 Sakfellt hefur verið í sextán málum af tuttugu og einu þar sem ákært var fyrir nauðgun síðan Landsréttur tók til starfa þann 1. janúar í fyrra. Prófessor í refsirétti telur ólíklegt að breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga frá 2017 muni ná fram fleiri sakfellingum. Árið 2017 var lögfest breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga þar sem samþykki var sett í forgrunn við skilningu á hugtakinu nauðgun. Í lögum er nú samþykki gert að skilyrði, en áður vísuðu lögin eingöngu til ofbeldis, hótana eða annars konar ólögmætrar nauðgunar, sem forsendu fyrir að samræði teldist til nauðgunar. Ragnheiður Bragadóttir, prófessor í lögfræði, hélt erindi á málþingi í Háskólanum á Akureyri í fyrradag þar sem hún meðal annars fór yfir stöðuna á nauðgunardómum eftir að ákvæðinu var breytt.„Sumir hafa haldið að þetta gæti orðið til þess að sakfellingum myndi fjölga en ég tel hæpið að það verði þar sem sönnunarkröfum hefur ekki verið breytt og það er alltaf erfið sönnunarstaða í þessum málum.“ Sakfellingarhlutfallið hafi í það minnsta enn ekki breyst. „Síðan landsréttur tók til starfa hafa komið til meðferðar í landsrétti 21 mál þar sem ákært er fyrir nauðgun. Þar af hefur verið sakfellt fyrir nauðgun í sextán málum en sýknað í fimm.“ Ragnheiður segir að ákvæðið í þessari mynd sé þó vel til þess fallið að fækka brotum. Til þess þurfi hins vegar að efla forvarnir. „Sem að beinist ekki síst að ungu fólki vegna þess að nauðgun og allt það sem því fylgir er auðvitað mikið böl og þess vegna er nauðsynlegt að koma í veg fyrir brotin,“ segir Ragnheiður. Fólk verði þannig meðvitað um mikilvægi samþykkis sem geti fækkað brotunum. Akureyri Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sakfellt hefur verið í sextán málum af tuttugu og einu þar sem ákært var fyrir nauðgun síðan Landsréttur tók til starfa þann 1. janúar í fyrra. Prófessor í refsirétti telur ólíklegt að breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga frá 2017 muni ná fram fleiri sakfellingum. Árið 2017 var lögfest breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga þar sem samþykki var sett í forgrunn við skilningu á hugtakinu nauðgun. Í lögum er nú samþykki gert að skilyrði, en áður vísuðu lögin eingöngu til ofbeldis, hótana eða annars konar ólögmætrar nauðgunar, sem forsendu fyrir að samræði teldist til nauðgunar. Ragnheiður Bragadóttir, prófessor í lögfræði, hélt erindi á málþingi í Háskólanum á Akureyri í fyrradag þar sem hún meðal annars fór yfir stöðuna á nauðgunardómum eftir að ákvæðinu var breytt.„Sumir hafa haldið að þetta gæti orðið til þess að sakfellingum myndi fjölga en ég tel hæpið að það verði þar sem sönnunarkröfum hefur ekki verið breytt og það er alltaf erfið sönnunarstaða í þessum málum.“ Sakfellingarhlutfallið hafi í það minnsta enn ekki breyst. „Síðan landsréttur tók til starfa hafa komið til meðferðar í landsrétti 21 mál þar sem ákært er fyrir nauðgun. Þar af hefur verið sakfellt fyrir nauðgun í sextán málum en sýknað í fimm.“ Ragnheiður segir að ákvæðið í þessari mynd sé þó vel til þess fallið að fækka brotum. Til þess þurfi hins vegar að efla forvarnir. „Sem að beinist ekki síst að ungu fólki vegna þess að nauðgun og allt það sem því fylgir er auðvitað mikið böl og þess vegna er nauðsynlegt að koma í veg fyrir brotin,“ segir Ragnheiður. Fólk verði þannig meðvitað um mikilvægi samþykkis sem geti fækkað brotunum.
Akureyri Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira