Borgin dreifir límmiðum til borgarbúa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. október 2019 15:10 Líf Magneudóttir er borgarfulltrúi Vinstri grænna og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu þess efnis að Reykjavíkurborg standi fyrir dreifingu á límmiðum til borgarbúa til að afþakka fjölpóst og fríblöð. Aðgerðin er liður í úrgangsáætlun Reykjavíkurborgar en hefur tafist nokkuð að sögn Lífar Magneudóttur, formanns nefndarinnar, sem fagnar áfanganum. Áætlað er að aðgerðin kosti á bilinu eina til eina og hálfa milljón króna. Í tillögunni segir að litið sé á aðgerðina sem hvatningu til íbúa um að afþakka óumbeðnar fjöldasendingar. Ávinningurinn geti bæði verið af umhverfisvænum og fjárhagslegum toga að því leiti að umfang framleiðslu og dreifingar á efni minnki og þar af leiðandi magn þess pappírs sem fellur til. Þrír möguleikar munu samkvæmt tillögunni standa íbúum til boða með átakinu. Í fyrsta lagi er valmöguleiki um að allur fjölpóstur og fríblöð verði afþökkuð og í öðru lagi að allur fjölpóstur, annar en fríblöð, sé afþakkaður. Í þriðja lagi verður hægt að óska eftir vissum fjölda fríblaða en annar fjölpóstur afþakkaður en þessi valmöguleiki er ætlaður fyrir fjöleignarhús. Ný lög um póstþjónustu taka gildi um áramótin en með þeim verður lögfestur réttur neytenda til að afþakka fjölpóst og fríblöð. Samkvæmt lögunum er gert ráð fyrir að nægjanlegt sé að setja „ótvíræða merkingu“ um að ekki sé óskað eftir fjölpósti eða fríblöðum til að afþakka sendingarnar. Dreifingaraðila póst verður samkvæmt lögunum skylt „að virða merkingar notenda sem kveða á um að viðkomandi viðtakandi óski ekki eftir óumbeðnum fjöldasendingum, svo sem fjölpósti, fríblöðum eða almennu kynningarefni frá fyrirtækjum.“ Undanþegnar þessu eru tilkynningar frá veitufyrirtækjum ef til að mynda sé um að ræða tilkynningar um tímabundið rof á þjónustu vegna framkvæmda. Sama gildir um kynningarefni vegna kosninga á vegum stjórnvalda, tilkynningar sveitarfélaga til íbúa og tilkynningar sem varða almannahag og almannaöryggi. Að því er fram kemur í úrgangsáætlun borgarinnar er málum þannig háttað nú að íbúar þurfa að skrá vilja sinn hjá þeim aðilum sem dreifa fjölpósti og fríblöðum. Þannig þurfa þeir sem vilja afþakka allar slíkar sendingar að setja upp þrjá límmiða frá tveimur dreifingaraðilum við bréfalúgur eða póstkassa. Borgarstjórn Fjölmiðlar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu þess efnis að Reykjavíkurborg standi fyrir dreifingu á límmiðum til borgarbúa til að afþakka fjölpóst og fríblöð. Aðgerðin er liður í úrgangsáætlun Reykjavíkurborgar en hefur tafist nokkuð að sögn Lífar Magneudóttur, formanns nefndarinnar, sem fagnar áfanganum. Áætlað er að aðgerðin kosti á bilinu eina til eina og hálfa milljón króna. Í tillögunni segir að litið sé á aðgerðina sem hvatningu til íbúa um að afþakka óumbeðnar fjöldasendingar. Ávinningurinn geti bæði verið af umhverfisvænum og fjárhagslegum toga að því leiti að umfang framleiðslu og dreifingar á efni minnki og þar af leiðandi magn þess pappírs sem fellur til. Þrír möguleikar munu samkvæmt tillögunni standa íbúum til boða með átakinu. Í fyrsta lagi er valmöguleiki um að allur fjölpóstur og fríblöð verði afþökkuð og í öðru lagi að allur fjölpóstur, annar en fríblöð, sé afþakkaður. Í þriðja lagi verður hægt að óska eftir vissum fjölda fríblaða en annar fjölpóstur afþakkaður en þessi valmöguleiki er ætlaður fyrir fjöleignarhús. Ný lög um póstþjónustu taka gildi um áramótin en með þeim verður lögfestur réttur neytenda til að afþakka fjölpóst og fríblöð. Samkvæmt lögunum er gert ráð fyrir að nægjanlegt sé að setja „ótvíræða merkingu“ um að ekki sé óskað eftir fjölpósti eða fríblöðum til að afþakka sendingarnar. Dreifingaraðila póst verður samkvæmt lögunum skylt „að virða merkingar notenda sem kveða á um að viðkomandi viðtakandi óski ekki eftir óumbeðnum fjöldasendingum, svo sem fjölpósti, fríblöðum eða almennu kynningarefni frá fyrirtækjum.“ Undanþegnar þessu eru tilkynningar frá veitufyrirtækjum ef til að mynda sé um að ræða tilkynningar um tímabundið rof á þjónustu vegna framkvæmda. Sama gildir um kynningarefni vegna kosninga á vegum stjórnvalda, tilkynningar sveitarfélaga til íbúa og tilkynningar sem varða almannahag og almannaöryggi. Að því er fram kemur í úrgangsáætlun borgarinnar er málum þannig háttað nú að íbúar þurfa að skrá vilja sinn hjá þeim aðilum sem dreifa fjölpósti og fríblöðum. Þannig þurfa þeir sem vilja afþakka allar slíkar sendingar að setja upp þrjá límmiða frá tveimur dreifingaraðilum við bréfalúgur eða póstkassa.
Borgarstjórn Fjölmiðlar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira