Hvað gerðist? Bjarni Karlsson skrifar 16. október 2019 08:15 Fyrst fæðist maður inn í einhverja fjölskyldu og býr þar í tuttugu ár. Öll hin árin er maður síðan að spyrja sig hvað var í gangi þarna? Eitt algengasta sársaukaefni hins almenna manns varðar léleg samskipti við ástvini. Þar getur margt komið til og stundum er djúpt á lausnum. Eitt er ég þó alltaf að sjá sem mig langar að benda á: Annars vegar eigum við flest okkar gömlu ástvini sem upphaflega voru í kjarnafjölskyldunni. Hins vegar eigum við líka gömul hlutverk innan fjölskyldunnar sem við báðum ekki um en fengum einhvern veginn í fangið. Margt fólk verður með tímanum svo langþreytt á hlutverki sínu innan gömlu fjölskyldunnar að það fer að hata það. Það nennir ekki lengur að vera alltaf þessi hressa og hjálpfúsa týpa eða tæknitröllið eða sáttamiðlarinn eða svarti sauðurinn eða samkomuhaldarinn eða tertuskreytirinn eða hvar maður einu sinni lenti í hlutverkalottói fjölskyldukerfisins. Og þegar maður þolir ekki lengur gamla hlutverkið sitt er stutt í að manni líði eins og maður þoli ekki fólkið sitt. Þá þarf að tala saman og samþykkja eftirfarandi: 1. Við erum ekki lengur kjarnafjölskylda heldur stórfjölskylda og þurfum hvert á öðru að halda sem slík. 2. Við þurfum ekki að vera sammála um hvað gerðist. 3. Við þurfum ekki nauðsynlega að vera vinir. En þegar við komum saman að gefnum tilefnum eins og skírnum eða nafngjöfum, afmælum, ættarmótum, útskriftum, hjónavígslum og jarðarförum þá sýnum við hvert öðru virðingu. Punktur! Með því að bera ábyrgð á sjálfum okkur og leyfa öðrum að bera ábyrgð á sér en varðveita virðinguna í samskiptum kynslóðanna hlúum við að tilfinningalegu langtímaminni stórfjölskyldunnar og verðum vitur og farsæl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Fyrst fæðist maður inn í einhverja fjölskyldu og býr þar í tuttugu ár. Öll hin árin er maður síðan að spyrja sig hvað var í gangi þarna? Eitt algengasta sársaukaefni hins almenna manns varðar léleg samskipti við ástvini. Þar getur margt komið til og stundum er djúpt á lausnum. Eitt er ég þó alltaf að sjá sem mig langar að benda á: Annars vegar eigum við flest okkar gömlu ástvini sem upphaflega voru í kjarnafjölskyldunni. Hins vegar eigum við líka gömul hlutverk innan fjölskyldunnar sem við báðum ekki um en fengum einhvern veginn í fangið. Margt fólk verður með tímanum svo langþreytt á hlutverki sínu innan gömlu fjölskyldunnar að það fer að hata það. Það nennir ekki lengur að vera alltaf þessi hressa og hjálpfúsa týpa eða tæknitröllið eða sáttamiðlarinn eða svarti sauðurinn eða samkomuhaldarinn eða tertuskreytirinn eða hvar maður einu sinni lenti í hlutverkalottói fjölskyldukerfisins. Og þegar maður þolir ekki lengur gamla hlutverkið sitt er stutt í að manni líði eins og maður þoli ekki fólkið sitt. Þá þarf að tala saman og samþykkja eftirfarandi: 1. Við erum ekki lengur kjarnafjölskylda heldur stórfjölskylda og þurfum hvert á öðru að halda sem slík. 2. Við þurfum ekki að vera sammála um hvað gerðist. 3. Við þurfum ekki nauðsynlega að vera vinir. En þegar við komum saman að gefnum tilefnum eins og skírnum eða nafngjöfum, afmælum, ættarmótum, útskriftum, hjónavígslum og jarðarförum þá sýnum við hvert öðru virðingu. Punktur! Með því að bera ábyrgð á sjálfum okkur og leyfa öðrum að bera ábyrgð á sér en varðveita virðinguna í samskiptum kynslóðanna hlúum við að tilfinningalegu langtímaminni stórfjölskyldunnar og verðum vitur og farsæl.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar