Þjálfari Írlands ósáttur við aðstæður í Víkinni og kennir dómaranum um tapið Arnar Geir Halldórsson skrifar 16. október 2019 09:00 Sveinn Aron í þann mund að skora úr vítaspyrnunni umdeildu. Vísir/Bára Íslenska landsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, vann 1-0 sigur á jafnöldrum sínum frá Írlandi í gær í undankeppni EM 2021 en leikið var á Heimavelli hamingjunnar í Víkinni. Stephen Kenny, þjálfari írska liðsins, segir farir sínar ekki sléttar af heimsókn síns liðs til Íslands en í viðtali við írska fjölmiðilinn Independent byrjar hann á að kenna dómara leiksins um úrslitin. „Það er svekkjandi að tapa leiknum á vítaspyrnu sem var ekki réttur dómur. Lee fékk boltann í bakið og dómarinn dæmir víti og gefur honum spjald. Við erum mjög vonsviknir með að tapa leiknum á þessari ákvörðun,“ segir Kenny áður en hann talar um óboðlegar aðstæður en nokkuð hvasst var í Reykjavík í gær þegar leikurinn fór fram. Í greininni segir að aðstæður hafi verið algjör andstæða við síðasta leik Íra en þeir léku fyrir framan 7231 áhorfanda á Tallaght leikvangnum í Dublin þegar þeir fengu Ítalíu í heimsókn í riðlinum á dögunum. „Þetta voru súrrealískar aðstæður fyrir landsleik. Við komum frá leiknum gegn Ítalíu yfir í að spila fyrir framan 40 áhorfendur í hávaðarroki á velli sem er opinn á þremur hliðum,“ segir Kenny. „Þegar leikir eru spilaðir á góðum velli, eins og við gerðum gegn Svíum og Ítölum, ráðast úrslitin á því hvort liðið er hæfileikaríkara og hefur meiri gæði. Þessi leikur gegn Íslandi varð að algjörum farsa og okkar leikmenn þurftu að sýna annars konar eiginleika. Við gerðum það en Ísland var með alla sína leikmenn fyrir aftan boltann eftir að þeir skoruðu og þá er erfitt að brjóta þá á bak aftur,“ segir Kenny. Atriðin sem um ræðir má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar Þór: Ætlum aðeins að fá að njóta þess að hafa tekið þrjú stig Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands var að vonum ánægður með 1-0 sigur íslenska U21 árs landsliðsins í knattspyrnu í dag en sigurinn þýðir að liðið er komið á topp síns riðils í undankeppni EM 2021. Arnar segir að strákarnir hafi svarað fyrir sig eftir erfitt tap í síðasta leik en þá lá liðið 5-0 gegn Svíum. 15. október 2019 19:15 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Írland 1-0 | Naumur sigur kom Íslandi upp í 2. sætið Íslenska U21 árs landsliðið lagði Írland í undankeppni EM 2021. Lokatölur 1-0 Íslands í vil þökk sé marki Sveins Arons Guðjohnsen úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Með sigrinum er Ísland komið í annað sæti riðilsins með 9 stig að loknum fjórum umferðum. Undir lok leiks ætlaði allt að sjóða upp úr en Írarnir voru greinilega ósáttir með tap dagsins. 15. október 2019 19:00 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, vann 1-0 sigur á jafnöldrum sínum frá Írlandi í gær í undankeppni EM 2021 en leikið var á Heimavelli hamingjunnar í Víkinni. Stephen Kenny, þjálfari írska liðsins, segir farir sínar ekki sléttar af heimsókn síns liðs til Íslands en í viðtali við írska fjölmiðilinn Independent byrjar hann á að kenna dómara leiksins um úrslitin. „Það er svekkjandi að tapa leiknum á vítaspyrnu sem var ekki réttur dómur. Lee fékk boltann í bakið og dómarinn dæmir víti og gefur honum spjald. Við erum mjög vonsviknir með að tapa leiknum á þessari ákvörðun,“ segir Kenny áður en hann talar um óboðlegar aðstæður en nokkuð hvasst var í Reykjavík í gær þegar leikurinn fór fram. Í greininni segir að aðstæður hafi verið algjör andstæða við síðasta leik Íra en þeir léku fyrir framan 7231 áhorfanda á Tallaght leikvangnum í Dublin þegar þeir fengu Ítalíu í heimsókn í riðlinum á dögunum. „Þetta voru súrrealískar aðstæður fyrir landsleik. Við komum frá leiknum gegn Ítalíu yfir í að spila fyrir framan 40 áhorfendur í hávaðarroki á velli sem er opinn á þremur hliðum,“ segir Kenny. „Þegar leikir eru spilaðir á góðum velli, eins og við gerðum gegn Svíum og Ítölum, ráðast úrslitin á því hvort liðið er hæfileikaríkara og hefur meiri gæði. Þessi leikur gegn Íslandi varð að algjörum farsa og okkar leikmenn þurftu að sýna annars konar eiginleika. Við gerðum það en Ísland var með alla sína leikmenn fyrir aftan boltann eftir að þeir skoruðu og þá er erfitt að brjóta þá á bak aftur,“ segir Kenny. Atriðin sem um ræðir má sjá í spilaranum neðst í fréttinni.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar Þór: Ætlum aðeins að fá að njóta þess að hafa tekið þrjú stig Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands var að vonum ánægður með 1-0 sigur íslenska U21 árs landsliðsins í knattspyrnu í dag en sigurinn þýðir að liðið er komið á topp síns riðils í undankeppni EM 2021. Arnar segir að strákarnir hafi svarað fyrir sig eftir erfitt tap í síðasta leik en þá lá liðið 5-0 gegn Svíum. 15. október 2019 19:15 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Írland 1-0 | Naumur sigur kom Íslandi upp í 2. sætið Íslenska U21 árs landsliðið lagði Írland í undankeppni EM 2021. Lokatölur 1-0 Íslands í vil þökk sé marki Sveins Arons Guðjohnsen úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Með sigrinum er Ísland komið í annað sæti riðilsins með 9 stig að loknum fjórum umferðum. Undir lok leiks ætlaði allt að sjóða upp úr en Írarnir voru greinilega ósáttir með tap dagsins. 15. október 2019 19:00 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Arnar Þór: Ætlum aðeins að fá að njóta þess að hafa tekið þrjú stig Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands var að vonum ánægður með 1-0 sigur íslenska U21 árs landsliðsins í knattspyrnu í dag en sigurinn þýðir að liðið er komið á topp síns riðils í undankeppni EM 2021. Arnar segir að strákarnir hafi svarað fyrir sig eftir erfitt tap í síðasta leik en þá lá liðið 5-0 gegn Svíum. 15. október 2019 19:15
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Írland 1-0 | Naumur sigur kom Íslandi upp í 2. sætið Íslenska U21 árs landsliðið lagði Írland í undankeppni EM 2021. Lokatölur 1-0 Íslands í vil þökk sé marki Sveins Arons Guðjohnsen úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Með sigrinum er Ísland komið í annað sæti riðilsins með 9 stig að loknum fjórum umferðum. Undir lok leiks ætlaði allt að sjóða upp úr en Írarnir voru greinilega ósáttir með tap dagsins. 15. október 2019 19:00
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó