Lilja segir íþróttir og pólitík ekki eiga heima saman Birgir Olgeirsson skrifar 13. október 2019 21:00 Aftökur og loftárásir eru á meðal þess sem Tyrkir hafa stundað í innrás sinni í sýrlenskar landamæraborgir. Kallað hefur verið eftir því að íslenska landsliðið í knattspyrnu hætti við leik sinn gegn því tyrkneska, eftir að Tyrkir sýndu hernum stuðning. Menntamálaráðherra segir að ekki eigi að blanda saman stjórnmálum og íþróttum. Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum tóku níu almenna borgara af lífi í gær við sýrlenska bæinn Tal Abyad. Í dag féllu níu í loftárás Tyrkja á bæinn Ras al ain, þar á meðal fimm óbreyttir borgarar. Hafa hersveitirnar unnið land á undanförnum dögum í norðanverðu Sýrlandi. Talið er að hundruð þúsund manns hafi lagt á flótta. Tyrklandsforseti hefur heitið því að stoppa ekki fyrr en hersveitir Kúrda draga sig meira en 32 kílómetra frá landamærum Sýrlands og Tyrklands. Var innrásin gerð eftir að Donald Trump forseti Bandaríkjanna ákvað að draga bandarískt herlið frá svæðinu. Hefur innrásin verið gagnrýnd harðleg en Tyrkir telja sig í fullum rétti. Liðsmenn tyrkneska landsliðsins í knattspyrnu sýndu herliðinu stuðning þegar þeir fögnuðu sigurmarki gegn Albaníu að hermannasið á föstudag. Eftir leikinn birtist mynd af liðinu í búningsklefa þar sem það sást heilsa aftur að hermannasið. Á Twitter, þar sem myndin var birt, hafði verið skrifað að sigurinn væri tileinkaður hugrökkum hermönnum. Hefur evrópska knattspyrnusambandið boðað að það muni skoða framferði liðsins. Reglur UEFA banna allar vísanir í stjórnmál og trúarbrögð. Eru Tyrkir í riðli með Íslandi í undankeppni Evrópumótsins. Hefur verið kallað eftir því að íslenska liðið eigi að hætta við leikinn gegn Tyrkjum ytra í nóvember. Formaður KSÍ sagði við Vísi í dag að slíkt væri ekki á dagskrá. Málið væri á borði UEFA, þar sem það á heima. Lilja Alfreðsdóttir íþróttamálaráðherra segir íþróttir og pólitík ekki eiga heima saman. „Mér finnst að við eigum ekki að blanda þessu tvennu saman. Ég er á því að íþróttir geti frekar leitt fólk saman og frekar sé hægt að eyða ágreiningi í gegnum listir, íþróttir og annað slíkt. Og mér hefur alltaf verið mjög illa við það að blanda saman íþróttum og stjórnmálum.“ Átök Kúrda og Tyrkja KSÍ Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Segir Íslendinga eiga að hætta við leikinn gegn Tyrkjum Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, kallar eftir því að Ísland hætti við leikinn gegn Tyrkjum í nóvember, vegna aðgerða Tyrklands í Sýrlandi. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engar aðgerðir af hálfu sambandsins vera í vændum. 13. október 2019 11:54 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Aftökur og loftárásir eru á meðal þess sem Tyrkir hafa stundað í innrás sinni í sýrlenskar landamæraborgir. Kallað hefur verið eftir því að íslenska landsliðið í knattspyrnu hætti við leik sinn gegn því tyrkneska, eftir að Tyrkir sýndu hernum stuðning. Menntamálaráðherra segir að ekki eigi að blanda saman stjórnmálum og íþróttum. Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum tóku níu almenna borgara af lífi í gær við sýrlenska bæinn Tal Abyad. Í dag féllu níu í loftárás Tyrkja á bæinn Ras al ain, þar á meðal fimm óbreyttir borgarar. Hafa hersveitirnar unnið land á undanförnum dögum í norðanverðu Sýrlandi. Talið er að hundruð þúsund manns hafi lagt á flótta. Tyrklandsforseti hefur heitið því að stoppa ekki fyrr en hersveitir Kúrda draga sig meira en 32 kílómetra frá landamærum Sýrlands og Tyrklands. Var innrásin gerð eftir að Donald Trump forseti Bandaríkjanna ákvað að draga bandarískt herlið frá svæðinu. Hefur innrásin verið gagnrýnd harðleg en Tyrkir telja sig í fullum rétti. Liðsmenn tyrkneska landsliðsins í knattspyrnu sýndu herliðinu stuðning þegar þeir fögnuðu sigurmarki gegn Albaníu að hermannasið á föstudag. Eftir leikinn birtist mynd af liðinu í búningsklefa þar sem það sást heilsa aftur að hermannasið. Á Twitter, þar sem myndin var birt, hafði verið skrifað að sigurinn væri tileinkaður hugrökkum hermönnum. Hefur evrópska knattspyrnusambandið boðað að það muni skoða framferði liðsins. Reglur UEFA banna allar vísanir í stjórnmál og trúarbrögð. Eru Tyrkir í riðli með Íslandi í undankeppni Evrópumótsins. Hefur verið kallað eftir því að íslenska liðið eigi að hætta við leikinn gegn Tyrkjum ytra í nóvember. Formaður KSÍ sagði við Vísi í dag að slíkt væri ekki á dagskrá. Málið væri á borði UEFA, þar sem það á heima. Lilja Alfreðsdóttir íþróttamálaráðherra segir íþróttir og pólitík ekki eiga heima saman. „Mér finnst að við eigum ekki að blanda þessu tvennu saman. Ég er á því að íþróttir geti frekar leitt fólk saman og frekar sé hægt að eyða ágreiningi í gegnum listir, íþróttir og annað slíkt. Og mér hefur alltaf verið mjög illa við það að blanda saman íþróttum og stjórnmálum.“
Átök Kúrda og Tyrkja KSÍ Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Segir Íslendinga eiga að hætta við leikinn gegn Tyrkjum Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, kallar eftir því að Ísland hætti við leikinn gegn Tyrkjum í nóvember, vegna aðgerða Tyrklands í Sýrlandi. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engar aðgerðir af hálfu sambandsins vera í vændum. 13. október 2019 11:54 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Segir Íslendinga eiga að hætta við leikinn gegn Tyrkjum Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, kallar eftir því að Ísland hætti við leikinn gegn Tyrkjum í nóvember, vegna aðgerða Tyrklands í Sýrlandi. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engar aðgerðir af hálfu sambandsins vera í vændum. 13. október 2019 11:54