Gefur orðum Klausturdólganna nýja vídd Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. október 2019 20:30 Forsætisráðherra segir sláandi hversu margar þingkonur hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi líkt og ný rannsókn sýnir. Ráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi taki málið til skoðunar. Stjórnsýslufræðingur sem vann rannsóknina segir hana gefa orðum Klausturdólganna alveg nýja vídd og sýni að konur hafi virkilega veikari stöðu en karlar í þinginu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í nýrri bók sem gefin var út í dag og heitir Um Alþingi - Hver kennir kennaranum en höfundur hennar er Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Rannsóknin var gerð meðal starfandi þingkvenna og þeirra sem nýlega hafa hætt störfum á Alþingi. Um 80% þingkvenna sögðust hafa hafa orðið fyrir sálfræðilegu ofbeldi, 28% fyrir kynferðislegu ofbeldi, 24% fyrir líkamlegu ofbeldi og 21% sögðust hafa orðið fyrir efnahagslegu ofbeldi. „Það sem slær mig náttúrulega er að líkamlegt ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi og efnahagslegt skuli vera ívið meira en í Evrópu og það setur orð Klaustursdólgana, um að þeir veiti málum kvenna ekki framgöngu nema þeir fái þetta og þetta í staðin, það gefur þeim alveg nýja vídd. Vegna þess að mál kvenna verða síður að lögum en mál karla og þetta setur konur í það ljós að þær hafi virkilega veikari stöðu í þinginu en karlarnir,“ segir Haukur.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum í dag.Vísir/EinarKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að beita sér fyrir því að málið verði tekið upp á Alþingi. „Þetta eru auðvitað sláandi tölur og háar tölur. Ég held að það sé náttúrulega algjörlega nauðsynlegt að taka þetta til umræðu á vettvangi Alþingis,“ segir Katrín. Aðspurð um sína reynslu og annarra kvenna í kringum hana á þinginu segir Katrín kynbundna orðræðu vart fara fram hjá neinum. „Ég held að allar konur á Alþingi hafi upplifað þessa kynbundu orðræðu sem er svo áberandi. Að það er öðruvísi talað um karla og konur. Mjög margar hafi upplifað áreitni og síðan þessi háa tala um ofbeldi. Að sjálfsögðu hef ég orðið vör við þetta en eigi að síður finnst mér þessar tölur mjög háar,“ segir Katrín. Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Sjá meira
Forsætisráðherra segir sláandi hversu margar þingkonur hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi líkt og ný rannsókn sýnir. Ráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi taki málið til skoðunar. Stjórnsýslufræðingur sem vann rannsóknina segir hana gefa orðum Klausturdólganna alveg nýja vídd og sýni að konur hafi virkilega veikari stöðu en karlar í þinginu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í nýrri bók sem gefin var út í dag og heitir Um Alþingi - Hver kennir kennaranum en höfundur hennar er Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Rannsóknin var gerð meðal starfandi þingkvenna og þeirra sem nýlega hafa hætt störfum á Alþingi. Um 80% þingkvenna sögðust hafa hafa orðið fyrir sálfræðilegu ofbeldi, 28% fyrir kynferðislegu ofbeldi, 24% fyrir líkamlegu ofbeldi og 21% sögðust hafa orðið fyrir efnahagslegu ofbeldi. „Það sem slær mig náttúrulega er að líkamlegt ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi og efnahagslegt skuli vera ívið meira en í Evrópu og það setur orð Klaustursdólgana, um að þeir veiti málum kvenna ekki framgöngu nema þeir fái þetta og þetta í staðin, það gefur þeim alveg nýja vídd. Vegna þess að mál kvenna verða síður að lögum en mál karla og þetta setur konur í það ljós að þær hafi virkilega veikari stöðu í þinginu en karlarnir,“ segir Haukur.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum í dag.Vísir/EinarKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að beita sér fyrir því að málið verði tekið upp á Alþingi. „Þetta eru auðvitað sláandi tölur og háar tölur. Ég held að það sé náttúrulega algjörlega nauðsynlegt að taka þetta til umræðu á vettvangi Alþingis,“ segir Katrín. Aðspurð um sína reynslu og annarra kvenna í kringum hana á þinginu segir Katrín kynbundna orðræðu vart fara fram hjá neinum. „Ég held að allar konur á Alþingi hafi upplifað þessa kynbundu orðræðu sem er svo áberandi. Að það er öðruvísi talað um karla og konur. Mjög margar hafi upplifað áreitni og síðan þessi háa tala um ofbeldi. Að sjálfsögðu hef ég orðið vör við þetta en eigi að síður finnst mér þessar tölur mjög háar,“ segir Katrín.
Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Sjá meira