Segir ábyrgðarleysi að afgreiða þingmál of hratt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. október 2019 13:51 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. vísir/vilhelm Alþingi afgreiddi í vikunni tvö lagafrumvörp með miklu hraði til að bregðast við athugasemdum varðandi varnir Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Dómsmálaráðherra segist líta málið alvarlegum augum en þingmaður Pírata gagnrýnir harðlega hvernig staðið var að afgreiðslu málsins í þinginu. Málið snýr annars vegar að frumvarpi ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra sem fjallar um skráningu almannaheillasamtaka sem starfa þvert á landamæri. Með hinu frumvarpinu, sem kemur frá dómsmálaráðherra, var verið að bregðast við athugasemdum sem alþjóðlegur fjármála-aðgerðahópur, FATF, gerði varðandi skort á reglum hér á landi um hvernig eigi að meðhöndla muni og eignir sem hafa verið haldlagðar eða kyrrsettar. Mælt var fyrir báðum frumvörpum á þriðjudag og þau samþykkt í gær, en þessi stutti tími gerði það af verkum að þeim félögum eða öðrum sem málið varðar gafst ekki kostur á senda inn umsagnir um málið. Það gagnrýnir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata harðlega, en hann gerði athugasemd við þetta í minnihlutaáliti í allsherjar- og menntamálanefnd.Telur að bregðast hefði átt við fyrr „Það er mikið ábyrgðarleysi að samþykkja lög með þessum ofboðslega hraði og án þess að það sé hægt að fara í fullnægjandi þinglega meðferð,“ segir Helgi. „Það geta alveg komið upp aðstæður þar sem að það bara þarf að gera það, það hefur komið fyrir áður, en það kemur fyrir í greinagerð frumvarpsins sem við vorum að fjalla um í allsherjar- og menntamálanefnd að þetta vandamál sem að við vorum að fara að laga og var víst lagað, það er búið að liggja fyrir frá því í apríl 2018.“ Hann telji þar af leiðandi ekki vera sannfærandi rök fyrir því að málið hafi verið afgreitt með svo miklum hraði. Ein af ástæðunum fyrir því að það lá mikið á að afgreiða málið er sögð vera hættan á því að Ísland myndi mögulega lenda á lista yfir ósamvinnuþýð ríki. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, segist líta málið alvarlegum augum og segir það hafa verið þess eðlis að það þoldi enga bið. „Það kom skýrsla í fyrra þar sem bent var á ýmsa ágalla í íslensku kerfi og það hefur verið lögð mikil vinna í það að vinna í þeim málum og nú í september kom í ljós að það stæðu einungis örfá atriði eftir og þetta var eitt af þeim málum og þess vegna var brugðist svona hratt við,“ segir Áslaug Arna.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.Fréttablaðið/Anton Brink Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Alþingi afgreiddi í vikunni tvö lagafrumvörp með miklu hraði til að bregðast við athugasemdum varðandi varnir Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Dómsmálaráðherra segist líta málið alvarlegum augum en þingmaður Pírata gagnrýnir harðlega hvernig staðið var að afgreiðslu málsins í þinginu. Málið snýr annars vegar að frumvarpi ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra sem fjallar um skráningu almannaheillasamtaka sem starfa þvert á landamæri. Með hinu frumvarpinu, sem kemur frá dómsmálaráðherra, var verið að bregðast við athugasemdum sem alþjóðlegur fjármála-aðgerðahópur, FATF, gerði varðandi skort á reglum hér á landi um hvernig eigi að meðhöndla muni og eignir sem hafa verið haldlagðar eða kyrrsettar. Mælt var fyrir báðum frumvörpum á þriðjudag og þau samþykkt í gær, en þessi stutti tími gerði það af verkum að þeim félögum eða öðrum sem málið varðar gafst ekki kostur á senda inn umsagnir um málið. Það gagnrýnir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata harðlega, en hann gerði athugasemd við þetta í minnihlutaáliti í allsherjar- og menntamálanefnd.Telur að bregðast hefði átt við fyrr „Það er mikið ábyrgðarleysi að samþykkja lög með þessum ofboðslega hraði og án þess að það sé hægt að fara í fullnægjandi þinglega meðferð,“ segir Helgi. „Það geta alveg komið upp aðstæður þar sem að það bara þarf að gera það, það hefur komið fyrir áður, en það kemur fyrir í greinagerð frumvarpsins sem við vorum að fjalla um í allsherjar- og menntamálanefnd að þetta vandamál sem að við vorum að fara að laga og var víst lagað, það er búið að liggja fyrir frá því í apríl 2018.“ Hann telji þar af leiðandi ekki vera sannfærandi rök fyrir því að málið hafi verið afgreitt með svo miklum hraði. Ein af ástæðunum fyrir því að það lá mikið á að afgreiða málið er sögð vera hættan á því að Ísland myndi mögulega lenda á lista yfir ósamvinnuþýð ríki. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, segist líta málið alvarlegum augum og segir það hafa verið þess eðlis að það þoldi enga bið. „Það kom skýrsla í fyrra þar sem bent var á ýmsa ágalla í íslensku kerfi og það hefur verið lögð mikil vinna í það að vinna í þeim málum og nú í september kom í ljós að það stæðu einungis örfá atriði eftir og þetta var eitt af þeim málum og þess vegna var brugðist svona hratt við,“ segir Áslaug Arna.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.Fréttablaðið/Anton Brink
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent