Samtök iðnaðarins vilja rjúfa eignartengsl Landsvirkjunar og Landsnets Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2019 12:14 Guðrún Hafsteinsdóttir formaður samtakanna segir þau hvetja stjórnvöld til að rjúfa eignartengsl milli Landsnets, sem dreifir raforkunni, og Landsvirkjunar sem er stærsti roforkuframleiðandi landsins. Fréttablaðið/Vilhelm Samtök iðnaðarins hvetja stjórnvöld til að rjúfa eignarhald á milli Landsnets og Landsvirkjunar og að kaupendur raforku geti selt umframorku aftur inn á dreifikerfið. Samtökin kynntu níu tillögur til að auka samkeppni á raforkumarkaði á fundi í Hörpu í morgun. Í tillögunum sem Samtök iðnaðarins kynnti í morgun segir meðal annars að tryggja þurfi samkeppnishæft raforkuverð við önnur lönd með endurgreiðslum á grundvelli umhverfissjónarmiða vegna nýtingar á grænni orku. Hið opinbera setji eigendastefnu fyrir starfsemi raforkufyrirtækja í opinberri eigu. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður samtakanna segir þau hvetja stjórnvöld til að rjúfa eignartengsl milli Landsnets, sem dreifir raforkunni, og Landsvirkjunar sem er stærsti roforkuframleiðandi landsins. „Við leggjum einnig til að ríkið komi að því að koma hér á virkari raforkumarkaði. Við erum líka að hvetja ríkið til að koma að málaflokknum með grænum sköttum. Sem yrði þá hvatning til fyrirtækja til að gera enn betur,“ segir Guðrún. Það þekkist víða í Bandaríkjunum og sjálfsagt annars staðar að kaupendur orku sem nýta hana ekki til fulls geti selt umfram orkuna inn á landsnetið.. Samtök iðnaðarins leggja til að það verði einnig heimilt hér. Þarna sé verið að hugsa bæði um stórnotendur og millistóra notendur. Þetta gæti til að mynda átt við um álverin sem kaupi mikla orku. „Raforka er skilgreind sem vara. Þeir sem sitja á henni geti þá nýtt hana og selt hana til annarra í stað þess að hún detti niður hjá þeim sem nýta,“ segir Guðrún. Í dag sé um fimm prósenta tap á orku í kerfinu auk þess sem tapist hjá fyrirtækjum sem eigi umframorku. „Og við eigum auðvitað að nýta vel þær auðlindir og þau verðmæti sem við sitjum á. Þetta er liður í því,“ segir formaður Samtaka iðnaðarins. Við fjöllum nánar um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heyrum þá meðal annars í Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðarráðherra. Orkumál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Samtök iðnaðarins hvetja stjórnvöld til að rjúfa eignarhald á milli Landsnets og Landsvirkjunar og að kaupendur raforku geti selt umframorku aftur inn á dreifikerfið. Samtökin kynntu níu tillögur til að auka samkeppni á raforkumarkaði á fundi í Hörpu í morgun. Í tillögunum sem Samtök iðnaðarins kynnti í morgun segir meðal annars að tryggja þurfi samkeppnishæft raforkuverð við önnur lönd með endurgreiðslum á grundvelli umhverfissjónarmiða vegna nýtingar á grænni orku. Hið opinbera setji eigendastefnu fyrir starfsemi raforkufyrirtækja í opinberri eigu. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður samtakanna segir þau hvetja stjórnvöld til að rjúfa eignartengsl milli Landsnets, sem dreifir raforkunni, og Landsvirkjunar sem er stærsti roforkuframleiðandi landsins. „Við leggjum einnig til að ríkið komi að því að koma hér á virkari raforkumarkaði. Við erum líka að hvetja ríkið til að koma að málaflokknum með grænum sköttum. Sem yrði þá hvatning til fyrirtækja til að gera enn betur,“ segir Guðrún. Það þekkist víða í Bandaríkjunum og sjálfsagt annars staðar að kaupendur orku sem nýta hana ekki til fulls geti selt umfram orkuna inn á landsnetið.. Samtök iðnaðarins leggja til að það verði einnig heimilt hér. Þarna sé verið að hugsa bæði um stórnotendur og millistóra notendur. Þetta gæti til að mynda átt við um álverin sem kaupi mikla orku. „Raforka er skilgreind sem vara. Þeir sem sitja á henni geti þá nýtt hana og selt hana til annarra í stað þess að hún detti niður hjá þeim sem nýta,“ segir Guðrún. Í dag sé um fimm prósenta tap á orku í kerfinu auk þess sem tapist hjá fyrirtækjum sem eigi umframorku. „Og við eigum auðvitað að nýta vel þær auðlindir og þau verðmæti sem við sitjum á. Þetta er liður í því,“ segir formaður Samtaka iðnaðarins. Við fjöllum nánar um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heyrum þá meðal annars í Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðarráðherra.
Orkumál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira