Utanríkisráðherra mun aldrei samþykkja ríkisábyrgð á bankainnistæður Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2019 21:15 Utanríkisráðherra leggst gegn því að gerð Evrópusambandsins um ríkisábyrgð á innistæður í bönkum verði tekin upp hér á landi og hann muni aldrei standa að því á meðan hann gegni embætti utanríkisráðherra. Bankar muni fara á hausinn í framtíðinni og með því að samþykkja ríkisábyrgð sé Icesave vörnin farin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti fyrir tveimur skýrslum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) á Alþingi í dag, annars vegar skýrslu starfshóps sem þrettán þingmenn óskuðu eftir og síðan skýrslu um framkvæmd samningsins undanfarið ár. Hann sagði þátttöku einstakra ráðuneyta og stofnana við tillögumótun innan EES samstarfsins hafa verið eflda þannig að Íslendingar kæmu að málum á frumstigi þeirra. En hann nefndi einnig mál sem verið hafi í mótun hjá Evrópusambandinu allt frá 2014 sem hann myndi aldrei samþiggja sem væri upptaka ríkisábygðar á innistæður í bönkum. Hann hafi fyrst andmælt þessu árið 2014. „Nægir að nefna að Icesavemál framtíðarinnar munu tapast verði slíkt ákvæði tekið upp í íslensk lög. Og það er alveg sama hversu góð kerfi Evrópusambandið eða aðrir finna upp; bankar munu fara á hausinn,“ sagði utanríkisráðherra. Kerfið sem var í gildi fyrir bankahrunið hafi átt að koma í veg fyrir slík áföll. „Ég ætla að lýsa því hér yfir að ég mun sem utanríkisráðherra Íslands aldrei standa að því að Ísland samþykki í sameiginlegu EES nefndinni eða á vettvangi EES samstarfsins upptöku og innleiðingu þessarar löggjafar með þeim hætti að hún feli í sér ríkisábyrgð á bankainnistæður. Aldrei,“ sagði Guðlaugur Þór. Þingmenn flestra flokka lýstu ánægju með skýrslurnar sem utanríkisráðherra mælti fyrir en ítrekuðu að íslensk stjórnvöld stæðu betur vaktina við mótun mála innan EES samstarfsins. Þó mátti skynja efasemdir hjá Ólafi Íslifssyni sem var fyrstu flutningsmaður á beiðni um gerð skýrslu um kosti og galla EES samstarfsins, meðal annars út af orkupakkamálinu þar sem skýrsla um stöðu mála hefði mátt koma fram fyrr. „Þess vegna fagna ég þeirri umræðu sem er hér um það að við beitum okkur í þessu ferli öllu saman á fyrri stigum en okkur auðnaðist að gera í orkupakkamálinu,“ sagði Ólafur. Alþingi Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Utanríkisráðherra leggst gegn því að gerð Evrópusambandsins um ríkisábyrgð á innistæður í bönkum verði tekin upp hér á landi og hann muni aldrei standa að því á meðan hann gegni embætti utanríkisráðherra. Bankar muni fara á hausinn í framtíðinni og með því að samþykkja ríkisábyrgð sé Icesave vörnin farin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti fyrir tveimur skýrslum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) á Alþingi í dag, annars vegar skýrslu starfshóps sem þrettán þingmenn óskuðu eftir og síðan skýrslu um framkvæmd samningsins undanfarið ár. Hann sagði þátttöku einstakra ráðuneyta og stofnana við tillögumótun innan EES samstarfsins hafa verið eflda þannig að Íslendingar kæmu að málum á frumstigi þeirra. En hann nefndi einnig mál sem verið hafi í mótun hjá Evrópusambandinu allt frá 2014 sem hann myndi aldrei samþiggja sem væri upptaka ríkisábygðar á innistæður í bönkum. Hann hafi fyrst andmælt þessu árið 2014. „Nægir að nefna að Icesavemál framtíðarinnar munu tapast verði slíkt ákvæði tekið upp í íslensk lög. Og það er alveg sama hversu góð kerfi Evrópusambandið eða aðrir finna upp; bankar munu fara á hausinn,“ sagði utanríkisráðherra. Kerfið sem var í gildi fyrir bankahrunið hafi átt að koma í veg fyrir slík áföll. „Ég ætla að lýsa því hér yfir að ég mun sem utanríkisráðherra Íslands aldrei standa að því að Ísland samþykki í sameiginlegu EES nefndinni eða á vettvangi EES samstarfsins upptöku og innleiðingu þessarar löggjafar með þeim hætti að hún feli í sér ríkisábyrgð á bankainnistæður. Aldrei,“ sagði Guðlaugur Þór. Þingmenn flestra flokka lýstu ánægju með skýrslurnar sem utanríkisráðherra mælti fyrir en ítrekuðu að íslensk stjórnvöld stæðu betur vaktina við mótun mála innan EES samstarfsins. Þó mátti skynja efasemdir hjá Ólafi Íslifssyni sem var fyrstu flutningsmaður á beiðni um gerð skýrslu um kosti og galla EES samstarfsins, meðal annars út af orkupakkamálinu þar sem skýrsla um stöðu mála hefði mátt koma fram fyrr. „Þess vegna fagna ég þeirri umræðu sem er hér um það að við beitum okkur í þessu ferli öllu saman á fyrri stigum en okkur auðnaðist að gera í orkupakkamálinu,“ sagði Ólafur.
Alþingi Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira