Handbolti

Íslendingalið GOG með góðan sigur í Meistaradeildinni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Arnar Freyr Arnarsson
Arnar Freyr Arnarsson vísir/getty
Þrír Íslendingar komu við sögu þegar GOG fékk Wisla Plock í heimsókn í Meistaradeild Evrópu í handbolta í Óðinsvé í dag.

Viktor Gísli Hallgrímsson, Arnar Freyr Arnarsson og Óðinn Þór Ríkharðsson eru allir á mála hjá GOG og þeir fengu allir að spreyta sig í dag.

Arnar Freyr skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum af línunni en Óðinn Þór nýtti ekki sitt eina skot í leiknum. Viktor Gísli stóð í markinu til skiptis við Sören Andreasen og varði Viktor Gísli fjögur skot en Sören sex.

Leikurinn var hörkuspennandi frá upphafi til enda en heimamenn höfðu þó alltaf yfirhöndina. Fór að lokum svo að GOG vann með minnsta mun, 28-27 og vann þar með sinn fjórða sigur í riðlakeppninni í vetur og hefur aðeins tapað einum leik.

Rússneska stórskyttan Konstantin Igropulo var markahæstur gestanna með 5 mörk en Emil Jakobsen gerði 7 mörk fyrir GOG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×