Börnin geta líka bjargað mannslífum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. október 2019 20:00 Um fjórðungur þeirra sem lendir í hjartastoppi utan heilbrigðisstofnana á Íslandi lifir af en það er mun betra hlutfall en gengur og gerist í öðrum löndum að sögn hjartalæknis. Í tilefni af alþjóðlega endurlífgunardeginum sem er í dag tóku nemendur í Víðistaðaskóla þátt í að ýta úr vör verkefni sem ber yfirskriftina Börnin bjarga. Ísland stendur nokkuð vel að vígi hvað varðar þekkingu og kunnáttu til endurlífgunar en á seinustu fimm árum hafa 60 þúsund fullorðnir fengið kennslu í endurlífgun. „Af þeim hundrað sem fara í hjartastopp hér á Reykjavíkursvæðinu þá eru 25-30 sem lifa af. Annars staðar í heiminum eru þetta bara 10% eða lægri tölur,“ segir Hjörtur Oddsson, hjartalæknir og formaður Endurlífgunarráðs Íslands. Með hjálp styrktaraðila voru nýverið fest kaup á nokkrum dúkkum sem notaðar verða í kennsluverkefni í endurlífgun sem heitir Börnin bjarga. „Við erum að innleiða endurlífgunarfræðslu í skyldufræðsluefni skólahjúkrunarfræðinga heilt yfir landið í 6.-10. bekk alltaf árvisst, á hverju einasta ári erum við að kenna þeim endurlífgun,“ segir Ilmur Dögg Níelsdóttir, skólahjúkrunarfræðingur í Víðisstaðaskóla. 9. bekkingar í Víðistaðaskóla hafa ekki látið sitt eftir liggja en Hrafnkell Árni Guðmundsson er einn þeirra. „Fyrst tékkar maður hvort að hann sé örugglega meðvitundarlaus, kíkir hvort hann sé að anda og kíkir hvort tungan sé föst í kokinu og svo hringir maður í 112 og svo byrjar maður bara að hnoða,“ segir Hrafnkell. Börn og uppeldi Hafnarfjörður Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Um fjórðungur þeirra sem lendir í hjartastoppi utan heilbrigðisstofnana á Íslandi lifir af en það er mun betra hlutfall en gengur og gerist í öðrum löndum að sögn hjartalæknis. Í tilefni af alþjóðlega endurlífgunardeginum sem er í dag tóku nemendur í Víðistaðaskóla þátt í að ýta úr vör verkefni sem ber yfirskriftina Börnin bjarga. Ísland stendur nokkuð vel að vígi hvað varðar þekkingu og kunnáttu til endurlífgunar en á seinustu fimm árum hafa 60 þúsund fullorðnir fengið kennslu í endurlífgun. „Af þeim hundrað sem fara í hjartastopp hér á Reykjavíkursvæðinu þá eru 25-30 sem lifa af. Annars staðar í heiminum eru þetta bara 10% eða lægri tölur,“ segir Hjörtur Oddsson, hjartalæknir og formaður Endurlífgunarráðs Íslands. Með hjálp styrktaraðila voru nýverið fest kaup á nokkrum dúkkum sem notaðar verða í kennsluverkefni í endurlífgun sem heitir Börnin bjarga. „Við erum að innleiða endurlífgunarfræðslu í skyldufræðsluefni skólahjúkrunarfræðinga heilt yfir landið í 6.-10. bekk alltaf árvisst, á hverju einasta ári erum við að kenna þeim endurlífgun,“ segir Ilmur Dögg Níelsdóttir, skólahjúkrunarfræðingur í Víðisstaðaskóla. 9. bekkingar í Víðistaðaskóla hafa ekki látið sitt eftir liggja en Hrafnkell Árni Guðmundsson er einn þeirra. „Fyrst tékkar maður hvort að hann sé örugglega meðvitundarlaus, kíkir hvort hann sé að anda og kíkir hvort tungan sé föst í kokinu og svo hringir maður í 112 og svo byrjar maður bara að hnoða,“ segir Hrafnkell.
Börn og uppeldi Hafnarfjörður Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira