Ingólfur greiðir sér 300 milljónir í skugga launalækkana starfsmanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2019 12:07 Ingólfur Abrahim Shahin hefur efnast vel hjá Guide to Iceland. Guide to Iceland Bókunarfyrirtækið Guide to Iceland hagnaðist um 795 milljónir króna eftir skatt í fyrra. Hagnaðurinn árið á undan var 690 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem Mbl greindi frá fyrir helgi. Xiaochen Tian, framkvæmdastjóri Guide to Iceland, sagði að stjórn félagsins hefði ákveðið að greiða 563 milljónir króna í arð. Stjórnarformaður Guide to Iceland er Ingólfur Abrahim Shahin sem á rúmlega 55 prósenta hlut í félaginu. Ingólfur fær því rúmlega 300 milljónir króna í arðgreiðslur fyrir síðasta ár. Þetta er annað árið í röð sem Ingólfur greiðir sér 300 milljóna króna arð út úr fyrirtækinu. Athygli vakti í sumar þegar Guide to Iceland sagði upp ellefu starfsmönnum og starfsfólk var látið taka á sig launalækkun. Var um að ræða viðbrögð vegna gjaldþrots WOW air. Stundin hefur fjallað töluvert um málefni starfsfólks Guide to Iceland. Í frétt miðilsins fyrir ári var greint frá því að starfsfólkinu væri gert að setja upp sérstakt forrit á tölvum sínum sem gerir yfirmönnum kleift að fylgjast náið með því sem starfsmenn gera í tölvum sínum á vinnutíma. Gætti nokkurrar óánægju meðal starfsmanna með eftirlitið. Þá sagði ritstjóri vefblaðsins Guide to Iceland Now að Ingólfur hefði rekið hana úr starfi þegar hún neitaði að nýta frítíma sinn í að skrifa fréttir fyrir fyrirtækið. Ingólfur, sem er 38 ára, keypti sér fasteign á síðasta ári og var hún ekki af verri endanum. Um er að ræða 433 fermetra einbýlishús við Fjölnisveg 11 en húsið hefur meðal annars verið í eigu Hannesar Smárasonar, Skúla Mogensen og Guðmundar Kristjánssonar í Brim. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Guide to Iceland segir upp fólki og lækkar laun Ellefu starfsmönnum á skrifstofu bókunarvefsins og ferðaþjónustufyrirtækisins Guide to Iceland hefur verið sagt upp síðan WOW air varð gjaldþrota. 5. júní 2019 14:13 Guide to Iceland fær rúmlega 2 milljarða fjárfestingu Bandaríska ráðgjafa- og eignarstýringafyrirtækið State Street Global Advisors hefur fjárfest í bókunarfyrirtækinu Guide to Iceland fyrir 20 milljónir bandaríkjadala 7. september 2018 13:27 Leiðsögumenn segja Guide to Iceland hafa klúðrað jólum hátt í 40 ferðamanna Finnbogi Þorkell Jónsson og Halldór Kristinn Haraldsson ætla ekki framar að taka að sér verkefni fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Guide to Iceland. 28. desember 2018 16:00 Fyrirtækið Guide to Iceland greiðir 600 milljóna króna arð Guide to Iceland sem rekur markaðstorg fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hagnaðist um 676 milljónir króna á síðasta ári. Tekjuvöxtur fyrirtækisins nam 70 prósentum á milli ára. Vinna að því að fara í útrás með hugbúnaðinn. 30. júlí 2018 07:30 Mest lesið Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Loðnuvertíð eftir allt saman Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Bein útsending: Stærðin skiptir máli Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Sjá meira
Bókunarfyrirtækið Guide to Iceland hagnaðist um 795 milljónir króna eftir skatt í fyrra. Hagnaðurinn árið á undan var 690 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem Mbl greindi frá fyrir helgi. Xiaochen Tian, framkvæmdastjóri Guide to Iceland, sagði að stjórn félagsins hefði ákveðið að greiða 563 milljónir króna í arð. Stjórnarformaður Guide to Iceland er Ingólfur Abrahim Shahin sem á rúmlega 55 prósenta hlut í félaginu. Ingólfur fær því rúmlega 300 milljónir króna í arðgreiðslur fyrir síðasta ár. Þetta er annað árið í röð sem Ingólfur greiðir sér 300 milljóna króna arð út úr fyrirtækinu. Athygli vakti í sumar þegar Guide to Iceland sagði upp ellefu starfsmönnum og starfsfólk var látið taka á sig launalækkun. Var um að ræða viðbrögð vegna gjaldþrots WOW air. Stundin hefur fjallað töluvert um málefni starfsfólks Guide to Iceland. Í frétt miðilsins fyrir ári var greint frá því að starfsfólkinu væri gert að setja upp sérstakt forrit á tölvum sínum sem gerir yfirmönnum kleift að fylgjast náið með því sem starfsmenn gera í tölvum sínum á vinnutíma. Gætti nokkurrar óánægju meðal starfsmanna með eftirlitið. Þá sagði ritstjóri vefblaðsins Guide to Iceland Now að Ingólfur hefði rekið hana úr starfi þegar hún neitaði að nýta frítíma sinn í að skrifa fréttir fyrir fyrirtækið. Ingólfur, sem er 38 ára, keypti sér fasteign á síðasta ári og var hún ekki af verri endanum. Um er að ræða 433 fermetra einbýlishús við Fjölnisveg 11 en húsið hefur meðal annars verið í eigu Hannesar Smárasonar, Skúla Mogensen og Guðmundar Kristjánssonar í Brim.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Guide to Iceland segir upp fólki og lækkar laun Ellefu starfsmönnum á skrifstofu bókunarvefsins og ferðaþjónustufyrirtækisins Guide to Iceland hefur verið sagt upp síðan WOW air varð gjaldþrota. 5. júní 2019 14:13 Guide to Iceland fær rúmlega 2 milljarða fjárfestingu Bandaríska ráðgjafa- og eignarstýringafyrirtækið State Street Global Advisors hefur fjárfest í bókunarfyrirtækinu Guide to Iceland fyrir 20 milljónir bandaríkjadala 7. september 2018 13:27 Leiðsögumenn segja Guide to Iceland hafa klúðrað jólum hátt í 40 ferðamanna Finnbogi Þorkell Jónsson og Halldór Kristinn Haraldsson ætla ekki framar að taka að sér verkefni fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Guide to Iceland. 28. desember 2018 16:00 Fyrirtækið Guide to Iceland greiðir 600 milljóna króna arð Guide to Iceland sem rekur markaðstorg fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hagnaðist um 676 milljónir króna á síðasta ári. Tekjuvöxtur fyrirtækisins nam 70 prósentum á milli ára. Vinna að því að fara í útrás með hugbúnaðinn. 30. júlí 2018 07:30 Mest lesið Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Loðnuvertíð eftir allt saman Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Bein útsending: Stærðin skiptir máli Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Sjá meira
Guide to Iceland segir upp fólki og lækkar laun Ellefu starfsmönnum á skrifstofu bókunarvefsins og ferðaþjónustufyrirtækisins Guide to Iceland hefur verið sagt upp síðan WOW air varð gjaldþrota. 5. júní 2019 14:13
Guide to Iceland fær rúmlega 2 milljarða fjárfestingu Bandaríska ráðgjafa- og eignarstýringafyrirtækið State Street Global Advisors hefur fjárfest í bókunarfyrirtækinu Guide to Iceland fyrir 20 milljónir bandaríkjadala 7. september 2018 13:27
Leiðsögumenn segja Guide to Iceland hafa klúðrað jólum hátt í 40 ferðamanna Finnbogi Þorkell Jónsson og Halldór Kristinn Haraldsson ætla ekki framar að taka að sér verkefni fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Guide to Iceland. 28. desember 2018 16:00
Fyrirtækið Guide to Iceland greiðir 600 milljóna króna arð Guide to Iceland sem rekur markaðstorg fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hagnaðist um 676 milljónir króna á síðasta ári. Tekjuvöxtur fyrirtækisins nam 70 prósentum á milli ára. Vinna að því að fara í útrás með hugbúnaðinn. 30. júlí 2018 07:30