Fjögurra ára dómur yfir bocciaþjálfara staðfestur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2019 15:45 Vigfús við aðalmeðferð málsins sem fram fór í júní. Fréttablaðið/Auðunn Landsréttur hefur staðfest fjögurra ára fangelsisdóm yfir Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, fyrir að nauðga rúmlega tvítugri þroskaskertri konu sem var iðkandi hjá honum. Þjálfarinn var til rannsóknar hjá lögreglu um nokkurra ára skeið vegna gruns um kynferðisbrot. Honum var birt ákæra í apríl 2018 þar sem honum var gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað konunni sem æfði boccia undir hans handleiðslu. Fjögur ár eru liðin síðan lögð var fram kæra gegn Vigfúsi. Rannsókn lögreglu tók langan tíma en lauk með ákæru í vor. Samkvæmt henni var hann talinn hafa nýtt sér yfirburði sína gagnvart konunni, misnotað aðstöðu sína gróflega og ítrekað komið sér í aðstæður þar sem hann gat beitt hana ofbeldi um nokkurra mánaða skeið á árunum 2014 og 2015. Vigfús útvegagði konunni húsnæði til búsetu og tryggði sér þannig aðgang að henni, að því er fram kom í Fréttablaðinu á sínum tíma. Á sama tíma rauf hún öll tengsl við fjölskyldu sína. Grunsemdir vöknuðu innan bocciasamfélagsins á Íslandsmóti árið 2014 þar sem framkoma Vigfúsar við konuna þóttu óviðeigandi. Skaðabætur upp á tvær milljónir króna sem dæmdar voru konunni í héraði voru sömuleiðis staðfestar í Landsrétti. Í dómi héraðdóms, sem Landsréttur staðfesti, kemur fram að Vigfús hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Þau brot sem hann er nú sakfelldur fyrir eru margítrekuð og gróf og vörðu í langan tíma. Hann hafi komið sér fyrst í mjúkinn hjá konunni með því að höfða til samúðar hennar en kom sér síðan í æ sterkari stöðu gagnvart henni. „Hann nýtti sér meðal annars það að brotaþoli bjó í íbúð í hans eigu þar sem honum reyndist auðvelt að sækja að henni.“ Þó Vigfúsi hafi ekki getað dulist fötlun konunnar og erfið aðstaða hennar hafi hann ekki iðrast háttsemi sinnar hið minnsta. Réttindagæslumaður fatlaðra hafði rætt við Vigfús um eðlileg mörk í samskiptum við skjólstæðinga hans í íþróttafélaginu, og að hann hefði mögulega farið yfir þau mörk með því að faðma og leiða brotaþola of oft og innilega. Vigfús hélt þrátt fyrir það uppteknum hætti og hafði margítrekað kynmök við brotaþola eftir það samtal. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í fjögur ár. Akureyri Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51 Bocciaþjálfarinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þroskaskertri konu Dómur var kveðinn upp á Akureyri í morgun. 31. ágúst 2018 10:37 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest fjögurra ára fangelsisdóm yfir Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, fyrir að nauðga rúmlega tvítugri þroskaskertri konu sem var iðkandi hjá honum. Þjálfarinn var til rannsóknar hjá lögreglu um nokkurra ára skeið vegna gruns um kynferðisbrot. Honum var birt ákæra í apríl 2018 þar sem honum var gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað konunni sem æfði boccia undir hans handleiðslu. Fjögur ár eru liðin síðan lögð var fram kæra gegn Vigfúsi. Rannsókn lögreglu tók langan tíma en lauk með ákæru í vor. Samkvæmt henni var hann talinn hafa nýtt sér yfirburði sína gagnvart konunni, misnotað aðstöðu sína gróflega og ítrekað komið sér í aðstæður þar sem hann gat beitt hana ofbeldi um nokkurra mánaða skeið á árunum 2014 og 2015. Vigfús útvegagði konunni húsnæði til búsetu og tryggði sér þannig aðgang að henni, að því er fram kom í Fréttablaðinu á sínum tíma. Á sama tíma rauf hún öll tengsl við fjölskyldu sína. Grunsemdir vöknuðu innan bocciasamfélagsins á Íslandsmóti árið 2014 þar sem framkoma Vigfúsar við konuna þóttu óviðeigandi. Skaðabætur upp á tvær milljónir króna sem dæmdar voru konunni í héraði voru sömuleiðis staðfestar í Landsrétti. Í dómi héraðdóms, sem Landsréttur staðfesti, kemur fram að Vigfús hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Þau brot sem hann er nú sakfelldur fyrir eru margítrekuð og gróf og vörðu í langan tíma. Hann hafi komið sér fyrst í mjúkinn hjá konunni með því að höfða til samúðar hennar en kom sér síðan í æ sterkari stöðu gagnvart henni. „Hann nýtti sér meðal annars það að brotaþoli bjó í íbúð í hans eigu þar sem honum reyndist auðvelt að sækja að henni.“ Þó Vigfúsi hafi ekki getað dulist fötlun konunnar og erfið aðstaða hennar hafi hann ekki iðrast háttsemi sinnar hið minnsta. Réttindagæslumaður fatlaðra hafði rætt við Vigfús um eðlileg mörk í samskiptum við skjólstæðinga hans í íþróttafélaginu, og að hann hefði mögulega farið yfir þau mörk með því að faðma og leiða brotaþola of oft og innilega. Vigfús hélt þrátt fyrir það uppteknum hætti og hafði margítrekað kynmök við brotaþola eftir það samtal. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í fjögur ár.
Akureyri Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51 Bocciaþjálfarinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þroskaskertri konu Dómur var kveðinn upp á Akureyri í morgun. 31. ágúst 2018 10:37 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Sjá meira
Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00
Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37
Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51
Bocciaþjálfarinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þroskaskertri konu Dómur var kveðinn upp á Akureyri í morgun. 31. ágúst 2018 10:37