Mattis hæddist að Trump Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2019 12:05 James Mattis. AP/Mary Altaffer James Mattis, fyrrverandi hershöfðingi og fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hæddist að Donald Trump í gærkvöldi. Það gerði hann eftir að forsetinn kallaði Mattis „ofmetnasta hershöfðingja“ sögunnar á undarlegum fundi í Hvíta húsinu í fyrradag. Þar gagnrýndi Trump sinn fyrrverandi varnarmálaráðherra og sagði hann ekki hafa verið nógu harðan í horn að taka.Sjá einnig: Sagan á bakvið myndina umdeilduÍ ræðu á góðgerðarviðburði í New York í gær sagðist Mattis ánægður með að Trump hefði sagt sig vera ofmetinn. Hann hefði sagt það sama um leikkonuna Meryl Streep. „Ætli það geri mig ekki að Meryl Streep hershöfðingjanna,“ sagði Mattis. „Það hljómar nokkuð vel, finnst mér:“ Það næsta sem Mattis sagði um Trump, er erfitt að þýða yfir á íslensku svo það haldi samhengi sínu. Mattis sagði í ræðu sinni að hann hefði verið spurður hvort ummæli forsetans færu fyrir brjóstið á honum. Hann sagði svo ekki vera. Hann hefði unnið fyrir sporum sínum, eða „spurs“, á vígvöllum. Donald Trump hefðu fengið sína spora í bréfi frá lækni. Eins og frægt er komst Trump hjá herskyldu í Víetnam stríðinu með því að fá læknisleyfi frá herskyldu vegna hælspora, sem á ensku kallast „bonespurs“. Það að vinna sér inn spora sína (e. Earn your spurs) er gamalt máltæki varðandi það að sanna sig. Innan herafla Bandaríkjanna má rekja rætur þess til riddaraliðsins. Mattis var þó ekki hættur að hæðast að Trump. Hann sagðist viss um að eini meðlimur herafla Bandaríkjanna sem Trump taldi ekki vera ofmetinn væri Sanders offursti. Colonel Harland David Sanders var, eins og margir vita ef til vill, stofnandi Kentucky Fried Chicken. Hann var þó ekki í rauninni offursti og var titill hans heiðursnafnbót sem veitt var af ríkisstjóra Kentucky. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mattis hættir sem varnarmálaráðherra Samband hans og Trump hefur þó beðið hnekki að undanförnu og var hann verulega andsnúinn ákvörðun Trump að draga hermenn Bandaríkjanna í skyndi frá Sýrlandi. 20. desember 2018 22:37 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira
James Mattis, fyrrverandi hershöfðingi og fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hæddist að Donald Trump í gærkvöldi. Það gerði hann eftir að forsetinn kallaði Mattis „ofmetnasta hershöfðingja“ sögunnar á undarlegum fundi í Hvíta húsinu í fyrradag. Þar gagnrýndi Trump sinn fyrrverandi varnarmálaráðherra og sagði hann ekki hafa verið nógu harðan í horn að taka.Sjá einnig: Sagan á bakvið myndina umdeilduÍ ræðu á góðgerðarviðburði í New York í gær sagðist Mattis ánægður með að Trump hefði sagt sig vera ofmetinn. Hann hefði sagt það sama um leikkonuna Meryl Streep. „Ætli það geri mig ekki að Meryl Streep hershöfðingjanna,“ sagði Mattis. „Það hljómar nokkuð vel, finnst mér:“ Það næsta sem Mattis sagði um Trump, er erfitt að þýða yfir á íslensku svo það haldi samhengi sínu. Mattis sagði í ræðu sinni að hann hefði verið spurður hvort ummæli forsetans færu fyrir brjóstið á honum. Hann sagði svo ekki vera. Hann hefði unnið fyrir sporum sínum, eða „spurs“, á vígvöllum. Donald Trump hefðu fengið sína spora í bréfi frá lækni. Eins og frægt er komst Trump hjá herskyldu í Víetnam stríðinu með því að fá læknisleyfi frá herskyldu vegna hælspora, sem á ensku kallast „bonespurs“. Það að vinna sér inn spora sína (e. Earn your spurs) er gamalt máltæki varðandi það að sanna sig. Innan herafla Bandaríkjanna má rekja rætur þess til riddaraliðsins. Mattis var þó ekki hættur að hæðast að Trump. Hann sagðist viss um að eini meðlimur herafla Bandaríkjanna sem Trump taldi ekki vera ofmetinn væri Sanders offursti. Colonel Harland David Sanders var, eins og margir vita ef til vill, stofnandi Kentucky Fried Chicken. Hann var þó ekki í rauninni offursti og var titill hans heiðursnafnbót sem veitt var af ríkisstjóra Kentucky.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mattis hættir sem varnarmálaráðherra Samband hans og Trump hefur þó beðið hnekki að undanförnu og var hann verulega andsnúinn ákvörðun Trump að draga hermenn Bandaríkjanna í skyndi frá Sýrlandi. 20. desember 2018 22:37 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira
Mattis hættir sem varnarmálaráðherra Samband hans og Trump hefur þó beðið hnekki að undanförnu og var hann verulega andsnúinn ákvörðun Trump að draga hermenn Bandaríkjanna í skyndi frá Sýrlandi. 20. desember 2018 22:37