Mælaborð sem greinir stöðu barna vann verðlaun UNICEF Sylvía Hall skrifar 17. október 2019 18:06 Hjördís Eva Þórðardóttir, frá UNICEF á Íslandi, Anna Elísabet Ólafsdóttir, verkefnastjóri innleiðingar Barnasáttmála SÞ hjá Kópavogsbæ, Páll Magnússon, bæjarritari Kópavogs, Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs með verðlaunagripinn. Aðsend Mælaborð sem þróað hefur verið af Kópavogsbæ í samvinnu við félagsmálaráðuneytið og UNICEF á Íslandi vann í dag alþjóðleg verðlaun UNICEF fyrir framúrskarandi lausnir og nýsköpun í nærumhverfi barna. Mælaborðið safnar tölfræðigögnum og greina þau í þeim tilgangi að fá betri mynd af almennri stöðu barna í samfélaginu og forgangsraða í þágu þeirra. Verðlaunin voru afhent á ráðstefnu UNICEF um innleiðingu barnasáttmálans í sveitarfélögum en ráðstefnan er haldin í Köln í Þýskalandi. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, tók við verðlaununum ásamt fulltrúum Kópavogs. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, var einnig með í för. „Ég hef haft sterka sannfæringu fyrir því að með breyttum vinnubrögðum og aukinni samvinnu getum við náð fram byltingu þegar kemur að málefnum barna á Íslandi. Það er mjög ánægjulegt að eitt af þeim samvinnuverkefnum sem lögð hefur verið áhersla á í þessari vegferð sé að fá stóra alþjóðlega viðurkenningu. Það gefur okkur byr í seglin og sýnir að við erum á réttri leið,” er haft eftir Ásmundi Einari í fréttatilkynningu. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, tekur í sama streng og tekur verðlaununum fagnandi. Þau séu viðurkenning á metnaðarfullri innleiðingu barnasáttmálans. „Markmiðið með mælaborðinu er að við getum forgangsraðað enn betur í þágu barna og vonandi mun það nýtast sem víðast, innanlands sem utan,“ segir Ármann. Fyrstu drög að mælaborðinu voru kynnt á ráðstefnunni Breytingar í þágu barna sem haldin var á vegum félags- og barnamálaráðherra þann 2. október síðastliðinn. Í fréttatilkynningu segir að þar hafi komið skýrt fram að með mælaborði megi tryggja rétta stýringu aðgerða í þágu barna og þar með betri nýtingu fjármuna. Vonir standa til þess að í náinni framtíð muni það geta nýst hverju og einu sveitarfélagi og þar með landinu öllu. Börn og uppeldi Félagsmál Kópavogur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Mælaborð sem þróað hefur verið af Kópavogsbæ í samvinnu við félagsmálaráðuneytið og UNICEF á Íslandi vann í dag alþjóðleg verðlaun UNICEF fyrir framúrskarandi lausnir og nýsköpun í nærumhverfi barna. Mælaborðið safnar tölfræðigögnum og greina þau í þeim tilgangi að fá betri mynd af almennri stöðu barna í samfélaginu og forgangsraða í þágu þeirra. Verðlaunin voru afhent á ráðstefnu UNICEF um innleiðingu barnasáttmálans í sveitarfélögum en ráðstefnan er haldin í Köln í Þýskalandi. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, tók við verðlaununum ásamt fulltrúum Kópavogs. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, var einnig með í för. „Ég hef haft sterka sannfæringu fyrir því að með breyttum vinnubrögðum og aukinni samvinnu getum við náð fram byltingu þegar kemur að málefnum barna á Íslandi. Það er mjög ánægjulegt að eitt af þeim samvinnuverkefnum sem lögð hefur verið áhersla á í þessari vegferð sé að fá stóra alþjóðlega viðurkenningu. Það gefur okkur byr í seglin og sýnir að við erum á réttri leið,” er haft eftir Ásmundi Einari í fréttatilkynningu. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, tekur í sama streng og tekur verðlaununum fagnandi. Þau séu viðurkenning á metnaðarfullri innleiðingu barnasáttmálans. „Markmiðið með mælaborðinu er að við getum forgangsraðað enn betur í þágu barna og vonandi mun það nýtast sem víðast, innanlands sem utan,“ segir Ármann. Fyrstu drög að mælaborðinu voru kynnt á ráðstefnunni Breytingar í þágu barna sem haldin var á vegum félags- og barnamálaráðherra þann 2. október síðastliðinn. Í fréttatilkynningu segir að þar hafi komið skýrt fram að með mælaborði megi tryggja rétta stýringu aðgerða í þágu barna og þar með betri nýtingu fjármuna. Vonir standa til þess að í náinni framtíð muni það geta nýst hverju og einu sveitarfélagi og þar með landinu öllu.
Börn og uppeldi Félagsmál Kópavogur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira