Hnéskelin fór úr lið hjá besta leikmanni NFL í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2019 10:00 Patrick Mahomes liggur þjáður á vellinum í nótt. AP/David Zalubowski Patrick Mahomes og lið hans Kansas City Chiefs urðu fyrir miklu áfalli í fimmtudagsleik NFL-deildarinnar í ameríska fótboltanum í nótt. Kansas City Chiefs vann reyndar leik sinn á móti Denver Broncos 30-6, þökk sé frábærum varnarleik, en sóknarleikurinn varð aldrei sá sami eftir að besti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð, Patrick Mahomes, meiddist illa á hné í fyrsta leikhluta. Patrick Mahomes lá í nokkrar mínútur á vellinum áður en honum var hjálpað af velli. Í ljós kom að hnéskelin hans hafði farið úr lið. Læknalið Chiefs kippti hnéskelinni aftur í lið á vellinum. Mahomes er ekki brotinn en það kemur ekki í ljós fyrr en í dag hvort að liðbönd hafi skaddast.Players and personalities around the NFL expressed their best wishes to the Kansas City Chiefs QB Patrick Mahomes after he left Thursday’s game with a knee injury. pic.twitter.com/L3cPKieF5h — FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) October 18, 2019 Svo gæti farið að Patrick Mahomes sé búinn að spila sinn síðasta leik á þessu tímabili en með hann innanborðs var Kansas City Chiefs eitt sigurstranglegasta liðið í NFL-deildinni í ár. Fari allt á besta veg gæti Patrick Mahomes verið kominn aftur eftir þrjár vikur og hann sjálfur var bjartsýnn eftir leik. „Allt lítur vel út hingað til,“ skrifaði Patrick Mahomes á Twitter-síðu sína eftir leikinn. Patrick Mahomes hafði verið að glíma við ökklameiðsli frá því í fyrsta leik en var engu að síður búinn að gefa fimmtán snertimarkssendingar á leiktíðinni og hafði aðeins hent boltanum einu sinni frá sér. Hinn 35 ára gamli Matt Moore kom inn á fyrir Mahomes og kláraði leikinn. Næsti leikur Kansas City Chiefs er á móti Green Bay Packers eftir níu daga.Awesome team win! Love my brothers! Thank you for all the prayers! Everything looking good so far! #GodisGood#ChiefsKingdom — Patrick Mahomes II (@PatrickMahomes) October 18, 2019 NFL Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Patrick Mahomes og lið hans Kansas City Chiefs urðu fyrir miklu áfalli í fimmtudagsleik NFL-deildarinnar í ameríska fótboltanum í nótt. Kansas City Chiefs vann reyndar leik sinn á móti Denver Broncos 30-6, þökk sé frábærum varnarleik, en sóknarleikurinn varð aldrei sá sami eftir að besti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð, Patrick Mahomes, meiddist illa á hné í fyrsta leikhluta. Patrick Mahomes lá í nokkrar mínútur á vellinum áður en honum var hjálpað af velli. Í ljós kom að hnéskelin hans hafði farið úr lið. Læknalið Chiefs kippti hnéskelinni aftur í lið á vellinum. Mahomes er ekki brotinn en það kemur ekki í ljós fyrr en í dag hvort að liðbönd hafi skaddast.Players and personalities around the NFL expressed their best wishes to the Kansas City Chiefs QB Patrick Mahomes after he left Thursday’s game with a knee injury. pic.twitter.com/L3cPKieF5h — FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) October 18, 2019 Svo gæti farið að Patrick Mahomes sé búinn að spila sinn síðasta leik á þessu tímabili en með hann innanborðs var Kansas City Chiefs eitt sigurstranglegasta liðið í NFL-deildinni í ár. Fari allt á besta veg gæti Patrick Mahomes verið kominn aftur eftir þrjár vikur og hann sjálfur var bjartsýnn eftir leik. „Allt lítur vel út hingað til,“ skrifaði Patrick Mahomes á Twitter-síðu sína eftir leikinn. Patrick Mahomes hafði verið að glíma við ökklameiðsli frá því í fyrsta leik en var engu að síður búinn að gefa fimmtán snertimarkssendingar á leiktíðinni og hafði aðeins hent boltanum einu sinni frá sér. Hinn 35 ára gamli Matt Moore kom inn á fyrir Mahomes og kláraði leikinn. Næsti leikur Kansas City Chiefs er á móti Green Bay Packers eftir níu daga.Awesome team win! Love my brothers! Thank you for all the prayers! Everything looking good so far! #GodisGood#ChiefsKingdom — Patrick Mahomes II (@PatrickMahomes) October 18, 2019
NFL Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira