Áhyggjufull vegna fíkniefnavandans og krefur ráðherra um svör Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2019 15:10 Inga Sæland lýsir þungum áhyggjum af fíkniefnavandanum. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður flokks fólksins, hefur óskað eftir því að Alþingi taki sérstaka umræðu um fíkniefnavanda í landinu. Umræðan fer fram á þinginu síðdegis. Töluvert hefur verið fjallað um aukið magn fíkniefna í umferð á Íslandi og andlát tengd ofneyslu lyfseðilsskilda lyfja. „Við vitum að það er gríðarlegur faraldur, gríðarlegur innflutningur á fíkniefnum og mikill vöxtur í samfélaginu í fíknivandanum. Biðlistinn inn á Vog hefur lengst um hundrað manns. Nú eru tæplega 700 manns á biðlista,“ segir Inga. Henni líst ekkert á í hvað stefnir og óskar eftir svörum frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á þingi í dag.Hvað er á teikniborðinu? „Mig langar að vita hvað er í kortunum og teikniborðinu hjá hæstvirtum heilbrigðisráðherra, hvað er hún að gera í forvörnum? 174 einstaklingar eru dánir úr lyfjaeitrun á síðustu sex árum. 98 karlar og 76 konur. Það er í svo mörg horn að líta og mér finnst við ekki vera að standa okkur.“ Um þrjátíu kíló af kókaíni hafa verið haldlögð af yfirvöldum við innflutning til landsins það sem af er ári. Styrkleiki efnanna er meiri en áður eins og fram kom í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær. „Við erum komin á mjög vondan stað. Bæði hvað lítur að ótímabærum dauðsföllum og öllu þessu,“ segir Inga. „Við þurfum að byrgja fyrir brunninn áður en við dettum ofan í hann. Mér finnst við vera dottin ofan í hann, ég viðurkenni það.“ Hún segir ekki hægt að kenna heilbrigðisráðherra um.Ekki nýr vandi „Þetta er ekki vandi sem er að verða til í dag. Þetta er uppsafnaður vandi sem hefur fengið að grasserast í stjórnkerfinu til margra ára. Býst við að hún muni gera það sem hún getur.“ Inga hefur sjálf hugmyndir um hvað hún vildi sjá gert. „Ég myndi vilja sjá það þannig að við værum ekki með einn einasta einstakling á biðlista, fárveikur að biðja um hjálp. Ég myndi vilja að þegar þau koma út úr meðferð myndum við taka utan um þau hvort sem lítur að því að aðstoða þau við að komast inn á vinnumarkað eða búsettuúrræði. Þetta fólk lendir bara aftur númer 701 í röðinni, margir hverjir, og eru fastir.“ Inga segist ósátt við niðurskurð ríkisstjórnarinnar til löggæslu. Það þurfi að koma í veg fyrir innflutning en um leið leggja áherslu á forvarnir. Taka þurfi utan um fólkið sem lendi í fíkniefnavandanum og sýna viljann í verki. Umræðan hefst síðdegis klukkan korter í fjögur. Alþingi Fíkn Lögreglumál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Sjá meira
Inga Sæland, formaður flokks fólksins, hefur óskað eftir því að Alþingi taki sérstaka umræðu um fíkniefnavanda í landinu. Umræðan fer fram á þinginu síðdegis. Töluvert hefur verið fjallað um aukið magn fíkniefna í umferð á Íslandi og andlát tengd ofneyslu lyfseðilsskilda lyfja. „Við vitum að það er gríðarlegur faraldur, gríðarlegur innflutningur á fíkniefnum og mikill vöxtur í samfélaginu í fíknivandanum. Biðlistinn inn á Vog hefur lengst um hundrað manns. Nú eru tæplega 700 manns á biðlista,“ segir Inga. Henni líst ekkert á í hvað stefnir og óskar eftir svörum frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á þingi í dag.Hvað er á teikniborðinu? „Mig langar að vita hvað er í kortunum og teikniborðinu hjá hæstvirtum heilbrigðisráðherra, hvað er hún að gera í forvörnum? 174 einstaklingar eru dánir úr lyfjaeitrun á síðustu sex árum. 98 karlar og 76 konur. Það er í svo mörg horn að líta og mér finnst við ekki vera að standa okkur.“ Um þrjátíu kíló af kókaíni hafa verið haldlögð af yfirvöldum við innflutning til landsins það sem af er ári. Styrkleiki efnanna er meiri en áður eins og fram kom í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær. „Við erum komin á mjög vondan stað. Bæði hvað lítur að ótímabærum dauðsföllum og öllu þessu,“ segir Inga. „Við þurfum að byrgja fyrir brunninn áður en við dettum ofan í hann. Mér finnst við vera dottin ofan í hann, ég viðurkenni það.“ Hún segir ekki hægt að kenna heilbrigðisráðherra um.Ekki nýr vandi „Þetta er ekki vandi sem er að verða til í dag. Þetta er uppsafnaður vandi sem hefur fengið að grasserast í stjórnkerfinu til margra ára. Býst við að hún muni gera það sem hún getur.“ Inga hefur sjálf hugmyndir um hvað hún vildi sjá gert. „Ég myndi vilja sjá það þannig að við værum ekki með einn einasta einstakling á biðlista, fárveikur að biðja um hjálp. Ég myndi vilja að þegar þau koma út úr meðferð myndum við taka utan um þau hvort sem lítur að því að aðstoða þau við að komast inn á vinnumarkað eða búsettuúrræði. Þetta fólk lendir bara aftur númer 701 í röðinni, margir hverjir, og eru fastir.“ Inga segist ósátt við niðurskurð ríkisstjórnarinnar til löggæslu. Það þurfi að koma í veg fyrir innflutning en um leið leggja áherslu á forvarnir. Taka þurfi utan um fólkið sem lendi í fíkniefnavandanum og sýna viljann í verki. Umræðan hefst síðdegis klukkan korter í fjögur.
Alþingi Fíkn Lögreglumál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Sjá meira