Segir Trump hafa ýtt á eftir því að henni yrði vikið úr starfi sendiherra í Úkraínu Andri Eysteinsson skrifar 12. október 2019 14:18 Marie Yovanovitch var sendiherra BNA í Kænugarði 2016-2019. Getty/NurPhoto Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að víkja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr embætti sínu. Frá þessu greindi fyrrverandi sendiherrann Marie Yovanovitch í yfirheyrslum vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á meintum brotum Trump í starfi er viðkoma Úkraínu-skandalnum sem tröllríður pólítískri umræðu vestanhafs. Yovanovitch greindi frá því að hún teldi að um hafi verið að ræða samstillt átak gegn sér, átak sem hafi verið byggt á staðhæfingum sem ekkert ættu skylt við raunveruleikann. Yovanovitch fór fyrir þingnefnd í gær og ræddi hún við þingmenn í yfir níu klukkutíma, þrátt fyrir að utanríkisráðuneytið hafi bannað henni að mæta. AP greinir frá. Yovanovitch var kölluð heim frá Úkraínu í maí síðastliðnum eftir að hafa starfað sem sendiherra í Kænugarði frá ágústlokum ársins 2016. Á sama tíma er Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta, sagður hafa gert tilraunir til þess að fá úkraínsk stjórnvöld til þess að rannsaka ásakanir um spillingu á hendur fyrrum varaforsetanum Joe Biden og syni hans Hunter sem starfaði með olíufyrirtæki í landinu.Kastað fyrir úlfana þar sem hún stóð í vegi fyrir Trump Einn þingmannanna sem sátu yfir vitnisburði Yovanovitch var demókratinn Sean Patrick Maloney, Maloney segir Yovanovitch hafa þurft að gera hlé á máli sínu þegar hún minntist þess hvernig henni var „kastað fyrir úlfana.“ „Fyrir mér er það morgunljóst að henni var vikið úr starfi vegna þess að hún var þyrnir í auga þeirra sem sóttust eftir því að nýta sér úkraínsk stjórnvöld til eigin hagsmuna. Trump forseti er þar með talinn,“ sagði Maloney. Annar demókrata, Denny Heck frá Washington-ríki, sagði í samtali við fjölmiðla að vitnisburður Yovanovitch hafi verið áhrifaríkur, honum þætti það vera heiður að fá að heyra hennar sögu. Viðstaddir Repúblikanar gagnrýndu hins vegar ferlið, lögmenn Bandaríkjaforseta ættu að fá að spyrja sinna spurninga, Jim Jordan þingmaður frá Ohio varði brottvikningu Yovanovitch og sagði að forsetinn hefði rétt á að skipa hvern sem hann vildi sem sendiherra. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Banna lykilvitni að koma fyrir þingnefnd Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB sem sá um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu ber ekki vitni í dag eins og til stóð samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytisins. 8. október 2019 13:12 Samverkamenn Giuliani voru gómaðir með flugmiða til Vínar Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. 10. október 2019 23:46 Forseti Úkraínu neitar því að Trump hafi reynt að kúga sig Hann segist ekki hafa vitað af því að Trump hefði stöðvað hernaðaraðstoð fyrr en eftir símtal þeirra sem hratt af stað rannsókn Bandaríkjaþings á Trump. 10. október 2019 12:24 Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að víkja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr embætti sínu. Frá þessu greindi fyrrverandi sendiherrann Marie Yovanovitch í yfirheyrslum vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á meintum brotum Trump í starfi er viðkoma Úkraínu-skandalnum sem tröllríður pólítískri umræðu vestanhafs. Yovanovitch greindi frá því að hún teldi að um hafi verið að ræða samstillt átak gegn sér, átak sem hafi verið byggt á staðhæfingum sem ekkert ættu skylt við raunveruleikann. Yovanovitch fór fyrir þingnefnd í gær og ræddi hún við þingmenn í yfir níu klukkutíma, þrátt fyrir að utanríkisráðuneytið hafi bannað henni að mæta. AP greinir frá. Yovanovitch var kölluð heim frá Úkraínu í maí síðastliðnum eftir að hafa starfað sem sendiherra í Kænugarði frá ágústlokum ársins 2016. Á sama tíma er Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta, sagður hafa gert tilraunir til þess að fá úkraínsk stjórnvöld til þess að rannsaka ásakanir um spillingu á hendur fyrrum varaforsetanum Joe Biden og syni hans Hunter sem starfaði með olíufyrirtæki í landinu.Kastað fyrir úlfana þar sem hún stóð í vegi fyrir Trump Einn þingmannanna sem sátu yfir vitnisburði Yovanovitch var demókratinn Sean Patrick Maloney, Maloney segir Yovanovitch hafa þurft að gera hlé á máli sínu þegar hún minntist þess hvernig henni var „kastað fyrir úlfana.“ „Fyrir mér er það morgunljóst að henni var vikið úr starfi vegna þess að hún var þyrnir í auga þeirra sem sóttust eftir því að nýta sér úkraínsk stjórnvöld til eigin hagsmuna. Trump forseti er þar með talinn,“ sagði Maloney. Annar demókrata, Denny Heck frá Washington-ríki, sagði í samtali við fjölmiðla að vitnisburður Yovanovitch hafi verið áhrifaríkur, honum þætti það vera heiður að fá að heyra hennar sögu. Viðstaddir Repúblikanar gagnrýndu hins vegar ferlið, lögmenn Bandaríkjaforseta ættu að fá að spyrja sinna spurninga, Jim Jordan þingmaður frá Ohio varði brottvikningu Yovanovitch og sagði að forsetinn hefði rétt á að skipa hvern sem hann vildi sem sendiherra.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Banna lykilvitni að koma fyrir þingnefnd Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB sem sá um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu ber ekki vitni í dag eins og til stóð samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytisins. 8. október 2019 13:12 Samverkamenn Giuliani voru gómaðir með flugmiða til Vínar Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. 10. október 2019 23:46 Forseti Úkraínu neitar því að Trump hafi reynt að kúga sig Hann segist ekki hafa vitað af því að Trump hefði stöðvað hernaðaraðstoð fyrr en eftir símtal þeirra sem hratt af stað rannsókn Bandaríkjaþings á Trump. 10. október 2019 12:24 Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Sjá meira
Banna lykilvitni að koma fyrir þingnefnd Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB sem sá um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu ber ekki vitni í dag eins og til stóð samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytisins. 8. október 2019 13:12
Samverkamenn Giuliani voru gómaðir með flugmiða til Vínar Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. 10. október 2019 23:46
Forseti Úkraínu neitar því að Trump hafi reynt að kúga sig Hann segist ekki hafa vitað af því að Trump hefði stöðvað hernaðaraðstoð fyrr en eftir símtal þeirra sem hratt af stað rannsókn Bandaríkjaþings á Trump. 10. október 2019 12:24
Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15