Stærðfræðin opnar dyr Svana Helen Björnsdóttir skrifar 11. október 2019 07:00 Á þessu hausti eru 100 ár liðin frá stofnun stærðfræðideildar í Menntaskólanum í Reykjavík. Af þessu tilefni var nýverið haldið skemmtilegt málþing um notkun stærðfræði og mikilvægi góðrar stærðfræðikennslu á Sal MR. Stærðfræði er nauðsynlegur grunnur að tæknilegri nýsköpun á mörgum sviðum. Það er engin tilviljun að frumkvöðlar í stafni tæknilegrar nýsköpunar og atvinnuþróunar á ótal sviðum skuli koma úr hópi tæknimenntaðs fólks með góðan stærðfræðigrunn. Flest þau fyrirtæki sem við Íslendingar erum hvað stoltastir af byggja á góðri stærðfræði- og raungreinaþekkingu. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, flutti skemmtilegt erindi á málþinginu þar sem hann sýndi að stærðfræði er undirstaða gervigreindar og djúpnáms tölva, sem fjórða iðnbyltingin byggir á. Hún er nú hafin með tölvu- og reiknistuddri þjónustu af ýmsu tagi, m.a. fullsjálfvirkri framleiðslu, sjálfstýrðum skipum og bílum. Stærðfræði er stoð undir þessu öllu. Nú hefur framhaldsskólanámi á Íslandi verið breytt verulega og það hefur m.a. verið á kostnað stærðfræði- og eðlisfræðikennslu sem hefur verið meiri í MR en sumum öðrum framhaldsskólum. Að mínum dómi hefur verið gengið of langt í því að skerða nám í þessum fögum. Sérkenni MR og annarra framhaldsskóla sem lagt hafa áherslu á raungreinanám hafa verið rýrð. Þetta hefur minnkað tækifæri þeirra mörgu metnaðarfullu nemenda sem hafa sett markið hátt í lífinu og vilja standast alþjóðlega samkeppni. Góður stærðfræðigrunnur frá framhaldsskóla er eins og lykill sem opnar nemendum leið inn í „raungreinarýmið“. Slíkur grunnur auðveldar fólki nám, m.a. í verkfræði og hvers kyns raunvísindum en það eru einmitt þau svið sem eru undirstöður tæknilegrar nýsköpunar. Miklu skiptir að stjórnvöld standi vörð um metnaðarfullt stærðfræðinám því það er forsenda þess að Íslendingar geti nýtt sér 4. iðnbyltinguna. Við þurfum að snúa af þeirri óheillavegferð sem stjórnvöld hafa, vonandi ómeðvitað, markað með því að takmarka verulega það nám sem í boði er í stærðfræði og raungreinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Á þessu hausti eru 100 ár liðin frá stofnun stærðfræðideildar í Menntaskólanum í Reykjavík. Af þessu tilefni var nýverið haldið skemmtilegt málþing um notkun stærðfræði og mikilvægi góðrar stærðfræðikennslu á Sal MR. Stærðfræði er nauðsynlegur grunnur að tæknilegri nýsköpun á mörgum sviðum. Það er engin tilviljun að frumkvöðlar í stafni tæknilegrar nýsköpunar og atvinnuþróunar á ótal sviðum skuli koma úr hópi tæknimenntaðs fólks með góðan stærðfræðigrunn. Flest þau fyrirtæki sem við Íslendingar erum hvað stoltastir af byggja á góðri stærðfræði- og raungreinaþekkingu. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, flutti skemmtilegt erindi á málþinginu þar sem hann sýndi að stærðfræði er undirstaða gervigreindar og djúpnáms tölva, sem fjórða iðnbyltingin byggir á. Hún er nú hafin með tölvu- og reiknistuddri þjónustu af ýmsu tagi, m.a. fullsjálfvirkri framleiðslu, sjálfstýrðum skipum og bílum. Stærðfræði er stoð undir þessu öllu. Nú hefur framhaldsskólanámi á Íslandi verið breytt verulega og það hefur m.a. verið á kostnað stærðfræði- og eðlisfræðikennslu sem hefur verið meiri í MR en sumum öðrum framhaldsskólum. Að mínum dómi hefur verið gengið of langt í því að skerða nám í þessum fögum. Sérkenni MR og annarra framhaldsskóla sem lagt hafa áherslu á raungreinanám hafa verið rýrð. Þetta hefur minnkað tækifæri þeirra mörgu metnaðarfullu nemenda sem hafa sett markið hátt í lífinu og vilja standast alþjóðlega samkeppni. Góður stærðfræðigrunnur frá framhaldsskóla er eins og lykill sem opnar nemendum leið inn í „raungreinarýmið“. Slíkur grunnur auðveldar fólki nám, m.a. í verkfræði og hvers kyns raunvísindum en það eru einmitt þau svið sem eru undirstöður tæknilegrar nýsköpunar. Miklu skiptir að stjórnvöld standi vörð um metnaðarfullt stærðfræðinám því það er forsenda þess að Íslendingar geti nýtt sér 4. iðnbyltinguna. Við þurfum að snúa af þeirri óheillavegferð sem stjórnvöld hafa, vonandi ómeðvitað, markað með því að takmarka verulega það nám sem í boði er í stærðfræði og raungreinum.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar