Iðnaðarráðherra jákvæð gagnvart ræktun á iðnaðarhampi Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2019 21:45 Iðnaðarráðherra tekur vel í að skoða hvort auðvelda megi ræktun á iðnaðarhampi á Íslandi. En þingmaður Pírata telur mikinn ávinning geta fylgt ræktun plöntunnar því úr henni sé hægt að vinna þúsundir vörutegunda, auk þess sem fáar plöntur bindi koltvísýring eins hratt og iðnaðarhampur. Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata spurði Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðanaðarráðherra á Alþingi í dag út í mögulega nýtingu á iðnaðarhampi á Íslandi. Nú væru um tuttugu og fimm þúsund vörutegundir í heiminum unnar úr iðanaðarmpi sem ekki innihéldi vímuefnið THC. „Fyrstu Levis gallabuxurnar voru saumaðar út striga sem ofinn var úr hampi og markaðassettar fyrir gullgrafara vegna þess hversu endingargóðar þær voru. Bílaframleiðendur í dag eru farnir að nota hamp við framleiðslu á innra og ytra byrði bifreiða, nú síðast Porsche,“ sagði Halldóra. Hún nefndi fleiri dæmi eins hampsteypu og tilraunir til framleiðslu lífdísils lofuðu góðu sem og tilraunir til ræktunar á iðnaðarhampi hér á landi. „Telur ráðherra tilefni til að skoða laga- og reglugerðaumhverfi með það að markmiði að fjarlægja hindranir og skapa hvata til að fara að rækta iðnaðarhamp í meira magni á Íslandi og framleiða vörur úr þeirri afurð,“ spurði Halldóra. Nokkur ráðuneyti þyrftu að koma að málinu þar sem samræma þyrfti lög og reglur. Ráðherra tók vel í fyrirspurnina og sagði nauðsynlegt að halda því til haga að iðanaðarhampur væri ekki til lyfja- eða vímuefnanotkunar. „Ég ætla ekki að fullyrða hvort það hafi einhver áhrif á regluverkið eða þá þröskulda og hindranir sem eru í dag; tengingin við það sem gefur vímu. En ef svo er þá eiga einhverjir fordómar eða skoðanir sem fólk kann að hafa á vímuefninu ekki að vera hindranir í annarri notkun sem hefur ekkert með það að gera. Það skiptir máli og ég tek það til mín að skoða það heildrænt og kanna hvort eitthvað er hægt að gera betur en nú er,“ sagði Þórdís Kolbrún. Alþingi Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Iðnaðarráðherra tekur vel í að skoða hvort auðvelda megi ræktun á iðnaðarhampi á Íslandi. En þingmaður Pírata telur mikinn ávinning geta fylgt ræktun plöntunnar því úr henni sé hægt að vinna þúsundir vörutegunda, auk þess sem fáar plöntur bindi koltvísýring eins hratt og iðnaðarhampur. Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata spurði Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðanaðarráðherra á Alþingi í dag út í mögulega nýtingu á iðnaðarhampi á Íslandi. Nú væru um tuttugu og fimm þúsund vörutegundir í heiminum unnar úr iðanaðarmpi sem ekki innihéldi vímuefnið THC. „Fyrstu Levis gallabuxurnar voru saumaðar út striga sem ofinn var úr hampi og markaðassettar fyrir gullgrafara vegna þess hversu endingargóðar þær voru. Bílaframleiðendur í dag eru farnir að nota hamp við framleiðslu á innra og ytra byrði bifreiða, nú síðast Porsche,“ sagði Halldóra. Hún nefndi fleiri dæmi eins hampsteypu og tilraunir til framleiðslu lífdísils lofuðu góðu sem og tilraunir til ræktunar á iðnaðarhampi hér á landi. „Telur ráðherra tilefni til að skoða laga- og reglugerðaumhverfi með það að markmiði að fjarlægja hindranir og skapa hvata til að fara að rækta iðnaðarhamp í meira magni á Íslandi og framleiða vörur úr þeirri afurð,“ spurði Halldóra. Nokkur ráðuneyti þyrftu að koma að málinu þar sem samræma þyrfti lög og reglur. Ráðherra tók vel í fyrirspurnina og sagði nauðsynlegt að halda því til haga að iðanaðarhampur væri ekki til lyfja- eða vímuefnanotkunar. „Ég ætla ekki að fullyrða hvort það hafi einhver áhrif á regluverkið eða þá þröskulda og hindranir sem eru í dag; tengingin við það sem gefur vímu. En ef svo er þá eiga einhverjir fordómar eða skoðanir sem fólk kann að hafa á vímuefninu ekki að vera hindranir í annarri notkun sem hefur ekkert með það að gera. Það skiptir máli og ég tek það til mín að skoða það heildrænt og kanna hvort eitthvað er hægt að gera betur en nú er,“ sagði Þórdís Kolbrún.
Alþingi Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira