Sinnulítil gagnvart nýsköpunarfyrirtækjum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. október 2019 17:34 Tillagan er eitt af forgangsmálum þingflokksins þennan þingveturinn en frambjóðendur Samfylkingarinnar töluðu mikið um eflingu smærri fyrirtækja í aðdraganda síðustu alþingiskosninga. visir/vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mælti á Alþingi í dag fyrir þingsályktunartillögu um aðgerðir í þágu smærri fyrirtækja. Tillögunni, sem er í sjö liðum, er ætlað að styðja sérstaklega við rekstrarumhverfi smærri fyrirtæki og efla nýsköpun. „Við erum alltof sinnulítil gagnvart framsæknum nýsköpunarfyrirtækjum. Þetta eru gjarnan fyrirtæki sem eru drifin áfram af hugviti og þurfa að verða leiðandi í lífskjarasókn landsins til framtíðar. En við búum þeim alltof erfið lífsskilyrði,“ segir Logi. Tillagan er eitt af forgangsmálum þingflokksins þennan þingveturinn en frambjóðendur Samfylkingarinnar töluðu mikið um eflingu smærri fyrirtækja í aðdraganda síðustu alþingiskosninga. „Oft eru ákvarðanir teknar hérna inni er varða fyrirtæki hugsaðar út frá hagsmunum stærri fyrirtækja, jafnvel allra stærstu. Hér eru daglega viðfangsefni sem lúta að sértækum verkefnum, sértækum fyrirtækjum, stórum atvinnugreinum en aftur á móti virðist vera allt of lítið hugsað út frá hinu smáa. Þær aðgerðir sem flutningsmenn eru að leggja áherslu á hér gagnast auðvitað líka meðalstórum og stórum fyrirtækjum en með þessari tilraun er verið að reyna að hugsa út frá þörfum smærri fyrirtækja því þau eiga sér, virðist vera, færri málsvara hér inni á þingi,“ segir Logi á Alþingi. Í tillögunni er meðal annars lagt til að lækka tryggingagjald fyrir smærri fyrirtæki og auka ívilnanir, að þak á endurgreiðslu vegna nýsköpunar verði afnumið og að breytingar verði gerðar á skattalögum til að skapa hvata til fjárfestinga í nýsköpunarfyrirtækjum og að auka áherslu á iðn- og tæknimenntun, skapandi menntun og endurmenntun. Alþingi Nýsköpun Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mælti á Alþingi í dag fyrir þingsályktunartillögu um aðgerðir í þágu smærri fyrirtækja. Tillögunni, sem er í sjö liðum, er ætlað að styðja sérstaklega við rekstrarumhverfi smærri fyrirtæki og efla nýsköpun. „Við erum alltof sinnulítil gagnvart framsæknum nýsköpunarfyrirtækjum. Þetta eru gjarnan fyrirtæki sem eru drifin áfram af hugviti og þurfa að verða leiðandi í lífskjarasókn landsins til framtíðar. En við búum þeim alltof erfið lífsskilyrði,“ segir Logi. Tillagan er eitt af forgangsmálum þingflokksins þennan þingveturinn en frambjóðendur Samfylkingarinnar töluðu mikið um eflingu smærri fyrirtækja í aðdraganda síðustu alþingiskosninga. „Oft eru ákvarðanir teknar hérna inni er varða fyrirtæki hugsaðar út frá hagsmunum stærri fyrirtækja, jafnvel allra stærstu. Hér eru daglega viðfangsefni sem lúta að sértækum verkefnum, sértækum fyrirtækjum, stórum atvinnugreinum en aftur á móti virðist vera allt of lítið hugsað út frá hinu smáa. Þær aðgerðir sem flutningsmenn eru að leggja áherslu á hér gagnast auðvitað líka meðalstórum og stórum fyrirtækjum en með þessari tilraun er verið að reyna að hugsa út frá þörfum smærri fyrirtækja því þau eiga sér, virðist vera, færri málsvara hér inni á þingi,“ segir Logi á Alþingi. Í tillögunni er meðal annars lagt til að lækka tryggingagjald fyrir smærri fyrirtæki og auka ívilnanir, að þak á endurgreiðslu vegna nýsköpunar verði afnumið og að breytingar verði gerðar á skattalögum til að skapa hvata til fjárfestinga í nýsköpunarfyrirtækjum og að auka áherslu á iðn- og tæknimenntun, skapandi menntun og endurmenntun.
Alþingi Nýsköpun Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira