Bottas tryggði Mercedes sögulegan titil Bragi Þórðarson skrifar 15. október 2019 06:00 Bottas tryggði sér sinn þriðja sigur á árinu í Japan um helgina. Getty Valtteri Bottas stóð uppi sem sigurvegari í japanska kappakstrinum um helgina og fyrir vikið varð Mercedes meistari sjötta árið í röð. Ekkert annað lið hefur náð þeim árangri en auk titla bílasmiða hefur liðið einnig unnið ökumannstitilinn öll þessi ár. Þó á Hamilton eftir að tryggja sér titilinn í ár en aðeins Bottas getur náð honum. Þetta Mercedes lið er því það besta í sögunni og slær metið af hinu magnaði Ferrari liði sem tryggði sér tvöfalda titla frá árunum 2000 til 2004 með Michael Schumacher í broddi fylkingar. Mercedes hefur verið algjörlega óstöðvandi síðan að turbo-hybrid vélarnar byrjuðu í Formúlunni árið 2014.GettyFerrari enn og aftur á ráspólEftir fyrstu æfingar leit út fyrir að Mercedes hefði yfirhöndina gegn Ferrari á Suzuka brautinni. Það varð ekki raunin í tímatökum sem fram fóru á sunnudagsmorgni vegna fellibylsins Hagibis sem gekk yfir Japan um helgina. Aðeins fimm sinnum í sögu Formúlu 1 höfðu tímatökur verið haldnar samdægurs kappakstrinum. Í öll skiptin voru það Þjóðverjar sem enduðu á ráspól undir þeim kringumstæðum. Sebastian Vettel ákvað að vera ekkert að brjóta þá hefð og tryggði sér ráspól eftir hreint út sagt magnaðann hring. Ferrari læstu fremstu röðinni er Charles Leclerc náði næstbesta tímanum. Hamilton datt alla leið niður í fimmta sætið í ræsingunni en eftir samstuð Max og Charles varð hann þriðji.GettyDraumar Ferrari urðu að martröð strax í fyrstu beygjuVettel fór hræðilega af stað og var dottin niður í annað sætið fyrir fyrstu beygju. Leclerc fór að sama skapi illa af stað. Í annari beygju klessti Mónakó-búinn á Red Bull bíl Max Verstappen með þeim afleiðingum að Max varð frá að hverfa seinna í keppninni. Leclerc kom sjötti í mark en eftir að hafa verið refsað fyrir atvikið á fyrsta hring féll hann niður í sjöunda sætið. Valtteri Bottas flaug af stað og leiddi alla keppnina. Annar þar á eftir kom Sebastian Vettel, aðeins hálfri sekúndu á undan verðandi heimsmeistara, Lewis Hamilton. Hamilton getur tryggt sér titilinn í næstu keppni sem fram fer í Mexíkó eftir tvær vikur. Formúla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Valtteri Bottas stóð uppi sem sigurvegari í japanska kappakstrinum um helgina og fyrir vikið varð Mercedes meistari sjötta árið í röð. Ekkert annað lið hefur náð þeim árangri en auk titla bílasmiða hefur liðið einnig unnið ökumannstitilinn öll þessi ár. Þó á Hamilton eftir að tryggja sér titilinn í ár en aðeins Bottas getur náð honum. Þetta Mercedes lið er því það besta í sögunni og slær metið af hinu magnaði Ferrari liði sem tryggði sér tvöfalda titla frá árunum 2000 til 2004 með Michael Schumacher í broddi fylkingar. Mercedes hefur verið algjörlega óstöðvandi síðan að turbo-hybrid vélarnar byrjuðu í Formúlunni árið 2014.GettyFerrari enn og aftur á ráspólEftir fyrstu æfingar leit út fyrir að Mercedes hefði yfirhöndina gegn Ferrari á Suzuka brautinni. Það varð ekki raunin í tímatökum sem fram fóru á sunnudagsmorgni vegna fellibylsins Hagibis sem gekk yfir Japan um helgina. Aðeins fimm sinnum í sögu Formúlu 1 höfðu tímatökur verið haldnar samdægurs kappakstrinum. Í öll skiptin voru það Þjóðverjar sem enduðu á ráspól undir þeim kringumstæðum. Sebastian Vettel ákvað að vera ekkert að brjóta þá hefð og tryggði sér ráspól eftir hreint út sagt magnaðann hring. Ferrari læstu fremstu röðinni er Charles Leclerc náði næstbesta tímanum. Hamilton datt alla leið niður í fimmta sætið í ræsingunni en eftir samstuð Max og Charles varð hann þriðji.GettyDraumar Ferrari urðu að martröð strax í fyrstu beygjuVettel fór hræðilega af stað og var dottin niður í annað sætið fyrir fyrstu beygju. Leclerc fór að sama skapi illa af stað. Í annari beygju klessti Mónakó-búinn á Red Bull bíl Max Verstappen með þeim afleiðingum að Max varð frá að hverfa seinna í keppninni. Leclerc kom sjötti í mark en eftir að hafa verið refsað fyrir atvikið á fyrsta hring féll hann niður í sjöunda sætið. Valtteri Bottas flaug af stað og leiddi alla keppnina. Annar þar á eftir kom Sebastian Vettel, aðeins hálfri sekúndu á undan verðandi heimsmeistara, Lewis Hamilton. Hamilton getur tryggt sér titilinn í næstu keppni sem fram fer í Mexíkó eftir tvær vikur.
Formúla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira