Tollfrelsi EES og álið Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 16. október 2019 07:15 Í ár fagnar álframleiðsla á Íslandi 50 ára afmæli, en hálf öld er liðin frá því að álverið í Straumsvík hóf starfsemi. Framleitt magn var ekkert í líkingu við það sem framleitt er á Íslandi í dag, en með árunum jókst framleiðsla áls í Straumsvík og víðar á landinu og er framleiðslan á Íslandi í dag tæp 900 þúsund tonn á ári. Mikilvægi álframleiðslu fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélag er ótvírætt. Áliðnaðurinn skapar Íslandi ríkar gjaldeyristekjur og mikið af hátekju- og sérfræðistörfum. Hvort tveggja er mælikvarði á gæði þeirra starfa sem tiltekinn iðnaður skapar. Á síðasta ári fluttu íslensku álverin út afurðir fyrir 220 milljarða króna. Stærsti markaður álveranna er Evrópa. Innflutningur inn á Evrópumarkað frá löndum utan markaðarins er tollskyldur upp á fjögur til sjö prósent, en sökum aðildar Íslands að EES-svæðinu er Ísland fyrir innan tollamúrana.Álframleiðsla nýtur góðs af EES-aðild Í nýlegri skýrslu starfshóps um EES-samstarfið kemur fram að álframleiðsla á Íslandi njóti mjög góðs af aðild Íslands að EES. Í skýrslu starfshópsins kemur m.a. fram að „sameiginlegi EES-markaðurinn sé markaðssvæði íslenskra álvera. Þau eru þar innan tollamúra, en tollar á ál sem flutt er inn á evrópska efnahagssvæðið eru á bilinu 4-7%.“ Íslenskt efnahagslíf á mikið undir því að hér séu til staðar öflugar útflutningsgreinar og er stóriðjan ein þriggja undirstöðuatvinnugreina Íslendinga ásamt ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Stóriðjan telur fyrir um 15% útflutningstekna Íslendinga og kaupir um 80% af allri framleiddri orku hér á landi. Ör tækniþróun undanfarin ár hefur gert það að verkum að stærð álvera skiptir meira máli upp á hagkvæmni þeirra en talið var á árum áður. Þess vegna er það stóriðjunni mikilvægt að vera áfram innan tollamúra EES-svæðisins, og án EES-samningsins væri staða álframleiðslunnar, sem hefur byggt upp traustan grunn íslensks efnahagslífs í hálfa öld, önnur og verri en við þekkjum hana í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Njáll Trausti Friðbertsson Utanríkismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í ár fagnar álframleiðsla á Íslandi 50 ára afmæli, en hálf öld er liðin frá því að álverið í Straumsvík hóf starfsemi. Framleitt magn var ekkert í líkingu við það sem framleitt er á Íslandi í dag, en með árunum jókst framleiðsla áls í Straumsvík og víðar á landinu og er framleiðslan á Íslandi í dag tæp 900 þúsund tonn á ári. Mikilvægi álframleiðslu fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélag er ótvírætt. Áliðnaðurinn skapar Íslandi ríkar gjaldeyristekjur og mikið af hátekju- og sérfræðistörfum. Hvort tveggja er mælikvarði á gæði þeirra starfa sem tiltekinn iðnaður skapar. Á síðasta ári fluttu íslensku álverin út afurðir fyrir 220 milljarða króna. Stærsti markaður álveranna er Evrópa. Innflutningur inn á Evrópumarkað frá löndum utan markaðarins er tollskyldur upp á fjögur til sjö prósent, en sökum aðildar Íslands að EES-svæðinu er Ísland fyrir innan tollamúrana.Álframleiðsla nýtur góðs af EES-aðild Í nýlegri skýrslu starfshóps um EES-samstarfið kemur fram að álframleiðsla á Íslandi njóti mjög góðs af aðild Íslands að EES. Í skýrslu starfshópsins kemur m.a. fram að „sameiginlegi EES-markaðurinn sé markaðssvæði íslenskra álvera. Þau eru þar innan tollamúra, en tollar á ál sem flutt er inn á evrópska efnahagssvæðið eru á bilinu 4-7%.“ Íslenskt efnahagslíf á mikið undir því að hér séu til staðar öflugar útflutningsgreinar og er stóriðjan ein þriggja undirstöðuatvinnugreina Íslendinga ásamt ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Stóriðjan telur fyrir um 15% útflutningstekna Íslendinga og kaupir um 80% af allri framleiddri orku hér á landi. Ör tækniþróun undanfarin ár hefur gert það að verkum að stærð álvera skiptir meira máli upp á hagkvæmni þeirra en talið var á árum áður. Þess vegna er það stóriðjunni mikilvægt að vera áfram innan tollamúra EES-svæðisins, og án EES-samningsins væri staða álframleiðslunnar, sem hefur byggt upp traustan grunn íslensks efnahagslífs í hálfa öld, önnur og verri en við þekkjum hana í dag.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun