Kjartan Atli Kjartansson naut liðsinnis sérfræðinganna Kristins Friðrikssonar, Sævars Sævarssonar og Fannars Ólafssonar í Körfuboltakvöldi á föstudag þar sem þeir fóru meðal annars yfir 2.umferð Dominos deildar kvenna.
Deildin hefur farið vel af stað en strax í næstu umferð mætast Valur og KR, sem eru af flestum talin langsterkustu lið deildarinnar. Sannkallaður stórleikur.
Yfirferðina yfir 2.umferð Dominos deildarinnar má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni.