Ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2019 14:48 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir um tímamótasamkomulag að ræða. Vísir/Vilhelm Það var ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast á höfuðborgarsvæðinu fyrir notkun á samgöngumannvirkjum. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í annarri umræðu í borgarstjórn um samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Dagur ítrekaði þá skoðun sína að um tímamótasamkomulag væri að ræða sem marki þáttaskil í samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Einna helst hefur verið deilt um fyrirhugaða gjaldtöku til að fjármagna hluta þeirrar uppbyggingar sem fyrirhuguð er en enn hefur ekki verið útfært með hvaða hætti þeirri gjaldtöku verður háttað. Það mun falla í hlut Alþingis og framkvæmdavaldsins að komast að niðurstöðu umframtíðarfyrirkomulag gjaldtöku í vegakerfinu, ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu heldur á landsvísu. Dagur segir að með samkomulaginu verði hægt að flýta framkvæmdum umtalsvert, gert sé ráð fyrir framkvæmdum á næstu fimmtán árum sem annars hefðu tekið 40 til 50 ár. „Ég er stoltur af því að þessum risastóra áfanga hafi verið náð,“ segir Dagur.Segir rándýra óvissuferð framundan Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur lýst harðri andstöðu sinni við samkomulagið. Á fundi borgarstjórnar í dag sakaði hún meirihluta borgarstjórnar um að hafa þegar brotið samkomulagið þar sem að í gær hafi verið auglýstur rammasamningur um stýringu umferðarljósa, nokkuð sem kveðið er á um í 5. grein samkomulagsins. „Hvers vegna er Reykjavíkurborg ein að fara af stað með rammasamning, ekki útboð, heldur rammasamning, daginn áður en stendur til að samþykkja samkomulagið í borgarstjórn?“ sagði Vigdís. Samkomulagið feli í sér rándýra óvissuferð á kostnað skattgreiðenda að hennar sögn. Borgarstjóri svaraði því til að sjálfur þekkti hann ekki innihald þess tiltekna rammasamkomulags sem Vigdís vísaði til. Hann hygðist afla upplýsinga um það. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, ætlar ekki að styðja samkomulagið milli ríkis og sveitarfélaga um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Vegtollar Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Það var ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast á höfuðborgarsvæðinu fyrir notkun á samgöngumannvirkjum. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í annarri umræðu í borgarstjórn um samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Dagur ítrekaði þá skoðun sína að um tímamótasamkomulag væri að ræða sem marki þáttaskil í samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Einna helst hefur verið deilt um fyrirhugaða gjaldtöku til að fjármagna hluta þeirrar uppbyggingar sem fyrirhuguð er en enn hefur ekki verið útfært með hvaða hætti þeirri gjaldtöku verður háttað. Það mun falla í hlut Alþingis og framkvæmdavaldsins að komast að niðurstöðu umframtíðarfyrirkomulag gjaldtöku í vegakerfinu, ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu heldur á landsvísu. Dagur segir að með samkomulaginu verði hægt að flýta framkvæmdum umtalsvert, gert sé ráð fyrir framkvæmdum á næstu fimmtán árum sem annars hefðu tekið 40 til 50 ár. „Ég er stoltur af því að þessum risastóra áfanga hafi verið náð,“ segir Dagur.Segir rándýra óvissuferð framundan Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur lýst harðri andstöðu sinni við samkomulagið. Á fundi borgarstjórnar í dag sakaði hún meirihluta borgarstjórnar um að hafa þegar brotið samkomulagið þar sem að í gær hafi verið auglýstur rammasamningur um stýringu umferðarljósa, nokkuð sem kveðið er á um í 5. grein samkomulagsins. „Hvers vegna er Reykjavíkurborg ein að fara af stað með rammasamning, ekki útboð, heldur rammasamning, daginn áður en stendur til að samþykkja samkomulagið í borgarstjórn?“ sagði Vigdís. Samkomulagið feli í sér rándýra óvissuferð á kostnað skattgreiðenda að hennar sögn. Borgarstjóri svaraði því til að sjálfur þekkti hann ekki innihald þess tiltekna rammasamkomulags sem Vigdís vísaði til. Hann hygðist afla upplýsinga um það. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, ætlar ekki að styðja samkomulagið milli ríkis og sveitarfélaga um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Vegtollar Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira