Þjálfari Írlands ósáttur við aðstæður í Víkinni og kennir dómaranum um tapið Arnar Geir Halldórsson skrifar 16. október 2019 09:00 Sveinn Aron í þann mund að skora úr vítaspyrnunni umdeildu. Vísir/Bára Íslenska landsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, vann 1-0 sigur á jafnöldrum sínum frá Írlandi í gær í undankeppni EM 2021 en leikið var á Heimavelli hamingjunnar í Víkinni. Stephen Kenny, þjálfari írska liðsins, segir farir sínar ekki sléttar af heimsókn síns liðs til Íslands en í viðtali við írska fjölmiðilinn Independent byrjar hann á að kenna dómara leiksins um úrslitin. „Það er svekkjandi að tapa leiknum á vítaspyrnu sem var ekki réttur dómur. Lee fékk boltann í bakið og dómarinn dæmir víti og gefur honum spjald. Við erum mjög vonsviknir með að tapa leiknum á þessari ákvörðun,“ segir Kenny áður en hann talar um óboðlegar aðstæður en nokkuð hvasst var í Reykjavík í gær þegar leikurinn fór fram. Í greininni segir að aðstæður hafi verið algjör andstæða við síðasta leik Íra en þeir léku fyrir framan 7231 áhorfanda á Tallaght leikvangnum í Dublin þegar þeir fengu Ítalíu í heimsókn í riðlinum á dögunum. „Þetta voru súrrealískar aðstæður fyrir landsleik. Við komum frá leiknum gegn Ítalíu yfir í að spila fyrir framan 40 áhorfendur í hávaðarroki á velli sem er opinn á þremur hliðum,“ segir Kenny. „Þegar leikir eru spilaðir á góðum velli, eins og við gerðum gegn Svíum og Ítölum, ráðast úrslitin á því hvort liðið er hæfileikaríkara og hefur meiri gæði. Þessi leikur gegn Íslandi varð að algjörum farsa og okkar leikmenn þurftu að sýna annars konar eiginleika. Við gerðum það en Ísland var með alla sína leikmenn fyrir aftan boltann eftir að þeir skoruðu og þá er erfitt að brjóta þá á bak aftur,“ segir Kenny. Atriðin sem um ræðir má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar Þór: Ætlum aðeins að fá að njóta þess að hafa tekið þrjú stig Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands var að vonum ánægður með 1-0 sigur íslenska U21 árs landsliðsins í knattspyrnu í dag en sigurinn þýðir að liðið er komið á topp síns riðils í undankeppni EM 2021. Arnar segir að strákarnir hafi svarað fyrir sig eftir erfitt tap í síðasta leik en þá lá liðið 5-0 gegn Svíum. 15. október 2019 19:15 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Írland 1-0 | Naumur sigur kom Íslandi upp í 2. sætið Íslenska U21 árs landsliðið lagði Írland í undankeppni EM 2021. Lokatölur 1-0 Íslands í vil þökk sé marki Sveins Arons Guðjohnsen úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Með sigrinum er Ísland komið í annað sæti riðilsins með 9 stig að loknum fjórum umferðum. Undir lok leiks ætlaði allt að sjóða upp úr en Írarnir voru greinilega ósáttir með tap dagsins. 15. október 2019 19:00 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, vann 1-0 sigur á jafnöldrum sínum frá Írlandi í gær í undankeppni EM 2021 en leikið var á Heimavelli hamingjunnar í Víkinni. Stephen Kenny, þjálfari írska liðsins, segir farir sínar ekki sléttar af heimsókn síns liðs til Íslands en í viðtali við írska fjölmiðilinn Independent byrjar hann á að kenna dómara leiksins um úrslitin. „Það er svekkjandi að tapa leiknum á vítaspyrnu sem var ekki réttur dómur. Lee fékk boltann í bakið og dómarinn dæmir víti og gefur honum spjald. Við erum mjög vonsviknir með að tapa leiknum á þessari ákvörðun,“ segir Kenny áður en hann talar um óboðlegar aðstæður en nokkuð hvasst var í Reykjavík í gær þegar leikurinn fór fram. Í greininni segir að aðstæður hafi verið algjör andstæða við síðasta leik Íra en þeir léku fyrir framan 7231 áhorfanda á Tallaght leikvangnum í Dublin þegar þeir fengu Ítalíu í heimsókn í riðlinum á dögunum. „Þetta voru súrrealískar aðstæður fyrir landsleik. Við komum frá leiknum gegn Ítalíu yfir í að spila fyrir framan 40 áhorfendur í hávaðarroki á velli sem er opinn á þremur hliðum,“ segir Kenny. „Þegar leikir eru spilaðir á góðum velli, eins og við gerðum gegn Svíum og Ítölum, ráðast úrslitin á því hvort liðið er hæfileikaríkara og hefur meiri gæði. Þessi leikur gegn Íslandi varð að algjörum farsa og okkar leikmenn þurftu að sýna annars konar eiginleika. Við gerðum það en Ísland var með alla sína leikmenn fyrir aftan boltann eftir að þeir skoruðu og þá er erfitt að brjóta þá á bak aftur,“ segir Kenny. Atriðin sem um ræðir má sjá í spilaranum neðst í fréttinni.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar Þór: Ætlum aðeins að fá að njóta þess að hafa tekið þrjú stig Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands var að vonum ánægður með 1-0 sigur íslenska U21 árs landsliðsins í knattspyrnu í dag en sigurinn þýðir að liðið er komið á topp síns riðils í undankeppni EM 2021. Arnar segir að strákarnir hafi svarað fyrir sig eftir erfitt tap í síðasta leik en þá lá liðið 5-0 gegn Svíum. 15. október 2019 19:15 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Írland 1-0 | Naumur sigur kom Íslandi upp í 2. sætið Íslenska U21 árs landsliðið lagði Írland í undankeppni EM 2021. Lokatölur 1-0 Íslands í vil þökk sé marki Sveins Arons Guðjohnsen úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Með sigrinum er Ísland komið í annað sæti riðilsins með 9 stig að loknum fjórum umferðum. Undir lok leiks ætlaði allt að sjóða upp úr en Írarnir voru greinilega ósáttir með tap dagsins. 15. október 2019 19:00 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Arnar Þór: Ætlum aðeins að fá að njóta þess að hafa tekið þrjú stig Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands var að vonum ánægður með 1-0 sigur íslenska U21 árs landsliðsins í knattspyrnu í dag en sigurinn þýðir að liðið er komið á topp síns riðils í undankeppni EM 2021. Arnar segir að strákarnir hafi svarað fyrir sig eftir erfitt tap í síðasta leik en þá lá liðið 5-0 gegn Svíum. 15. október 2019 19:15
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Írland 1-0 | Naumur sigur kom Íslandi upp í 2. sætið Íslenska U21 árs landsliðið lagði Írland í undankeppni EM 2021. Lokatölur 1-0 Íslands í vil þökk sé marki Sveins Arons Guðjohnsen úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Með sigrinum er Ísland komið í annað sæti riðilsins með 9 stig að loknum fjórum umferðum. Undir lok leiks ætlaði allt að sjóða upp úr en Írarnir voru greinilega ósáttir með tap dagsins. 15. október 2019 19:00
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn