Strandboltamarkið fræga á tíu ára afmæli í dag en sökudólgurinn var sextán ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2019 14:00 Darren Bent skoraði með góðri hjálp frá strandbolta. Getty/ Mike Hewitt Liverpool situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í dag en fyrir nákvæmlega tíu árum síðan fékk liðið á sig eitt skrautlegasta markið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool mætti þá Sunderland á Leikvangi ljósanna í Sunderland í níundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool hafði náð hæst þriðja sæti eftir fjórða sigurinn í röð en tapaði síðasta leiknum fyrir landsleikjahlé sem var á móti verðandi meisturum í Chelsea. Leikurinn á móti Sunderland var sá fyrsti eftir landsleikjahléið.Exactly 10 years ago, one of the strangest goals in Premier League history was scored... Here are five things you may not know about Darren Bent's beach ball goal: https://t.co/hhING9lUJU#bbcfootballpic.twitter.com/DQOfIEuoja — BBC Sport (@BBCSport) October 17, 2019 Úrslitin réðust strax á fimmtu mínútu leiksins. Darren Bent fékk markið skráð á sig en boltinn endaði í markinu eftir að hafa hitt í strandbolta sem hafði borist frá áhorfendum og inn í teiginn. Dómarinn ákvað að dæma markið gilt en seinna koma það í ljós að markið átti aldrei að vera dæmt gilt. Liverpool tapaði þessum leik 1-0 og við tóku erfiðar vikur þar sem lítið gekk upp. Það var líka erfitt fyrir leikmenn og stjór félagsins að sætta sig við það að hafa tapað leik á Strandboltamarkinu fræga. Rafael Benitez var knattspyrnustjóri Liverpool á þessum tíma og Spánverjinn Pepe Reina stóð í markinu.Who the hell put the ball in there?? https://t.co/SOypAvV4vD — Pepe Reina (@PReina25) October 17, 2018 Breska ríkisútvarpið minntist þessa marks í dag og þar kom líka í ljós að sökudólgurinn var sextán ára gamall stuðningsmaður Liverpool sem átti sjálfur mjög erfiða daga í kjölfarið. Hinn sextán ára gamli Callum Campbell átti ekki boltann en það var hann sem sló hann í átt að vellinum. Krafturinn var það mikill að boltinn endaði inn í teig fyrir framan Pepe Reina. „Hvernig átti ég að vita hvað myndi gerast?,“ sagði Callum Campbell í blaðaviðtali á sínum tíma en hann fékk líflátshótanir í kjölfarið. Einhver sagði honum að gera líkkistuna klára og annar ætlaði að gera úr honum karrýrétt. Boltinn er svo frægur að það er hægt að skoða hann á National Football Museum í Manchester borg.ON THIS DAY.. 10 years ago, Darren Bent scored against Liverpool with his shot deflecting off a beach ball past Pepe Reina. Sunderland went on to win the game 1-0 and the iconic moment was never forgotten.pic.twitter.com/kJQ2ooSPUr — Oddschanger (@Oddschanger) October 17, 2019 Enski boltinn Tímamót Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Liverpool situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í dag en fyrir nákvæmlega tíu árum síðan fékk liðið á sig eitt skrautlegasta markið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool mætti þá Sunderland á Leikvangi ljósanna í Sunderland í níundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool hafði náð hæst þriðja sæti eftir fjórða sigurinn í röð en tapaði síðasta leiknum fyrir landsleikjahlé sem var á móti verðandi meisturum í Chelsea. Leikurinn á móti Sunderland var sá fyrsti eftir landsleikjahléið.Exactly 10 years ago, one of the strangest goals in Premier League history was scored... Here are five things you may not know about Darren Bent's beach ball goal: https://t.co/hhING9lUJU#bbcfootballpic.twitter.com/DQOfIEuoja — BBC Sport (@BBCSport) October 17, 2019 Úrslitin réðust strax á fimmtu mínútu leiksins. Darren Bent fékk markið skráð á sig en boltinn endaði í markinu eftir að hafa hitt í strandbolta sem hafði borist frá áhorfendum og inn í teiginn. Dómarinn ákvað að dæma markið gilt en seinna koma það í ljós að markið átti aldrei að vera dæmt gilt. Liverpool tapaði þessum leik 1-0 og við tóku erfiðar vikur þar sem lítið gekk upp. Það var líka erfitt fyrir leikmenn og stjór félagsins að sætta sig við það að hafa tapað leik á Strandboltamarkinu fræga. Rafael Benitez var knattspyrnustjóri Liverpool á þessum tíma og Spánverjinn Pepe Reina stóð í markinu.Who the hell put the ball in there?? https://t.co/SOypAvV4vD — Pepe Reina (@PReina25) October 17, 2018 Breska ríkisútvarpið minntist þessa marks í dag og þar kom líka í ljós að sökudólgurinn var sextán ára gamall stuðningsmaður Liverpool sem átti sjálfur mjög erfiða daga í kjölfarið. Hinn sextán ára gamli Callum Campbell átti ekki boltann en það var hann sem sló hann í átt að vellinum. Krafturinn var það mikill að boltinn endaði inn í teig fyrir framan Pepe Reina. „Hvernig átti ég að vita hvað myndi gerast?,“ sagði Callum Campbell í blaðaviðtali á sínum tíma en hann fékk líflátshótanir í kjölfarið. Einhver sagði honum að gera líkkistuna klára og annar ætlaði að gera úr honum karrýrétt. Boltinn er svo frægur að það er hægt að skoða hann á National Football Museum í Manchester borg.ON THIS DAY.. 10 years ago, Darren Bent scored against Liverpool with his shot deflecting off a beach ball past Pepe Reina. Sunderland went on to win the game 1-0 and the iconic moment was never forgotten.pic.twitter.com/kJQ2ooSPUr — Oddschanger (@Oddschanger) October 17, 2019
Enski boltinn Tímamót Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira