Segir Trump hafa haldið aftur af hernaðaraðstoð til þess að fá Demókrata rannsakaða Andri Eysteinsson skrifar 17. október 2019 22:29 Mick Mulvaney ræddi við blaðamenn í dag. Getty/Bloomberg Ríkisstjórn Bandaríkjanna undir stjórn forsetans Donald Trump, hélt aftur af tæplega 400 milljón dala hernaðaraðstoð til þess að þrýsta á úkraínsk yfirvöld til þess að rannsaka meinta aðstoð sem yfirvöld í Kænugarði veittu Demókrataflokknum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016, frá þessu greindi starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney í blaðamannafundi. Demókratar í rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings segja að orð Mulvaney jafngildi í raun játningu á einu þeirra embættisbrota sem nefndirnar rannsaka með það fyrir augum að ákæra Trump og koma honum frá völdum. New York Times greinir frá.Þrjár nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings rannsaka meint embættisbrot Trump forseta í samskiptum hans við úkraínsk stjórnvöld. Rannsóknin hófst eftir að uppljóstrari innan bandarísku leyniþjónustunnar kvartaði undan mögulegu misferli í símtali Trump og úkraínska forsetans Selenskíj sem átti sér stað 25. júlí.Samsæriskenning sem snýr að tölvuárásinni gegn Demókrötum Eitt brotanna og það sem Mulvaney er sagður hafa í raun játað er það að Trump hafi þrýst á úkraínsk stjórnvöld til þess að fá Kænugarð til þess að rannsaka andstæðinga sína í Demókrataflokknum vegna eigin hagsmuna forsetans. Forsetinn og bandamenn hans reyndu að fá Úkraínumenn til að rannsaka þá samsæriskenningu að tölvuárásin gegn Landsnefnd Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016 hafi verið sviðsett til að koma sök á Rússa og vefþjónninn sé í Úkraínu. Mulvaney sagði á blaðamannafundinum í dag að forsetinn hafi réttmætar áhyggjur af spillingu í Úkraínu í tengslum við það sem gerðist árið 2016. Starfsmannastjórinn bætti við að upphaflega hafi hernaðaraðstoðinni verið haldið eftir þar sem að Trump krafðist þess að stjórnvöld í Kænugarði hreinsuðu til hjá sér því spillingin væri mikill. „Minntist forsetinn á vefþjón demókrata við mig? Algjörlega, ekki spurning,“ sagði Mulvaney en tók fyrir að nokkuð annað hafi haft áhrif á ákvörðunina. Mulvaney var ekki sá eini sem tjáði sig um Úkraínu í dag en Gordon D. Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu kom fyrir þingnefnd í dagSjá einnig: Sendiherra segist hafa verið ósáttur við ákvörðun Trump en fylgt henni samt Mulvaney segir að Trump hafi viljað rannsaka aðkomu úkraínskra að forsetakosningunum 2016.Getty/Tasos KatopodisKallar ummæli Mulvaney játningu Ljóst er að þingmenn Demókrata munu gera tilraunir til þess að nýta sér ummæli starfsmannastjórans til þess að styðja við vitnisburði þeirra sem komið hafa fyrir þingnefndir undanfarið. Fjöldi fyrrverandi ríkisstarfsmanna hafa komið fyrir nefndirnar, þar á meðal áðurnefndur Sondland og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, Marie Yovanovitch. „Við höfum fengið játningu“ voru viðbrögð þingmannsins Erics Swalwell við ummælum Mulvaney og Adam B. Schiff, formaður leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði að ummæli Mulvaney gerði illt verra fyrir forsetann. „Það eina sem ég get sagt að svo stöddu er að ummæli Mulvaney benda heldur til þess að staðan sé farin úr því að vera mjög mjög slæm í að verða miklu miklu verri, hefur New York Times eftir Schiff. Í ummælum sínum í dag, sem fóru um víðan völl, sagði Mulvaney að hernaðaraðstoðinni sem nam 391 milljón dala hafi verið haldið aftur vegna þeirrar skoðunar Bandaríkjastjórnar að önnur ríki Evrópu væru ekki jafn gjörn á að veita slíka aðstoð. Mulvaney hafnaði þá að fénu hafi verið haldið eftir til þess að fá Úkraínustjórn til þess að rannsaka þá Biden feðga, Joe og Hunter.Mulvaney hafnaði því að Trump hafi haldið fé aftur til þess að fá Biden-feðga rannsakaða.Getty/Teresa KroegerKerfiskarlar sem vilja taka þátt í nornaveiðunum Spurður um vefþjóninn sem Trump heldur fram að sé að finna í Úkraínu sagði Mulvaney að það mál tengdist opinberri rannsókn dómsmálaráðuneytisins. „Ert þú að segja mér að forseti Bandaríkjanna, handhafi Framkvæmdavaldsins, geti ekki beðið einhvern um að aðstoða við opinbera rannsókn á misferli? Mér finnst stórfurðulegt að þú haldir að það sé ekki hægt,“ svaraði Mulvaney spurningu blaðamanns á fundinum. Mulvaney sagði þá að forsetinn hafi ekki gerst sekur um misferli og embættisbrot. Þeir starfsmenn ríkisstjórnarinnar, núverandi jafnt sem fyrrverandi, sem komið hafi fyrir þingnefndir hafi einfaldlega ímugust á stefnumálum Trump í utanríkismálum. „Það sem þið eruð að sjá gerast núna, held ég, að séu hópur kerfiskarla sem segja: Heyrðu nú, mér líkar illa við stefnu Trump svo ég ætla að taka þátt í þessum nornaveiðum sem eiga sér stað uppi á hæðinni [Bandaríkjaþingi],“ sagði Mulvaney og bætti við að Bandaríkin hafi reglulega haldið eftir hernaðaraðstoð og benti í því samhengi til Gvatemala, El Salvador og Hondúras. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendiherra segist hafa verið ósáttur við ákvörðun Trump en fylgt henni samt Einn þeirra sem eru í miðpunkti Úkraínumáls Trump Bandaríkjaforseta segist ekki hafa gert sér grein fyrir að meira hafi hangið á spýtunni í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld. 17. október 2019 16:04 Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna undir stjórn forsetans Donald Trump, hélt aftur af tæplega 400 milljón dala hernaðaraðstoð til þess að þrýsta á úkraínsk yfirvöld til þess að rannsaka meinta aðstoð sem yfirvöld í Kænugarði veittu Demókrataflokknum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016, frá þessu greindi starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney í blaðamannafundi. Demókratar í rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings segja að orð Mulvaney jafngildi í raun játningu á einu þeirra embættisbrota sem nefndirnar rannsaka með það fyrir augum að ákæra Trump og koma honum frá völdum. New York Times greinir frá.Þrjár nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings rannsaka meint embættisbrot Trump forseta í samskiptum hans við úkraínsk stjórnvöld. Rannsóknin hófst eftir að uppljóstrari innan bandarísku leyniþjónustunnar kvartaði undan mögulegu misferli í símtali Trump og úkraínska forsetans Selenskíj sem átti sér stað 25. júlí.Samsæriskenning sem snýr að tölvuárásinni gegn Demókrötum Eitt brotanna og það sem Mulvaney er sagður hafa í raun játað er það að Trump hafi þrýst á úkraínsk stjórnvöld til þess að fá Kænugarð til þess að rannsaka andstæðinga sína í Demókrataflokknum vegna eigin hagsmuna forsetans. Forsetinn og bandamenn hans reyndu að fá Úkraínumenn til að rannsaka þá samsæriskenningu að tölvuárásin gegn Landsnefnd Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016 hafi verið sviðsett til að koma sök á Rússa og vefþjónninn sé í Úkraínu. Mulvaney sagði á blaðamannafundinum í dag að forsetinn hafi réttmætar áhyggjur af spillingu í Úkraínu í tengslum við það sem gerðist árið 2016. Starfsmannastjórinn bætti við að upphaflega hafi hernaðaraðstoðinni verið haldið eftir þar sem að Trump krafðist þess að stjórnvöld í Kænugarði hreinsuðu til hjá sér því spillingin væri mikill. „Minntist forsetinn á vefþjón demókrata við mig? Algjörlega, ekki spurning,“ sagði Mulvaney en tók fyrir að nokkuð annað hafi haft áhrif á ákvörðunina. Mulvaney var ekki sá eini sem tjáði sig um Úkraínu í dag en Gordon D. Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu kom fyrir þingnefnd í dagSjá einnig: Sendiherra segist hafa verið ósáttur við ákvörðun Trump en fylgt henni samt Mulvaney segir að Trump hafi viljað rannsaka aðkomu úkraínskra að forsetakosningunum 2016.Getty/Tasos KatopodisKallar ummæli Mulvaney játningu Ljóst er að þingmenn Demókrata munu gera tilraunir til þess að nýta sér ummæli starfsmannastjórans til þess að styðja við vitnisburði þeirra sem komið hafa fyrir þingnefndir undanfarið. Fjöldi fyrrverandi ríkisstarfsmanna hafa komið fyrir nefndirnar, þar á meðal áðurnefndur Sondland og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, Marie Yovanovitch. „Við höfum fengið játningu“ voru viðbrögð þingmannsins Erics Swalwell við ummælum Mulvaney og Adam B. Schiff, formaður leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði að ummæli Mulvaney gerði illt verra fyrir forsetann. „Það eina sem ég get sagt að svo stöddu er að ummæli Mulvaney benda heldur til þess að staðan sé farin úr því að vera mjög mjög slæm í að verða miklu miklu verri, hefur New York Times eftir Schiff. Í ummælum sínum í dag, sem fóru um víðan völl, sagði Mulvaney að hernaðaraðstoðinni sem nam 391 milljón dala hafi verið haldið aftur vegna þeirrar skoðunar Bandaríkjastjórnar að önnur ríki Evrópu væru ekki jafn gjörn á að veita slíka aðstoð. Mulvaney hafnaði þá að fénu hafi verið haldið eftir til þess að fá Úkraínustjórn til þess að rannsaka þá Biden feðga, Joe og Hunter.Mulvaney hafnaði því að Trump hafi haldið fé aftur til þess að fá Biden-feðga rannsakaða.Getty/Teresa KroegerKerfiskarlar sem vilja taka þátt í nornaveiðunum Spurður um vefþjóninn sem Trump heldur fram að sé að finna í Úkraínu sagði Mulvaney að það mál tengdist opinberri rannsókn dómsmálaráðuneytisins. „Ert þú að segja mér að forseti Bandaríkjanna, handhafi Framkvæmdavaldsins, geti ekki beðið einhvern um að aðstoða við opinbera rannsókn á misferli? Mér finnst stórfurðulegt að þú haldir að það sé ekki hægt,“ svaraði Mulvaney spurningu blaðamanns á fundinum. Mulvaney sagði þá að forsetinn hafi ekki gerst sekur um misferli og embættisbrot. Þeir starfsmenn ríkisstjórnarinnar, núverandi jafnt sem fyrrverandi, sem komið hafi fyrir þingnefndir hafi einfaldlega ímugust á stefnumálum Trump í utanríkismálum. „Það sem þið eruð að sjá gerast núna, held ég, að séu hópur kerfiskarla sem segja: Heyrðu nú, mér líkar illa við stefnu Trump svo ég ætla að taka þátt í þessum nornaveiðum sem eiga sér stað uppi á hæðinni [Bandaríkjaþingi],“ sagði Mulvaney og bætti við að Bandaríkin hafi reglulega haldið eftir hernaðaraðstoð og benti í því samhengi til Gvatemala, El Salvador og Hondúras.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendiherra segist hafa verið ósáttur við ákvörðun Trump en fylgt henni samt Einn þeirra sem eru í miðpunkti Úkraínumáls Trump Bandaríkjaforseta segist ekki hafa gert sér grein fyrir að meira hafi hangið á spýtunni í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld. 17. október 2019 16:04 Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Sendiherra segist hafa verið ósáttur við ákvörðun Trump en fylgt henni samt Einn þeirra sem eru í miðpunkti Úkraínumáls Trump Bandaríkjaforseta segist ekki hafa gert sér grein fyrir að meira hafi hangið á spýtunni í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld. 17. október 2019 16:04
Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15