Vonar að Huffman geti gefið sér ráð eftir fangelsisvistina Sylvía Hall skrifar 17. október 2019 23:36 Lori Laughlin hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu. Vísir/Getty Leikkonan Lori Laughlin er á meðal þeirra sem var ákærð fyrir þátttöku sína í umsvifamikilli háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum. Á annan tug efnaðra foreldra voru ákærðir í málinu grunaðir um að hafa greitt háar fjárhæðir til þess að koma börnum sínum í eftirsótta háskóla. Laughlin neitaði sök í málinu og samþykkti ekki samning saksóknara. Réttarhöld yfir henni hefjast á næsta ári en hún og eiginmaður hennar, Mossimo Gianulli, eru sögð hafa borgað yfir 500 þúsund Bandaríkjadala, sem samsvarar rúmlega 62 milljón íslenskra króna, til þess að koma dóttur sínum tveimur inn í svokallaða „elítuskóla“ og voru þær skráðar sem afreksíþróttamenn á umsókn þeirra til þess að auka líkurnar á inntöku.Sjá einnig: Sephora hættir samstarfi við dóttur Lori Laughlin í kjölfar háskólasvikamyllu Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Desperate Housewifes, hefur hafið afplánun á fjórtán daga fangelsisdómi sínum sem hún hlaut í september fyrir hlut sinn í málinu. Er Laughlin sögð hafa reynt að eiga í samskiptum við Huffman til þess að leita ráða og vonar að hún geti sagt sér frá reynslu sinni eftir afplánun, fari svo að hún sjálf þurfi að sæta fangelsisvist. „Henni líður eins og örlög þeirra séu samtvinnuð núna,“ segir heimildarmaður People. Hún vilji vita hvernig fangelsisvistin sé í raun og veru svo hún geti haft einhverja hugmynd um hvað bíði hennar ef allt fer á versta veg. Að sögn heimildarmannsins vonar Laughlin að fangelsisvistin verði Huffman ekki erfið því það gefi henni von um að það sama eigi við um sig. Ef Huffman geti komist í gegnum slíkt, geti hún það líka. „Það er henni enn mjög mikilvægt að vera sýknuð af öllum ákærum gegn sér. Hún heldur enn fram sakleysi sínu og vonar að það komi ekki til þess. En ef hún endar á því að þurfa að afplána dóm í fangelsi, þá vill hún vita hvað hún er að fara út í.“ Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Yale afturkallar inngöngu nemanda vegna mútugreiðslu Yale háskóli í Bandaríkjunum hefur afturkallað samþykki nemanda eftir að upp komst um mútugreiðslu fjölskyldu hans sem hljóðaði upp á rúmlega eina milljón Bandaríkjadala. 26. mars 2019 21:10 Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamyllu Leikkonan Lori Loughlin og fimmtán aðrir foreldrar, þar á meðal eiginmaður hennar, sem hafa verið ákærðir í háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum, hafa einnig verið ákærð fyrir fjárþvætti. 9. apríl 2019 21:49 Felicity Huffman dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna háskólasvikamyllu Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, var í dag dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna þátttöku sinnar í víðfrægri háskólasvikamyllu. 13. september 2019 19:50 Dómarabréf til stuðnings Huffman varpa nýju ljósi á illdeilur Aðþrengdu eiginkvennanna Bandaríska leikkonan Eva Longoria, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdum eiginkonum (e. Desperate Housewives), segir Felicity Huffman, meðleikkonu sína í þáttunum, hafa tekið upp hanskann fyrir sig á tökustað þáttanna, þar sem eineltisseggur úr leikaraliðinu hafi ráðið ríkjum. 8. september 2019 11:36 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Leikkonan Lori Laughlin er á meðal þeirra sem var ákærð fyrir þátttöku sína í umsvifamikilli háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum. Á annan tug efnaðra foreldra voru ákærðir í málinu grunaðir um að hafa greitt háar fjárhæðir til þess að koma börnum sínum í eftirsótta háskóla. Laughlin neitaði sök í málinu og samþykkti ekki samning saksóknara. Réttarhöld yfir henni hefjast á næsta ári en hún og eiginmaður hennar, Mossimo Gianulli, eru sögð hafa borgað yfir 500 þúsund Bandaríkjadala, sem samsvarar rúmlega 62 milljón íslenskra króna, til þess að koma dóttur sínum tveimur inn í svokallaða „elítuskóla“ og voru þær skráðar sem afreksíþróttamenn á umsókn þeirra til þess að auka líkurnar á inntöku.Sjá einnig: Sephora hættir samstarfi við dóttur Lori Laughlin í kjölfar háskólasvikamyllu Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Desperate Housewifes, hefur hafið afplánun á fjórtán daga fangelsisdómi sínum sem hún hlaut í september fyrir hlut sinn í málinu. Er Laughlin sögð hafa reynt að eiga í samskiptum við Huffman til þess að leita ráða og vonar að hún geti sagt sér frá reynslu sinni eftir afplánun, fari svo að hún sjálf þurfi að sæta fangelsisvist. „Henni líður eins og örlög þeirra séu samtvinnuð núna,“ segir heimildarmaður People. Hún vilji vita hvernig fangelsisvistin sé í raun og veru svo hún geti haft einhverja hugmynd um hvað bíði hennar ef allt fer á versta veg. Að sögn heimildarmannsins vonar Laughlin að fangelsisvistin verði Huffman ekki erfið því það gefi henni von um að það sama eigi við um sig. Ef Huffman geti komist í gegnum slíkt, geti hún það líka. „Það er henni enn mjög mikilvægt að vera sýknuð af öllum ákærum gegn sér. Hún heldur enn fram sakleysi sínu og vonar að það komi ekki til þess. En ef hún endar á því að þurfa að afplána dóm í fangelsi, þá vill hún vita hvað hún er að fara út í.“
Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Yale afturkallar inngöngu nemanda vegna mútugreiðslu Yale háskóli í Bandaríkjunum hefur afturkallað samþykki nemanda eftir að upp komst um mútugreiðslu fjölskyldu hans sem hljóðaði upp á rúmlega eina milljón Bandaríkjadala. 26. mars 2019 21:10 Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamyllu Leikkonan Lori Loughlin og fimmtán aðrir foreldrar, þar á meðal eiginmaður hennar, sem hafa verið ákærðir í háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum, hafa einnig verið ákærð fyrir fjárþvætti. 9. apríl 2019 21:49 Felicity Huffman dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna háskólasvikamyllu Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, var í dag dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna þátttöku sinnar í víðfrægri háskólasvikamyllu. 13. september 2019 19:50 Dómarabréf til stuðnings Huffman varpa nýju ljósi á illdeilur Aðþrengdu eiginkvennanna Bandaríska leikkonan Eva Longoria, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdum eiginkonum (e. Desperate Housewives), segir Felicity Huffman, meðleikkonu sína í þáttunum, hafa tekið upp hanskann fyrir sig á tökustað þáttanna, þar sem eineltisseggur úr leikaraliðinu hafi ráðið ríkjum. 8. september 2019 11:36 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Yale afturkallar inngöngu nemanda vegna mútugreiðslu Yale háskóli í Bandaríkjunum hefur afturkallað samþykki nemanda eftir að upp komst um mútugreiðslu fjölskyldu hans sem hljóðaði upp á rúmlega eina milljón Bandaríkjadala. 26. mars 2019 21:10
Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamyllu Leikkonan Lori Loughlin og fimmtán aðrir foreldrar, þar á meðal eiginmaður hennar, sem hafa verið ákærðir í háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum, hafa einnig verið ákærð fyrir fjárþvætti. 9. apríl 2019 21:49
Felicity Huffman dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna háskólasvikamyllu Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, var í dag dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna þátttöku sinnar í víðfrægri háskólasvikamyllu. 13. september 2019 19:50
Dómarabréf til stuðnings Huffman varpa nýju ljósi á illdeilur Aðþrengdu eiginkvennanna Bandaríska leikkonan Eva Longoria, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdum eiginkonum (e. Desperate Housewives), segir Felicity Huffman, meðleikkonu sína í þáttunum, hafa tekið upp hanskann fyrir sig á tökustað þáttanna, þar sem eineltisseggur úr leikaraliðinu hafi ráðið ríkjum. 8. september 2019 11:36