Hvað gerðist? Bjarni Karlsson skrifar 16. október 2019 08:15 Fyrst fæðist maður inn í einhverja fjölskyldu og býr þar í tuttugu ár. Öll hin árin er maður síðan að spyrja sig hvað var í gangi þarna? Eitt algengasta sársaukaefni hins almenna manns varðar léleg samskipti við ástvini. Þar getur margt komið til og stundum er djúpt á lausnum. Eitt er ég þó alltaf að sjá sem mig langar að benda á: Annars vegar eigum við flest okkar gömlu ástvini sem upphaflega voru í kjarnafjölskyldunni. Hins vegar eigum við líka gömul hlutverk innan fjölskyldunnar sem við báðum ekki um en fengum einhvern veginn í fangið. Margt fólk verður með tímanum svo langþreytt á hlutverki sínu innan gömlu fjölskyldunnar að það fer að hata það. Það nennir ekki lengur að vera alltaf þessi hressa og hjálpfúsa týpa eða tæknitröllið eða sáttamiðlarinn eða svarti sauðurinn eða samkomuhaldarinn eða tertuskreytirinn eða hvar maður einu sinni lenti í hlutverkalottói fjölskyldukerfisins. Og þegar maður þolir ekki lengur gamla hlutverkið sitt er stutt í að manni líði eins og maður þoli ekki fólkið sitt. Þá þarf að tala saman og samþykkja eftirfarandi: 1. Við erum ekki lengur kjarnafjölskylda heldur stórfjölskylda og þurfum hvert á öðru að halda sem slík. 2. Við þurfum ekki að vera sammála um hvað gerðist. 3. Við þurfum ekki nauðsynlega að vera vinir. En þegar við komum saman að gefnum tilefnum eins og skírnum eða nafngjöfum, afmælum, ættarmótum, útskriftum, hjónavígslum og jarðarförum þá sýnum við hvert öðru virðingu. Punktur! Með því að bera ábyrgð á sjálfum okkur og leyfa öðrum að bera ábyrgð á sér en varðveita virðinguna í samskiptum kynslóðanna hlúum við að tilfinningalegu langtímaminni stórfjölskyldunnar og verðum vitur og farsæl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrst fæðist maður inn í einhverja fjölskyldu og býr þar í tuttugu ár. Öll hin árin er maður síðan að spyrja sig hvað var í gangi þarna? Eitt algengasta sársaukaefni hins almenna manns varðar léleg samskipti við ástvini. Þar getur margt komið til og stundum er djúpt á lausnum. Eitt er ég þó alltaf að sjá sem mig langar að benda á: Annars vegar eigum við flest okkar gömlu ástvini sem upphaflega voru í kjarnafjölskyldunni. Hins vegar eigum við líka gömul hlutverk innan fjölskyldunnar sem við báðum ekki um en fengum einhvern veginn í fangið. Margt fólk verður með tímanum svo langþreytt á hlutverki sínu innan gömlu fjölskyldunnar að það fer að hata það. Það nennir ekki lengur að vera alltaf þessi hressa og hjálpfúsa týpa eða tæknitröllið eða sáttamiðlarinn eða svarti sauðurinn eða samkomuhaldarinn eða tertuskreytirinn eða hvar maður einu sinni lenti í hlutverkalottói fjölskyldukerfisins. Og þegar maður þolir ekki lengur gamla hlutverkið sitt er stutt í að manni líði eins og maður þoli ekki fólkið sitt. Þá þarf að tala saman og samþykkja eftirfarandi: 1. Við erum ekki lengur kjarnafjölskylda heldur stórfjölskylda og þurfum hvert á öðru að halda sem slík. 2. Við þurfum ekki að vera sammála um hvað gerðist. 3. Við þurfum ekki nauðsynlega að vera vinir. En þegar við komum saman að gefnum tilefnum eins og skírnum eða nafngjöfum, afmælum, ættarmótum, útskriftum, hjónavígslum og jarðarförum þá sýnum við hvert öðru virðingu. Punktur! Með því að bera ábyrgð á sjálfum okkur og leyfa öðrum að bera ábyrgð á sér en varðveita virðinguna í samskiptum kynslóðanna hlúum við að tilfinningalegu langtímaminni stórfjölskyldunnar og verðum vitur og farsæl.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun